mobile navigation trigger mobile search trigger
12.09.2014

Viðmiðunarmörk SO2 loftmengunar

Ekki eru ein viðmiðunarmörk varðandi SO2 loftmengun, heldur nokkur mismunandi.

Áhrif loftmengunar á heilsu fólks er háð tveimur þáttum sem verða ekki aðskildir. Það eru annars vegar styrkur mengunar og hins vegar það tímabil sem mengunin stendur yfir. Margfeldi þessara tveggja þátta er kallað útsetning (e. exposure).

Mengunartoppur sem hefur mjög háan styrk en stendur stutt yfir getur með þessu móti haft óveruleg áhrif á heilsu fólks en að toppur sem hefur mun lægri styrk en varir lengi hafi meiri áhrif á heilsu.

Þetta endurspeglast í hinum mismunandi mörkum. Þannig eru mengunarmörk SO2 fyrir klukkutímann 350 μg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra) og fyrir sólarhringinn 125 μg/m3.

Heilsuverndarmörk eru miðuð við alla hópa sem viðkvæmir eru fyrir mengun, þar með talið börn og því eru þau strangari en vinnuverndarmörk sem aðeins eru miðuð við vinnandi fólk og aðeins í 8 tíma á dag hluta vikunnar.

Mæligildi laugardagsins 6. september á Reyðarfirði í samanburði við viðmiðunarmörk:

Sólarhringsmeðaltal var 152μg/m3. 
Heilsuverndarmörk fyrir sólarhring eru 125μg/m3. 
Leyfilegt er að fara yfir þau mörk þrisvar á ári.

Hæsta klukkutímameðaltal var 580 μg/m3
Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350μg/m3.
L
eyfilegt er að fara 24 sinnum yfir þau á ári.

Hæsta 10 mínútna meðaltal á Reyðarfirði mældist 659μg/m3. 
E
ngin mörk eru um 10 mín. meðaltal.

Vinnuverndarmörk fyrir 8 tíma vinnudag eru 1300 μg/m3.

Hámarksgildi fyrir hverjar 15 mínútur er 2600μg/m3.

Vinna er ekki heimil ef gildi fer yfir 2600μg/m3.

Há klukkutímagildi í menguðum iðnaðarborgum geta hlaupið á þúsundum μg/m3. 

 

Tilkynningu Umhverifsstofnunar og Sóttvarnarlæknis 7. september 2014)

Viðbrögð gosmengunar PDF

Tilkynning Embættis landlæknis vegna SO2 á Austurlandi

 

Frétta og viðburðayfirlit