mobile navigation trigger mobile search trigger

Upplýsingasíða Fjarðabyggðar vegna Covid-19 veirunar

Á blaðamannafundi í Hörpu íþann 24. mars kynnti ríkisstjórnin nýjar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi frá og með 25. mars, og er ætlað að koma  í veg fyrir frekara smit á nýjum afbrigðum COVID – 19 sem greinst hafa hér á landi upp á síðkastið. Gert er ráð fyrir að þessar nýju aðgerðir gildi í þrjár vikur eða til 14. apríl.

Þessar aðgerðir munu óhjákvæmilega hafa áhrif á þjónustu Fjarðabyggðar og á þessari síðu er hægt að nálgast allar upplýsingar um þær breytingar, og tilkynningar til íbúa frá aðgerðarstjórn Almannavarna og Fjarðabyggð.

Ég vil hvetja fólk til að fylgjast með vefnum okkar og Facebook síðunni okkar en allar tilkynningar verða birtar þar, ef kemur til frekari skerðingar á þjónustu. Þar má einnig nálgast tilkynningar frá almannavörnum. Þá vil ég benda á upplýsingasíðu landlæknisembættisins www.covid.is en þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um stöðu mála, tilkynningar og annað efni sem nýtist okkur vel í baráttunni.

Þessar aðgerðir undirstrikar alvarleika faraldursins og hversu mikilvægt er að við tökumst á við hann öll sem heild, þrátt fyrir að aðstæður séu mismunandi milli landshluta. Við gerum þetta saman með þolgæði og samstöðu að leiðarljósi og þannig losum við okkur við þennan óvelkomna gest hér eftir sem hingað til.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.                         

Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð hefur gert viðbragðsáætlun fyrir sveitarfélagið sem  á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum sveitarfélagsins til stuðning um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.

Viðbragðsáætlunin hefur nú verið virkjuð og hana má finna með því að smella hér