mobile navigation trigger mobile search trigger

Barnavernd

Barnaverndarnefnd Fjarðabyggðar starfar samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002. Markmið laganna er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.

Markmiðum er náð með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.

Nánari upplýsingar

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, felagsthjonusta@fjardabyggd.is
sími 470 9000. Umsjón með málaflokknum hefur félagsmálastjóri Fjarðabyggðar.

Ábendingar og kvartanir má senda forstöðumanni stjórnsýslu í síma 470 9000 fjardabyggd@fjardabyggd.is

Tilkynning til barnaverndarnefndar

Starfsmenn barnaverndar Fjarðabyggðar taka við barnaverndartilkynningum á skrifstofutíma í síma 470-9000.

Utan þess tíma er bent á Neyðarlínuna 112 þar sem hægt er að koma á framfæri barnaverndartilkynningum.