mobile navigation trigger mobile search trigger

Vor í Fjarðabyggð 2021

Við brúsapallinn

Hin árlega bið eftir vorinu, hlýindum og farfuglum má líkja við biðinni eftir mjólkurbílnum við brúsapallinn hér forðum. Það er eins með vorið og mjólkurbílinn; vorið kemur, þó hægt virðist ganga og fyrr en varir verður sumarið komið. Því er ekki seinna vænna en hefja vorverkin af krafti!

Á þessari síðu má finna nánari upplýsingar um ýmislegt sem við kemur vorverkunum og þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs Fjarðabyggðar og framkvæmdasviðs.

Árleg vorhreinsun í Fjarðabyggð

Dagana 21. - 31. maí verða starfsmenn þjónustumiðstöðva Fjarðabyggðar á ferðinni að hirða upp garðaúrgang sem íbúar setja utan við garða sína. 

Almennt annað rusl s.s. brotajárn, plastkör eða annað ótengt garðaúrgangi skal ekki sett saman við. 

Allir út að plokka

Fjarðabyggð hvetur alla íbúa til að fara út og hirða upp rusl í hreinsunarvikunni dagana 21. – 31. maí. Það sem safnast saman er hægt fá hirt af  starfsmönnum þjónustumiðstöðva. Þátttakendur í „plokk-vikunni“ eru jafnframt  hvattir til að taka mynd af því sem safnast saman og senda til okkar á fjardabyggd@fjardabyggd.is merkt „plokk-vikan“ og/eða deila inn á fésbókarsíðunni „Plokk á Íslandi“.

Hvatt er til þess að íbúar noti glæra umhverfisvæna plokk-poka, sem fást m.a. hjá Terra á Reyðarfirði, en auk þess verður hægt að nálgast poka á þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar.

Til að fá rusl hirt upp er hægt er að hafa samband við þjónustumiðstöðvarnar í síma 470 9000 eða með tölvupósti á fjardabyggd@fjardabyggd.is

Vorbæklingur Fjarðabyggðar 2021

Í tengslum við "Vor í Fjarðabyggð" hefur Fjarðabyggð gefið út og dreift bækling með ýmsum upplýsingum um vorverkinn, upplýsingum um þjónustu og annað. Að þessu sinni var ákveðið að bæklingurinn yrði rafræn, og má nálgast eintak af honum hér að neðan.

Ávarp bæjarstjóra

Kæri íbúi

Vorið er á næsta leiti – þrátt fyrir að blásið hafi köldu á okkur upp á síðkastið. Við finnum hvernig vorið er smám saman að taka yfir og veturinn sleppir tökum á umhverfinu. Vorinu fylgja alltaf blessuð vorverkin og ánægjulegt hefur verið að sjá hve öflugir íbúar Fjarðabyggðar hafa verið undanfarin ár að taka til hendinni í hverfum bæjarins.

Umhverfismál eru okkur öllum mikilvæg og sú vitundarvakning sem orðið hefur á undanförnum árum er af hinu góða. Nýverið var umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar til ársins 2040 samþykkt. Stefnan er mikilvægt skref í átt að sjálfbæru samfélagi enda byggir hún á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem við öll þurfum að hafa til hliðsjónar.

Líkt og áður mun ég leggja mig fram um að sveitarfélagið standi við bakið á íbúum og fyrirtækjum, með það að markmiði að við getum öll verið stolt af umhverfi okkar. Með samstilltu átaki og samvinnu okkar allra í hreinsun og umhirðu, höldum við áfram að ná góðum árangri og sameinumst um að gera okkar fallegu hverfi enn snyrtilegri. Líkt og áður verður lögð áhersla á samvinnu við íbúa og fyrirtæki um úrgangsflokkun og umhirðu umhverfisins. Þá mun sveitarfélagið aðstoða íbúa og fyrirtæki við að fjarlægja bílhræ þeim að kostnaðarlausu og hvet ég okkur öll til sérstaks átaks í að fækka þeim í hverfum okkar.

Mig langar að hvetja alla íbúa sem og fyrirtæki í Fjarðabyggð, að taka þátt í hinni árlegu vorhreinsun sem fer fram dagana 21. – 31. maí. Starfsmenn sveitarfélagins munu þá daga vera á ferðinni í bæjarkjörnum og hreinsa upp þann garðaúrgang sem settur hefur verið við lóðamörk. Því er um að gera að nota tækifærið og taka til hendinni í garðinum og nánasta umhverfi. Látum nú hendur standa fram úr ermum öll sem eitt og sameinumst um að fegra nánasta umhverfið okkar, samfélaginu okkar öllu til heilla

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Rafræna samskipti

Kortasjá

Korta- og landupplýsingakerfi er aðgengilegt á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Í kortasjánni er hægt að skoða teikningar af byggingum, fá upplýsingar um lagnir s.s. vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu og þar eru upplýsingar um aðalskipulag, deiliskipulag og minjavernd. Í kortasjánni er einnig hægt að skoða loftmyndir og götukort, mæla  vegalengdir ofl.

