mobile navigation trigger mobile search trigger

STREAM verkefni á unglingastigi

13.02.2025 STREAM verkefni á unglingastigi

Haustið 2024 fengu nemendur á unglingastigi Nesskóla að spreyta sig á STREAM verkefnum í ensku. STREAM stendur fyrir Science, Technology, Reading and Writing, Engineering, Art og Math. Verkefni af þessu tagi ýta meðal annars undir sköpunarkraft og samvinnu. Sigrún Júlía enskukennari fór til Frakklands á námskeið í STREAM á vegum Erasmus+ og má segja að það sé kveikjan að þessari vinnu. Verkefnalýsingar vann hún svo með aðstoð ChatGPT.

Lesa meira

Fundur með rektor Háskólans á Akureyri og sveitarstjóra Múlaþings

12.02.2025 Fundur með rektor Háskólans á Akureyri og sveitarstjóra Múlaþings

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, heimsótti nýlega Austurland og átti fund með Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra Fjarðabyggðar og Dagmari Ýr Stefánsdóttur, sveitastjóra Múlaþings. Á fundinum var umræða um aðgengi að háskólanámi á Austurlandi, samstarf stofnanna og þjónustu við háskólanema á svæðinu. 

Lesa meira

Haldið uppá dag leikskólans í Fjarðabyggð

10.02.2025 Haldið uppá dag  leikskólans í Fjarðabyggð

Sjötti febrúar er merkisdagur í sögu leikskólans en á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök. Af því tilefni er dagurinn haldinn hátíðlegur og hefur svo verið gert um langt árabil. 

Lesa meira

Fjöldi blóta í Fjarðabyggð

30.01.2025 Fjöldi blóta í Fjarðabyggð

Þá er þorrinn genginn í garð og með honum fylgja hin árlegu þorrablót. En fjöldi slíkra blóta eru í Fjarðabyggð. Um síðustu helgi voru haldin þrjú blót, þorrablót Reyðfirðinga var haldið á föstudeginum í íþróttahúsi Reyðfirðinga, þorrablót Eskfirðinga og sveitablót Norðfirðinga var svo haldið á laugardeginum í Valhöll, Eskifirði og í Egilsbúð, Neskaupstað. 

Lesa meira

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldur.

13.02.2025 Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldur.

Óskað er eftir að ráða aðila til að sinna þjónustu stuðningsfjölskyldu við börn í Fjarðabyggð. Um er að ræða eina helgi í mánuði þar sem börnin dvelja á heimilum stuðningsfjölskyldna sinna.  Starf stuðningsfjölskyldna er fjölbreytt og felst m.a. í því að bjóða barni/börnum að taka þátt í daglegu lífi fjölskyldunnar og tómstundum. Fyrir barnið/börnin er stuðningsfjölskylda hugsuð sem skemmtileg upplifun og tilbreyting og um leið stuðningur við foreldra og/eða forráðamenn barnanna.

Lesa meira