Framtíðin er ljós - Fjarðabyggð undirritar samning um ljósleiðaravæðingu
20.09.2024Fjarðabyggð undirritaði samning við Fjarskiptasjóð ásamt 25 öðrum sveitarfélögum um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Lengi hefur ríkt óvissa um hvort og hvenær, þúsundir heimila í landinu muni eiga kost á háhraðanetsambandi, sem er mikilvægt öryggismál og undirstaða nútíma búsetugæða. Með þessum samningum er sú óvissa ekki lengur fyrir hendi.