Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar voru veittar í þriðja sinn þann 20. október 2018
Alls bárust ellefu tilnefningar. Fagnefnd skoðaði þær allar og gaf hverri lóð fyrir sig einkunn sem var gefin út frá hinum ýmsu þáttum s.s. skipulagi, umhirðu, tegundasamsetningu, snyrtimennsku, viðhaldskröfum o.m.fl.
Við dómsmat á tilnefndum lóðum einkaaðila og fyrirtækja kom upp sú staða að tvær einkalóðir voru jafnar að stigum og hljóta þær því báðar umhverfisviðurkenningu Fjarðabyggðar.
Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2018:
Snyrtilegasta lóð í þéttbýli: Blómsturvellir 33, 740 Neskaupstað, eigendur Ernu Guðjónsdóttur og Kristins Þórs Ingvarssonar.
Umsögn dómnefndar: Í haustskrúðanum er garðurinn eins og fegursta málverk.
Snyrtilegasta lóð í þéttbýli: Blómsturvellir 45, 740 Neskaupstað, eigendur Sigurborgu Kristinsdóttur og Tómas R. Zoéga.
Umsögn dómnefndar: Pallur og gróðursvæði gefa garðinum ævintýrablæ.
Snyrtilegasta lóð fyrirtækis eða stofnunar: Ferðaþjónustan Mjóeyri Strandgata 120, 735 Eskifjörður, eigendur Berglind Steina Ingvarsdóttir og Sævar Guðjónsson.
Umsögn dómnefndar: Ferðaþjónustan á Mjóeyri nær að fanga staðarandann, svæðið allt tónar vel við gamla hluta Eskifjarðarbæjar.
Snyrtilegasta lóð í dreifbýli: Í ár barst engin tilnefning fyrir snyrtilegustu lóð í dreifbýli og því var ekki veitt viðurkenning í þeim flokki.