Fara í efni

Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar eru sex talsins og þjóna börnum og ungmennum á aldrinum 10 til 16 ára. Markmiðið er að ná til sem flestra ungmenna og bjóða upp á lausnir fyrir þau börn sem þurfa á félagslegum stuðningi að halda.

Félagsmiðstöðvarnar

  • Norðfjörður/Neskaupstaður: Atóm (Egilsbúð)
  • Eskifjörður: Knellan (Valhöll)
  • Reyðarfjörður: Zveskjan (Félagslundur)
  • Fáskrúðsfjörður: Hellirinn (Skrúður, neðri hæð)
  • Stöðvafjörður: Stöðin (Félagsheimilið)
  • Breiðdalsvík: PríZund (Grunnskólinn á Breiðdal, kjallari)

Aðgangur og gjöld

  • Það kostar ekkert að koma í félagsmiðstöð á opnunartíma.
  • Kostnaður við dansleiki, tónleika og aðra viðburði er haldinn í lágmarki.

Opnunartímar

  • Félagsmiðstöðvarnar eru að jafnaði opnar tvisvar í viku fyrir nemendur í 8. – 10. bekk á starfstíma skólanna (ágúst til maí).
  • Auk þess er sameiginleg opnun í hverjum mánuði.
  • Fyrir nemendur í 5. – 7. bekk er opið einu sinni í viku. Tímasetningin er misjöfn milli stöðva.

Leiga á húsnæði

Hægt er að leigja húsnæði félagsmiðstöðvanna fyrir einkasamkvæmi í gegnum íbúagátt

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is

Gjaldskrá

Útleiga á félagsmiðstöðvum Verð
1-4 tímar 17.740 kr.
4-8 tímar 35.376 kr.
8-12 tímar 47.200 kr.
24 tímar 59.030 kr.

Leigutaka ber að ganga snyrtilega um allt húsnæði og taka með sér allt rusl og aðra muni. 

Leigusali áskilur sér þann rétt að rukka aukalega fyrir öll aukaþrif

Síðast uppfært: 12.08.2025