mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjarðabyggð og Píeta samtökin undirbúa samstarfssamning

06.02.2025 Fjarðabyggð og Píeta samtökin undirbúa samstarfssamning

Fjarðabyggð og Píeta samtökin undirbúa nú samstarfssamning sem tryggir fasta viðveru og reglubundna þjónustu samtakanna í sveitarfélaginu. Af því tilefni kom Ellen Calmon, framkvæmdastýra Píeta samtakanna, til Fjarðabyggðar og kynnti starfsemi samtakanna.

Píeta samtökin veita sérhæfða aðstoð fyrir einstaklinga í sjálfvígsvanda með sjálfsskaða og aðstandendur þeirra. Með samningnum verður þjónustan aðgengileg íbúum Fjarðabyggðar á stöðugum grundvelli.

Lesa meira

Rauð viðvörun vegna veðurs og hættustigi Almannavarna lýst yfir

05.02.2025 Rauð viðvörun vegna veðurs og hættustigi Almannavarna lýst yfir

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn. Hættustig Almannavarna gildir frá og með 15:00 í dag á landinu öllu en rauð viðvörun tekur gildi kl. 18 á Austurlandi og gildir til kl. 4 í nótt. Síðan verður aftur rauð viðvörun frá kl. 8 til kl.18 á morgun fimmtudaginn 6. febrúar.

Lesa meira

Ótímabundið verkfall í leikskólanum Lyngholt

02.02.2025 Ótímabundið verkfall í leikskólanum Lyngholt

Fundi samninganefndar sveitarfélaga og KÍ lauk nú um klukkan 22:00 í kvöld, án þess að samningar næðust. Því er ljóst að ótímabundið verkfall mun hefjast á morgun í leikskólanum Lyngholt, sem mun hafa áhrif á starfsemi þess. Foreldrar barna fengu upplýsingar í tölvupósti sl. föstudag með nánari upplýsingum um áhrif verkfallsins á starfsemi leikskólans.

Lesa meira

Fjöldi blóta í Fjarðabyggð

30.01.2025 Fjöldi blóta í Fjarðabyggð

Þá er þorrinn genginn í garð og með honum fylgja hin árlegu þorrablót. En fjöldi slíkra blóta eru í Fjarðabyggð. Um síðustu helgi voru haldin þrjú blót, þorrablót Reyðfirðinga var haldið á föstudeginum í íþróttahúsi Reyðfirðinga, þorrablót Eskfirðinga og sveitablót Norðfirðinga var svo haldið á laugardeginum í Valhöll, Eskifirði og í Egilsbúð, Neskaupstað. 

Lesa meira

Rafmagnbilun sunnanverðum Reyðarfirði

06.02.2025 Rafmagnbilun sunnanverðum Reyðarfirði

Rafmagnsbilun er í gangi í sunnanverðum Reyðarfirði og frá Fáskrúðsfirði að Kolfreyjustað, verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof

Lesa meira

Áhrif rauðrar viðvörunnar á samfélagið

06.02.2025 Áhrif rauðrar viðvörunnar á samfélagið

Víða um land er rauð viðvörun vegna veðurs og á það við í Fjarðabyggð.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands þýðir rauð viðvörun að ,,Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist.“

Hægt er að lesa enn frekar um viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands á vefsíðu stofunnar.

Lesa meira