mobile navigation trigger mobile search trigger
11.05.2020

Sumarstörf við leikskólanna í Fjarðabyggð

Leikskólarnir í Fjarðabyggð auglýsa eftir einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á að vinna fjölbreytt og skemmtileg störf með börnum á leikskólaaldri. Við leitum eftir skapandi og áhugasömu fólki með margvíslega menntun, reynslu og þekkingu sem hefur áhuga á að vinna með ungum börnum. Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi þar sem enginn dagur er eins, en á hverjum degi getum við sameinast um að gera heiminn betri fyrir ung börn.

Leikskólarnir eru Eyrarvellir í Neskaupstað, Dalborg á Eskifirði, Lyngholt á Reyðarfirði, Kæribær á Fáskrúðsfirði og leikskóladeildir Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Umsækjendur geta sótt um hjá hverjum og einum skóla eða óskað eftir að vera í fleiri en einum skóla þar sem hver skóli lokar í sumar í 4 vikur.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði og skapandi hugsun
  • Hæfni og áhugi á að vinna í hóp
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Ábyrgð og stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta

Starfslýsing sumarstarfsmaður leikskóla.pdf

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar gefa skólastjórnendur hvers skóla: 

Halla Höskuldsdóttir, Eyrarvöllum, halla@skolar.fjardabyggd.is 

Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Dalborg, thordismb@skolar.fjardabyggd.is 

Lísa Lotta Björnsdóttir, Lyngholti, lisalotta@skolar.fjardabyggd.is 

Ásta Eggertsdóttir, Kærabæ, astae@skolar.fjardabyggd.is 

Jónas Eggert Ólafsson, BS skóla, jonas@skolar.fjardabyggd.is

Sótt er um störfin á ráðningavef Fjarðabyggðar á hlekkjunum hér að neðan:

Leikskólinn Eyrarvelli í Neskaupstað

Leikskólinn Dalborg á Eskifirði

Leikskólinn Lyngholt á Reyðarfirði

Leikskólinn Kæribær á Fáskrúðsfirði

Leikskólinn á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík

Ráðið er í stöðurnar frá 1. júní 2020. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 25. maí

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Frétta og viðburðayfirlit