Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum - Ekki talin vera snjóflóðahætta í byggð
25.01.2021
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum. Nokkur flóð hafa fallið utan byggðar sl. sólarhring á Eskfirði og í Reyðarfirði eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Oddsskarðsvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Rétt er að árétta að ekki er talin vera snjóflóðahætta í byggð, en vel er fylgst með aðstæðum. Sjá tilkynningu á vef Veðurstofunnar.