Fjarðabyggð gerir rekstrar og uppbyggingarsamning við golfklúbba í Fjarðabyggð
12.09.2024Í sumar skrifaði Jóna Árný Þórðardóttir undir rekstrar- og uppbyggingarsamning ásamt forsvarsmönnum golfklúbbanna í Fjarðabyggð. Í Fjarðabyggð eru þrír golfklúbbar, það er Golfklúbbur Fjarðabyggðar á Reyðarfirði, Golfklúbbur Byggðarholt á Eskifirði og Golfklúbbur Norðfjarðar.