mobile navigation trigger mobile search trigger
20.04.2020

Auglýsing á tillögu að deiliskipulaginu Eskifjörður-Miðbær ásamt umhverfisskýrslu.

Auglýsing á tillögu að deiliskipulaginu Eskifjörður-Miðbær ásamt umhverfisskýrslu.

Skipulagssvæðið afmarkast frá sjó vestan Strandgötu 64, austan Hólsvegar, Hátúns og Helgafells, ofan byggðarinnar að Grjótá, sunnan Túngötu, vestan Útkaupstaðarbrautar og að sjó milli Strandgötu 42 og 44.

Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi lóðir og lóðarstærðir á svæðinu verði afmarkaðar ásamt ofanflóðavörnum í Lambeyrará.

Tillögurnar ásamt umhverfisskýrslu verða til sýnis á skrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði frá og með 20. apríl 2020 til  og með 1. júní 2020.

Tillögurnar eru aðgengilegar á heimsíðu Fjarðabyggðar með því að smella hér.

Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfis- og skipulagssviðs á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.

Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í síma 470-9000 eða á netfangið skipulagsfulltrui@fjardabyggd.is

Frétta og viðburðayfirlit