Félagsmiðstöðvarnar
- Norðfjörður/Neskaupstaður: Atóm (Egilsbúð)
- Eskifjörður: Knellan (Valhöll)
- Reyðarfjörður: Zveskjan (Félagslundur)
- Fáskrúðsfjörður: Hellirinn (Skrúður, neðri hæð)
- Stöðvafjörður: Stöðin (Félagsheimilið)
- Breiðdalsvík: PríZund (Grunnskólinn á Breiðdal, kjallari)
Aðgangur og gjöld
- Það kostar ekkert að koma í félagsmiðstöð á opnunartíma.
- Kostnaður við dansleiki, tónleika og aðra viðburði er haldinn í lágmarki.
Opnunartímar
- Félagsmiðstöðvarnar eru að jafnaði opnar tvisvar í viku fyrir nemendur í 8. – 10. bekk á starfstíma skólanna (ágúst til maí).
- Auk þess er sameiginleg opnun í hverjum mánuði.
- Fyrir nemendur í 5. – 7. bekk er opið einu sinni í viku. Tímasetningin er misjöfn milli stöðva.
Leiga á húsnæði
Hægt er að leigja húsnæði félagsmiðstöðvanna fyrir einkasamkvæmi í gegnum íbúagátt.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is