mobile navigation trigger mobile search trigger
05.05.2021

Starfsfólk óskast í sumarfrístund með fötluðum börnum

Um er að ræða stuðning við fötluð börn við athafnir daglegs lífs, með því markmiði að rjúfa félagslega einangrun notandans og styðja viðkomandi á sviði tómstunda- og frístundaiðkunar. Starfið er frá kl. 8-16 virka daga og byggist á útivist, hreyfingu, leikjum og fjöri. Starfsmenn verða hluti af flottu teymi sem vinnur saman að því að gera sumarfrístund að skemmtilegri og þroskandi upplifun fyrir fötluð börn í Fjarðabyggð.

Helstu verkefni:

  • Gefa börnum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt úti sem inni.
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi í sumarfrístund.
  • Hjálpa börnum í sumarfrístund við að skipuleggja og framkvæma verkefni við hæfi.
  • Aðstoða börn í kaffitímum.
  • Aðstoð og stuðningur við athafnir daglegs lífs.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks er kostur.
  • Mikilvægt er að starfsmenn skilji og tali íslensku.
  • Hreint sakavottorð.
  • Fagleg vinnubrögð.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og samviskusemi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og framúrskarandi samstarfshæfni.
  • Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
  • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.

Stuðningsaðili í sumarfrístund fatlaðra barna.pdf

Við bjóðum upp á:

  • Fullt starf og hlutastörf.
  • Möguleika á áframhaldandi hlutastarfi í haust.

Umsóknarfrestur er til 21. maí. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf, ekki síðar en um mánaðarmótin maí/júní.

Nánari upplýsingar veitir Eyrún Inga Gunnarsdóttir forstöðumaður tómstunda- og frístundamála í síma 470 9000 eða í gegnum netfangið eyrun.i.gunnarsdottir@fjardabyggd.is

Sótt er um störfin á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér

Frétta og viðburðayfirlit