Stóra upplestrakeppnin - Lokahátíð
27.03.2025
Eftir rúmlega fjögurra mánaða undirbúning í öllum 7. bekkjum grunnskóla Fjarðabyggðar fór úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram með glæsibrag í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði í gær. Keppnin, sem er árlegur viðburður og haldin víða um landið, vakti mikla athygli og var fjöldi fólks saman kominn til að fylgjast með frammistöðu nemenda.