mobile navigation trigger mobile search trigger

Upplýsingasíða Fjarðabyggðar vegna Covid-19 veirunar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar og bæjarstjóri vilja koma á framfæri kærum þökkum til starfsmanna og íbúa Fjarðabyggðar fyrir þá samstöðu sem þeir hafa sýnt við þær áskoranir sem við nú stöndum frammi fyrir meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir.

Það hefur verið afar gott að finna þá miklu samstöðu sem einkennt hefur samfélagið undanfarna daga. Framundan eru eflaust fleiri áskoranir sem koma til með að reyna á allt samfélagið. Þá er gott til þess að vita að Fjarðabyggð hefur á að skipa úrvalsfólki í öllum stofnunum og við vitum að það fólk mun leggja allt sitt af mörkum til að láta þessar breytingar ganga eins vel og mögulegt er í okkar góða samfélagi.

Þetta er verkefni sem við tökumst á við saman og munum að það vorar að nýju og þetta ástand gengur yfir!

Á þessari síðu má finna samantekt allra tilkynninga sem Fjarðabyggð sendir frá sér í  tengslum við COVID-19 veiruna.

Hér má einnig nálgast upplýsingar um Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar vegna smitsjúkdóma en viðbragðsáætlun þjónar þeim tilgangi að vera stjórnendum og forstöðumönnum sveitarfélagsins, sem og starfsmönnum, til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.

Á heimasíðu Landlæknisembættisins www.landlaeknir.is er að finna bestu og öruggstu upplýsingar um veiruna sem völ er á.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri                                  Eydís Ásbjörnsdóttir , forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar                                

Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð hefur gert viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið sem  á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum sveitarfélagsins til stuðning um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.

Viðbragðsáætlunin hefur nú verið virkjuð og hana má finna með því að smella hér