mobile navigation trigger mobile search trigger
14.04.2021

Stuðvarfjörður - Örtónlistarhátíð á Stöðvarfirði

Klukkan 20:00

Laugardaginn 17. apríl verður ör- tónlistarhátíðin Stuðvarfjörður haldin í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Á hátíðinni koma fram hljómsveitirnar K.Óla&hljómsveit, Bjarni Daníel, Steinunn Sigþrúðardóttir, og hljómsveitin Blöndungur. Hátíðin hefst kl. 20:00 og miðverð er 3000 kr.

Stuðvarfjörður - Örtónlistarhátíð á Stöðvarfirði

Tónlistarfólk Post-dreifingar vakti mikla athygli þegar þau komu eins og ferskur blær inn í íslenska tónlistarsenu. Í ár eru þau k.óla, Salóme Katrín og Bjarni Daníel (v. Skoffín) öll tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Viðburður á vegum Post-dreifingar er tilnefndur sem tónlistarviðburður ársins. Því er hér mikið hæfileikafólk á ferð 

Undafarna viku hefur hluti af þessu frábæra hópi dvalið í listamannadvöl í Sköpunarmiðstöðinni og unnið að tónlistarsköpun sinni.

Dvöl sinni munu þau ljúka með ör-tónlistar-hátíð í Sköpunarmiðstöðinni og er um einstakt tækifæri að ræða til að njóta þess allra ferskasta sem íslensk tónlistarlíf hefur upp á að bjóða. Einir efnilegustu tónlistarmenn Stöðvarfjarðar, þeir Jónatan Emil og Þórir munu einnig stíga á stokk með glænýtt efni undir nafninu Blöndungur.

Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Menningarstofu Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöð Austurlands. Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkir verkefnið.

Við minnum fólk á grímuskyldu og þær reglur sem eru gildi vegna covid19 - frekari upplýsingar er að finna hér https://bit.ly/2AUdvha.

Frétta og viðburðayfirlit