mobile navigation trigger mobile search trigger
29.04.2013

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi

 

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi

Einstakt verkefni á heimsvísu

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi verður haldinn þann 7. maí næstkomandi frá kl. 13:00 - 17:00. Verkefnið er einstakt á heimsvísu og hefur verið starfrækt að frumkvæði Alcoa og Landsvirkjunar frá árinu 2004 í þeim tilgangi að fylgjast með áhrifum virkjunar og álversins á Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi.

Mikill fróðleikur er fólginn í þeim upplýsingum sem liggja nú fyrir í verkefninu en sem dæmi er búið safna ýmis konar upplýsingum um fjölda og samsetningu  íbúa Austurlands, vinnumarkaðinn, samgöngur, loftgæði, lífríki, ferðaþjónustu og fjárhag sveitarfélaga svo eitthvað sé nefnt en áhugasamir geta kynnt sér upplýsingarnar á heimasíðu verkefnisins www.sjalfbaerni.is

Austurbrú tók við hlutverki framkvæmdaaðila af Þekkingarneti Þingeyinga um sl. áramót sem þýddi að vinna við verkefnið m.a. gagnaöflun, úrvinnsla, kynning og fleira færðist til Austurbrúar. Eitt megin tilefni ársfundarins er að fara yfir þær breytingar sem hafa orðið undangengið ár á þeim vísum sem fylgst er með  og munu sérfræðingar frá Alcoa-Fjarðaáli, Landsvirkjun og Austurbrú fara yfir helstu niðurstöður mælinga 2012. Í framhaldinu fer fram hópavinna þar sem verkefnið verður rætt á breiðum grundvelli.

Ársfundurinn verður haldinn í Fróðleiksmolanum, Búðareyri 1 á Reyðarfirði. Fundurinn hefst kl 13:00 og er opinn öllum og ástæða til hvetja alla áhugasama til að mæta og fræðast um framvindu og niðurstöður. Fjölmiðlafólk er sérstaklega hvatt til að mæta enda verður fjallað um fjölmarga mælikvarða á samfélag umhverfi og efnahag  fjórðungsins.  Fundarstjóri verður Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð.

Nánari upplýsingar og dagskrá:

Á vef verkefnisins www.sjalfbaerni.is

Guðrún Á. Jónsdóttir, sími 470 3830/848 9403, netfang: gudrun@austurbru.is

Frétta og viðburðayfirlit