Kortasjáin er tengd Þjóðskrá Íslands og er hægt að nálgast þar opinberar upplýsingar fyrir einstaka hús eða stærri svæði.

Upplýsingar og aðstoð varðandi notkun á kortasjá veitir Kristrún í síma 470-9000 eða á netfanginu: kristrun.ragnarsdottir@fjardabyggd.is

Íbúagátt

Í Íbúagáttinni inná fjardabyggd.is er hægt að sjá álagningaseðla fasteignagjalda, gjaldayfirlit gagnvart sveitarfélaginu og hægt að sækja um þjónustu þess. Til þess að nálgast þetta þarf að innskrá sig með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum.

Í Íbúagáttinni er einnig hægt að sækja um ýmsa þjónustu framkvæmda- og umhverfissviðs og leyfisumsóknir til skipulags- og byggingarfulltrúa. Hægt er að sækja um lóð, land til leigu, byggingarleyfi, stöðuleyfi og leyfi til dýrahalds, hvort sem um er að ræða hunda, ketti eða fiðurfé. Eftir að sótt er um er hægt að hafa samskipti við þann sem sér um málið í gegnum Íbúagáttina og afgreiðsla málsins verður síðan þar í gegn einnig.

Ábendingarkerfi

Á heimasíðu Fjarðabyggðar er að  finna ábendingakerfi sem ætlað er að einfalda samskipti og tryggja góða svörun til íbúa við ábendingum. Fjarðabyggð telur það vera mikilvægan hluta af starfsemi sinni að ábendingar bæjarbúa komist skýrt og skilmerkilega rétta leið og að vel sé haldið utan um þær. Bæjarbúar eru hvattir til að láta vita um skröltandi brunnlok, sködduð umferðarmerki, lausar hellur, yfirfulla ruslastampa, skemmda bekki, óvirka götulýsingu og hvað annað sem tengist þjónustu Fjarðabyggðar.

Sorphirða og endurvinnsla

Sorphirða

Sorphirðuna í Fjarðabyggð annast fjögur fyrirtæki út frá fj órum mismunandi verkþáttum.  Fyrirtækið Kubbur ehf. sér um að safna úrgangi úr tunnum, samkvæmt sorphirðudagatali. Tæming fer fram á þriggja vikna fresti. Hringrás ehf. sér um að aka lífrænum úrgangi frá söfnunarstöðvum til Moltu ehf. GS lausnir sjá um þjónustu við söfnunarstöðvarnar og Terra ehf. sér um móttöku og fl okkun endurvinnanlegs efnis úr grænu tunnunni.

 • Græna tunnan: Pappír s.s. bylgjupappi og fernur, málmhlutir s.s. niðursuðudósir og allt það
 • plast sem fellur til hvort sem það er mjúkt eða hart plast. Munið að fj arlægja matarleifar af
 • umbúðunum.
 • Brúna tunnan: Allur lífrænn úrgangur heimilisins að undanskildum beinum.
 • Gráa tunnan: Ófl okkanlegur úrgangur s.s. bleyjur og frauðplast.

Til að efl a hringrásarhagkerfið enn frekar þá taka móttökustöðvarnar í Fjarðabyggð á móti gleri, batteríum og fötum ásamt mörgu öðru sem ekki er hægt að setja í tunnurnar heima við.

Þannig er hægt að sjá til þess að nær ekkert fari frá heimilinu í urðun.

Nánari upplýsingar um sorphirðu og endurvinnslu má finna á heimasíðu Fjarðabyggðar og þar má nálgast flokkunartöflur og sorphirðudagatal.

Brotajárn og bílhræ

Síðustu árin hefur verið lögð áhersla á að fegra umhverfi opinna svæða í Fjarðabyggð og því hefur verið farið í átak í að fjarlægja númerslausa bíla/bílhræ af opnum svæðum. Jafnframt hefur Hringrás, í samvinnu við sveitarfélagið, aðstoðað landeigendur við að fjarlægja brotajárn af lóðum og lendum og gekk það verkefni afar vel á síðasta ári. Þeir sem eru með á lóð sinni númerslausa bíla/bílhræ í óþökk býðst aðstoð sveitarfélagsins við að fá þau fjarlægð.

