mobile navigation trigger mobile search trigger

Búsetuþjónusta fyrir fólk með fötlun

Markmið með Búsetuþjónustu fyrir fólk með fötlun er að það  lifi sem eðlilegustu lífi og geti tekið þátt í samfélaginu. Meðal þjónustuúrræða sem eru í boði er félagsleg heimaþjónusta og liðveisla. Ef þjónustuþörf einstaklings er önnur eða víðtækari en veitt er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna er stuðningsþörf metin m.t.t. sértæks húsnæðisúrræðis og/eða þjónustu á eigin heimili samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.