mobile navigation trigger mobile search trigger

Framtíðin er ljós - Fjarðabyggð undirritar samning um ljósleiðaravæðingu

20.09.2024 Framtíðin er ljós - Fjarðabyggð undirritar samning um ljósleiðaravæðingu

Fjarðabyggð undirritaði samning við Fjarskiptasjóð ásamt 25 öðrum sveitarfélögum um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Lengi hefur ríkt óvissa um hvort og hvenær, þúsundir heimila í landinu muni eiga kost á háhraðanetsambandi, sem er mikilvægt öryggismál og undirstaða nútíma búsetugæða. Með þessum samningum er sú óvissa ekki lengur fyrir hendi.

Lesa meira

Íbúum stendur til boða að sækja sér tré

19.09.2024 Íbúum stendur til boða að sækja sér tré

Íbúum stendur til að boða að sækja sér tré á framkvæmdarsvæði snjóflóðavarnagarðanna í Neskaupstað, föstudaginn 20. september til og með sunnudeginum 22. september. Þar sem framkvæmdir standa yfir eru íbúar beðnir um að sýna aðgát og fylgja leiðbeiningum starfsmanna. 

Lesa meira

Vegna tafa á sorphirðu

18.09.2024 Vegna tafa á sorphirðu

Talsverðar tafir hafa verið á hirðingu undanfarnar vikur. Í þessari viku er stefnt að því að ljúka hirðingu úr gráu tunnunni á öllu svæðinu. Nýlega er búið að hirða úr grænu tunnunni á stórum hluta Reyðarfjarðar og byggðina þar norðan við. Á föstudag og um helgina verður hirt úr grænu tunnuni hjá þeim sem ekki fengu hirðingu í síðustu viku (aðallega póstnúmer 750, 755 og 760).

Lesa meira

Bókun bæjarráðs vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu

18.09.2024 Bókun bæjarráðs vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu af hálfu verktaka. Þessar truflanir hafa valdið óþægindum fyrir íbúa og skapað óásættanlegt ástand varðandi sorphirðu í sveitarfélaginu. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að sorphirða gangi snurðulaust fyrir sig og að verktaki uppfylli þær skyldur sem samningur kveður á um.

Lesa meira

Dagskrá íþróttaviku Evrópu 23. - 30. september

18.09.2024 Dagskrá íþróttaviku Evrópu 23. - 30. september

Íþróttavika Evrópu 202 er að hefjast – vertu með! Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september 2024 í yfir 30 Evrópulöndum með það að markmiði að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings

Lesa meira

Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

29.08.2024 Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

Haustdagskrá Tónlistarmiðstöðvarinnar hefst með glæsibrag fimmtudaginn 5. september kl. 20:00 þegar Sunna Gunnlaugs píanisti og Marína Ósk Þórólfsdóttir söngkona koma þar fram og leika nýleg lög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör en einnig verða leikin þekkt lög úr jazzbiblíunni sem og verk eftir Marínu. Tónlistinni er best lýst sem hugljúfum ballöðum og grípandi latínsmellum og sveiflu.

Lesa meira

Íbúafundur vegna framkvæmda á snjóflóðavarnargörðum í Neskaupstað

04.09.2024 Íbúafundur vegna framkvæmda á snjóflóðavarnargörðum í Neskaupstað 04.09.2024

Íbúafundur verður haldinn í sal Nesskóla, miðvikudaginn 4. september, frá klukkan 17:00 – 18:30.

Á fundinum verður farið yfir þær framkvæmdir sem hafnar eru á snjóflóðavörnum undir Nes- og Bakkagiljum í Neskaupstað.

Á fundinum verða fulltrúar frá Ofanflóðasjóði, framkvæmdasýslunni Ríkiseignum, Héraðsverki og Fjarðabyggð.

Lesa meira