mobile navigation trigger mobile search trigger

Skotgengur að ljósleiðaravæða í Fjarðabyggð

27.06.2025 Skotgengur að ljósleiðaravæða í Fjarðabyggð

Míla, í samstarfi við Fjarðabyggð, hefur á síðustu mánuðum unnið að lagningu ljósleiðara í Fjarðabyggð. Fyrsti áfangi er unninn á þessu ári og miðar að því að tengja öll fyrirtæki og heimili á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað við ljósleiðarakerfi Mílu. Verkið hefur unnist hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur samvinna við íbúa verið til fyrirmyndar. Verktakar Mílu, VVverk og Rafey, hafa staðið sig með prýði.

Lesa meira

Fyrsta rannsóknasetur HÍ á sviði menntavísinda opnað á Eskifirði

26.06.2025 Fyrsta rannsóknasetur HÍ á sviði menntavísinda opnað á Eskifirði

Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hafa undirritað viljayfirlýsingu vegna nýs rannsóknaseturs Háskóla Íslands sem staðsett verður á Eskifirði. Um er að ræða fyrsta rannsóknarsetur Háskóla Íslands á sviði menntavísinda.    

Lesa meira

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

26.05.2025 Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Sjómannadagurinn er sunnudaginn 1. júní og honum verður fagnað með fjölbreyttum hætti í Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði um helgina. Dagskráin hefst í Neskaupstað á miðvikudaginn og fimmtudaginn á Eskifirði. Boðið verður upp á siglingar, skemmtidagskrár, dorgveiðikeppni og margt fleira.

Lesa meira

Rafmagnsleysi á Stöðvarfirði

02.07.2025 Rafmagnsleysi á Stöðvarfirði

Rafmagnslaust verður í hluta Stöðvarfjarðar þann 3.7.2025 frá kl 23:59 til kl 6:00 4.7.2025 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar.

Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof 

Lesa meira

Aðalskipulagsbreyting á Reyðarfirði

27.06.2025 Aðalskipulagsbreyting á Reyðarfirði

Fjarðabyggð kynnir lýsingu og tillögu á vinnslustigi vegna breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040. Um er að ræða breytt skipulagsákvæði á reit AT-301 vestan miðbæjar á Reyðarfirði. Með breytingunni er veitt takmörkuð heimild fyrir íbúðir og þjónustu á þeim hluta reitsins sem er austan Leiruvogs og norðan Nesbrautar. 

Lesa meira