Skammtímavistun
Fötluð ungmenni og fullorðnir, sem búa í heimahúsum, eiga kost á dvöl í skammtímavistun. Skammtímavistun er tímabundin dvöl sem er ætlað að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra ungmenna og veita þeim tilbreytingu.
Skammtímavistun fyrir félagsþjónustusvæði Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs er staðsett í Neskaupstað.