mobile navigation trigger mobile search trigger
15.06.2021

HAM – á Tónaflugi í Egilsbúð Neskaupstað 3. júlí 2021 - Særum sóttina burt

Klukkan 21:00

Frumrokksveit Íslands, hin goðsagnakennda HAM, rís úr dásvefni sóttarinnar þann 3. júlí á herrans árinu 2021 í Egilsbúð í Neskaupstað. Sveitin hyggst framhalda boðun ófagnaðarerindis sins og útdeila sínum djúpfögru og hughreystandi tónum og hljómum sem aldrei fyrr. Rokkhöllin Egilsbúð á Neskaupstað varð fyrir valinu sem vettvangur upprisunnar. Það mun enginn ósnortin verða sem dýft hefir sér í beljandi hreinsunarbál rokksveitarinnar geðþekku.

HAM – á Tónaflugi í Egilsbúð Neskaupstað 3. júlí 2021 - Særum sóttina burt

Frumrokksveit Íslands, hin goðsagnakennda HAM, rís úr dásvefni sóttarinnar þann 3. júlí á herrans árinu 2021. Sveitin hyggst framhalda boðun ófagnaðarerindis sins og útdeila sínum djúpfögru og hughreystandi tónum og hljómum sem aldrei fyrr. Rokkhöllin Egilsbúð á Neskaupstað varð fyrir valinu sem vettvangur upprisunnar. Það mun enginn ósnortin verða sem dýft hefir sér í beljandi hreinsunarbál rokksveitarinnar geðþekku.

Í ríflega 30 ár hefir rokksveitin HAM túlkað frumkrafta norðursins í tónlistarsköpun sinni. Sveitin hefur gefið út fjölda platna og leikið á goðsagnakenndum tónleikum um víðan heim. HAM hefur og samið tónlist fyrir kvikmyndir og myndlistasýningar, nú síðast fyrir „Chromo Sapiens“ sýningu Hrafnhildar Arnardóttur sem sló í gegn á tvíæringnum í Feneyjum 2019 sem stundum er lýst sem heimsmeistaramótinu í myndlist.

Hvergi skín stjarna HAM þó skærar en á sviði en sveitin þykir einhver albesta rokksveit norðurhvels jarðar, og þótt víðar væri leitað. Vænta má að uppsafnað rokk HAM úr egypsku myrkri sóttarinnar eigi eftir að springa eftirminnilega út í rokkhöll Austfirðinga í Egilsbúð.

Öllum unnendum góðrar tónlistar, beljandi hljómfalls og rokksvita er beinlínis nauðsyn að koma á þennan einstaka viðburð. Ekkert er hollara en að lauga sig í endurnærandi frumgargi sannleikans. Það má fullyrða að enginn fer ósnortinn frá þessum einstaka viðburði.

HAM er heiður að því að stíga á eitt helsta rokksvið landsins og spila fyrir fjöllin og fjörðinn og allt þar á milli.

Komið og kveðjið sóttina með rokktröllunum í HAM. Allir (yfir 18 aldri) velkomnir. Missið ekki af tækifæri ársins.

Tónleikarnir eru hluti af Tónaflugi í Neskaupstað sem er samstarfsverkefni SÚN, Menningarstofu Fjarðabyggðar, Beituskúrsins og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands.

Frétta og viðburðayfirlit