mobile navigation trigger mobile search trigger

Barnavernd

Barnaverndarnefnd Fjarðabyggðar starfar samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002. Markmið laganna er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.

Markmiðum er náð með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar hefur umsjón með málaflokknum.

Ábendingar og kvartanir má senda forstöðumanni stjórnsýslu í síma 470 9000 fjardabyggd@fjardabyggd.is

Senda tilkynningu til barnaverndar

Það á alltaf að hafa samband við barnavernd ef maður heldur að barn búi ekki við nógu góðar aðstæður eða ef barn er að stefna sjálfu sér í hættu.

Fyrir börn

Ef þú eða einhver sem þú þekkir líður illa heima hjá sér, er farinn að neyta vímuefna, fremja afbrot eða sýna hættulega hegðun er mjög mikilvægt að láta einhvern fullorðinn vita. Það er líka hægt að hafa samband beint við barnaverndarnefnd sem á að grípa inn í og aðstoða eins og hægt er.

Ef þú eða einhver sem þú þekkir þarf aðstoð barnaverndar þá getur þú skrifað upplýsingar inn á eyðublað á hlekknum hér að neðan. Starfsmaður frá barnavernd hefur svo samband við þig. Starfsmaður barnaverndar mun ekki tala við neinn um það sem þú skrifar nema tala við þig fyrst.

Almennar tilkynningar

Starfsmenn barnaverndar Fjarðabyggðar taka við barnaverndartilkynningum á skrifstofutíma í síma 470-9000.

Utan þess tíma er bent á Neyðarlínuna 112 þar sem hægt er að koma á framfæri barnaverndartilkynningum. Einnig er hægt að senda inn tilkynningar í gegnum íbúagátt Fjarðabyggðar.