mobile navigation trigger mobile search trigger
11.06.2021

Sumaropnun í bókasöfnum Fjarðabyggðar

Bókasöfn í Fjarðabyggð verða með sérstaka sumaropnun í sumar.  Opnunartími verður sem hér segir:

Bókasafnið í Breiðdal

Opið á fimmtudögum frá kl. 14:00 til 18:00, frá og með 03. júní til og með 26. ágúst.

Bókasafnið á Stöðvarfirði

Opið á þriðjudaga frá kl. 14:00 til 18:00, frá 11. júní til 30. júlí.

Bókasafnið á Fáskrúðsfirði

Opið á mánudögum frá kl. 14:00 til 18:00, frá 08. júní til 10. ágúst.

Bókasafnið á Reyðarfirði

Opið á fimmtudögum frá kl. 14:00 til 18:00, frá og með  24. júní til og með 05. ágúst.

Bókasafnið á Eskifirði

Opið á miðvikudögum frá kl. 14:00 til 18:00, þann 14. júlí til og 28. júlí.

Bókasafnið í Neskaupstað

Opið á mánudögum frá kl. 14:00 til 18:00, frá og með 14. júní til og með 19. júlí.

Eftir auglýsta sumaropnun verða söfnin opin með hefðbundnum hætti.

Gestir safnanna eru beðnir um að virða þær reglur sem settar hafa verið varðandi samkomubannið og að þeir fylgi fyrirmælum.

  • Allir skulu spritta sig við komu á safnið.
  • Allir virði eins metra regluna.
  • Gestir takmarki snertingar á bókum og innastokksmunum.

Minnum á facebook síðu bókasafnanna, þar sem ýmsan fróðleik er að finna.

Ef breytingar verða á fyrirkomulaginu verður það auglýst á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Þökkum tillitssemina.

Safnastofnun Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit