mobile navigation trigger mobile search trigger
30.11.2020

Umsjónakennari við Eskifjarðarskóla

Umsjónakennari við Eskifjarðarskóla

Laus er til umsóknar staða umsjónakennara í 1.bekk Eskifjarðarskóla frá 4.janúar 2021 til loka skólaárs með möguleika á áframhaldandi starfi. Óskað er eftir að ráða fjölhæfan, sveigjanlegan, hlýjan og skapandi kennara með mikla hæfni í samskiptum við börn.  

Í Eskifjarðarskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Gildi skólans eru áræði, færni, virðing og þekking. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræðinni Uppeldi til ábyrgðar.

 Helstu verkefni:

  • Annast almenna umsjónarkennslu
  • Stuðla að velferð og framförum nemenda í góðu samstarfi við foreldra/forráðamenn og stoðþjónustu innan skólans sem utan.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
  • Reynsla af starfi með fjölbreyttum nemendahópi.
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Áhugi á að ná fram því besta úr hverjum nemanda.
  • Færni í samvinnu og teymisvinnu.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf við skólann. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og KÍ. Ferilskrá og umsókn í formi greinargerðar skal senda með umsókninni. Upplýsingar um skólann er að finna á heimsíðu hans www.grunnesk.is

Starfslýsing umsjónarkennara.pdf

Nánari upplýsingar veita Ásta Stefanía Svavarsdótti, skólastjóri í síma 476-1355 og/eða 863-5681 eða á netfanginu astasv@skolar.fjardabyggd.is eða Sigrún Traustadóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 476-1355 eða á netfangið sigrun@skolar.fjardabyggd.is

Frétta og viðburðayfirlit