mobile navigation trigger mobile search trigger

Breytingar á stuðningsþjónustu Fjarðabyggðar frá og með áramótum.

19.10.2024 Breytingar á stuðningsþjónustu Fjarðabyggðar frá og með áramótum.

Árið 2023 var sveitarfélagið Fjarðabyggð valið til þátttöku í þróunarverkefninu Gott að eldast sem felst í samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Liður í því verkefni er að fara yfir þjónustu við eldra fólk og hvernig henni verði best hagað til framtíðar í takt við hækkandi lífaldur fólks.

Lesa meira

Nemendur grunnskólans á Fáskrúðsfirði heimsækja Loðnuvinnsluna

18.10.2024 Nemendur grunnskólans á Fáskrúðsfirði heimsækja Loðnuvinnsluna

Í gær fóru nemendur unglingastigs grunnskólans á Fáskrúðsfirði í heimsókn í Loðnuvinnsluna þar sem þau fengu kynningu á starfsemi fyrirtækisins. Nemendum var skipt upp í hópa og fengu þau bæði kynningu og að prófa mismunandi störf í deildum fyrirtækisins. Deildirnar sem tóku á móti þeim voru rafdeild, frystihús, vélaverkstæði, bræðslan, skrifstofan og Hoffellið. Um borð í Hoffellinu fengu þau kynning á þeim fjölbreyttu störfum sem þar eru unnin.

Lesa meira

Öruggara Austurland

17.10.2024 Öruggara Austurland

Mánudaginn 14. október fór fram samráðsfundur vegna verkefnisins ,,Öruggara Ausutrland" á Reyðarfirði. Verkefnið hefur þa markmið að vinna sameiginlega gegn ofbeldi og öðrum afbrotum með markmiðum og aðgerðum sem byggðar eru á svæðisbundnum aðstæðum á Austurlandi. 

Lesa meira

Hring­vegur um Fagra­dal – SMS-þjón­usta Vega­gerðar­innar

16.10.2024 Hring­vegur um Fagra­dal – SMS-þjón­usta Vega­gerðar­innar

Vegagerðin mun í haust hefja sendingar á SMS-boðum um snjóflóðahættu til vegfarenda á Hringvegi (1) um Fagradal. Vegfarendur sem þess óska geta gerst áskrifendur að þessum viðvörunum. Sérstaklega er því beint til þeirra sem fara oft um veginn, vegna atvinnu sinnar, skólasóknar eða af öðrum ástæðum, að nýta sér þessar viðvaranir.

Lesa meira

Íbúafundur vegna ofanflóðahættu í Neskaupstað - Rýming og verklag

18.10.2024 Íbúafundur vegna ofanflóðahættu í Neskaupstað - Rýming og verklag

Íbúafundur verður haldinn í Nesskóla, Neskaupstað þriðjudaginn 22. október klukkan 20:00. Kynnt verður vinna verkefna frá síðasta íbúafundi og vinnustofum, ásamt endurskoðun rýmingarkorta, snjóflóðaeftirlits og verklags á rýmingu á Norðfirði.

Erindi verða frá Fjarðabyggð, lögreglunni á Austurlandi, Veðurstofu Íslands, Vegargerðinni og fleiri aðilum. 

Lesa meira

Dagskrá íþróttaviku Evrópu 23. - 30. september

18.09.2024 Dagskrá íþróttaviku Evrópu 23. - 30. september

Íþróttavika Evrópu 202 er að hefjast – vertu með! Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september 2024 í yfir 30 Evrópulöndum með það að markmiði að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings

Lesa meira

Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

29.08.2024 Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

Haustdagskrá Tónlistarmiðstöðvarinnar hefst með glæsibrag fimmtudaginn 5. september kl. 20:00 þegar Sunna Gunnlaugs píanisti og Marína Ósk Þórólfsdóttir söngkona koma þar fram og leika nýleg lög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör en einnig verða leikin þekkt lög úr jazzbiblíunni sem og verk eftir Marínu. Tónlistinni er best lýst sem hugljúfum ballöðum og grípandi latínsmellum og sveiflu.

Lesa meira