Nánari upplýsingar veitir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri, s. 470 9000 eða anna.berg@fjardabyggd.is

Losun garðaúrgangs

Móttaka garðúrgangs verður með sama sniði og síðasta sumar þar sem lagt er upp með endurvinnslu gróðurs s.s. sláttagras og trjágreinar. Endurvinnslan er í reynd umbylting garðúrgangs í gróðurmoltu og því ætti etv. að frekar að tala um garðefni í þessu samhengi.

Norðfjörður: Gámur verður við Naustahvamm, Naustahvammi 19, utan við gömlu saltfiskverkunina. 

Eskifjörður: Gámur verður fyrir neðan söfnunarstöð (bak við hafnarvog). Einnig er hægt að losa stærri garðaúrgang (greinar og tré) á nýjum stað, við Hjallaleiru í Reyðarfirði. 

Reyðarfjörður: Nýr staður að Hjallaleiru, móttaka hættir við Teigargerði

Fáskrúðsfjörður: Losað í gryfju við hlið söfnunarstöðvar. 

Stöðvarfjörður: Losað við Byrgisnes. 

Breiðdalur: Losað við Þórðarhvamm

Garðeigendur athugið!

Sjá þarf til þess að gróður trufli ekki eða hindri umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda:

 • Snyrta til limgerði eða annan trjágróður sem vex út á gangstéttir og stíga.
 • Klippa burt trjágróður sem vex fyrir eða skyggir á umferðarmerki.
 • Klippa til og snyrta gróður sem kann að vera nágrönnum til ama.  
 • Tré sem veldur miklum skugga á nágrannalóð getur þruft að fella.

Gæludýr

Gagnlegar upplýsingar fyrir gæludýraeigendur s.s. um leyfismál, ormahreinsun og fleira má finna heimasíðu Fjarðabyggðar með því að smella hér.

Dýraeftirlit Fjarðabyggðar vill minna á að óheimilt er að hafa hunda lausa innan þéttbýlismarka Fjarðabyggðar. Jafnframt eru hundaeigendur minntir á að hirða skít eftir sína hunda

Við ítrekuð brot á samþykktum sveitarfélagsins um hundahald getur leitt af sér afturköllun leyfis. Komumst hjá því og njótum þess frekar að vera saman.

Nánari upplýsingar um dýrahald má finna inn á vef Fjarðabyggðar og á fésbókarsíðu dýraeftirlitsins, „Gæludýr í Fjarðabyggð“.

Hafðu þitt á hreinu - Leyfismál

Framkvæmdaleyfi

Nú þegar vorið er komið og sumarið á næsta leiti, eru margir að hugsa um að fegra umhverfi sitt með ýmsum smábyggingum, pöllum og girðingum.

Við fögnum fegrun í sveitarfélaginu en til að koma í veg fyrir ágreining og að ekki sé ráðist í óleyfilegar framkvæmdir er minnt á að í mörgum tilfellum þarf að sækja um leyfi fyrir:

 • Garðskúrum
 • Pöllum
 • Girðingum og skjólveggjum
 • Móttökuloftnetum og móttökudiskum

Frekari upplýsingar má nálgast hjá umhverfis- og skipulagssviði í síma 470-9000 eða í netfanginu byggingarfulltrui@fjardabyggd.is

Upplýsingar um hvaða framkvæmdir eru undanþegnar byggingarleyfi má einnig finna í gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Byggingarreglugerð er aðgengileg á slóðinni www.reglugerd.is

Stöðuleyfi

Sækja þarf um stöðuleyfi hjá umhverfis- og skipulagssviði Fjarðabyggðar til að láta gáma og aðra lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulöog ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna.

Hægt er að nálgast reglur um stöðuleyfi lausafjármuna í Fjarðabyggð og gjaldskrá, á heimasíðu Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is. Umsóknareyðublöð fyrir almenn stöðuleyfi og leyfi á skipulögðum gámsvæðum er að finna í Íbúagátt Fjarðabyggðar.

Skipulögð gámasvæði eru í öllum þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 470-9000 eða á netfangið byggingarfulltrui@fjardabyggd.is

Til þjónustu reiðubúin

Starfsfólk Fjarðabyggðar er íbúum til aðstoðar og ráðgjafar í umhverfismálefnum sveitarfélagsins:

Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri - anna.b.samuelsdottir@fjardabyggd.is

Marínó Stefánsson, sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs – marino.stefansson@fjardabyggd.is

Kristrún Ragnarsdóttir, þjónustufulltrúi umhverfis- og skipulagssviðs kristrun.ragnarsdottir@fjardabyggd.is

Valur Sveinsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs – valur.sveinsson@fjardabyggd.is

Hafa má samband við starfsmenn sviðsins í síma 470 9000