mobile navigation trigger mobile search trigger

Enn gerum við gagn - Áheitaganga Jaspis félags eldriborgara á Stöðvarfirði.

23.04.2019 Enn gerum við gagn - Áheitaganga Jaspis félags eldriborgara á Stöðvarfirði.

Jaspis - félag eldri borgara á Stöðvarfirði - beitir sér fyrir áheitagöngu til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða. Náðst hefur samstaða um verkefnið meðal annarra félaga eldri borgara í Fjarðabyggð. Hið sama gildir um Djúpavogshrepp. Endanlegar gönguleiðir hafa verið ákveðnar í samráði við forsvarsmenn félaganna á svæðunum. Ef vel tekst til verða gengnir ríflega 350 km. Verkefnið er nefnt  „Enn gerum við gagn“.

Lesa meira

Austfirskir tónsmiðir í Hörpu

15.04.2019 Austfirskir tónsmiðir í Hörpu

Tveir ungir austfirskir tónsmiðir komust inn í Upptaktinn 2019, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna. Það voru þeir Patryk Edel, 15 ára frá Reyðarfirði og Róbert Nökkvi, 12 ára frá Vopnafirði. Þriðjudaginn 9. apríl voru tónverk þeirra flutt af atvinnutónlistarfólki í Silfurbergi í Hörpu á hátíðlegum tónleikum.

Lesa meira