mobile navigation trigger mobile search trigger

Nýbakaðir foreldrar í Fjarðabyggð fá gjafir

08.10.2024 Nýbakaðir foreldrar í Fjarðabyggð fá gjafir

Nýbakaðir for­eldr­ar í Fjarðarbyggð þurfa ekki að ótt­ast bleyju­skort og fleira því nú hef­ur Kjör­búðin sem er í eigu Sam­kaupa í sam­starfi við sveita­fé­lagið Fjarðarbyggð tekið hönd­um sam­an.

Lesa meira

Sendiherra Bandaríkjanna sækir Fjarðabyggð heim

07.10.2024 Sendiherra Bandaríkjanna sækir Fjarðabyggð heim

Carrin F. Patman sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi átti fund á dögunum með Jónu Árný Þórðardóttur, bæjarstjóra, Jóni Birni Hákonarsyni forseta bæjarstjórnar og Stefáni Þór Eysteinssyni, bæjarfulltrúa. Með í för var Joshua Bull og Arnar B. Sigurðsson starfsmenn sendiráðsins.

Lesa meira

Kjördæmadagar Alþingis

02.10.2024 Kjördæmadagar Alþingis

Kjördæmadagar eru nú í gangi en þeir hófust 30. september og standa til 4. október. Þá nýta þingmenn dagana til að fara út í kjördæmin og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.

Lesa meira

Samstarfsamningur milli Fjarðabyggðar og Krabbameinsfélags Austfjarða

01.10.2024 Samstarfsamningur milli Fjarðabyggðar og Krabbameinsfélags Austfjarða

Í tilefni af bleikum október var við hæfi að hefja hann með því að Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri og Hrefna Eyþórsdóttir formaður Krabbameinsfélags Austfjarða undirrituðu nýjan samstarfssaming. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér samstarf og vinnu við lífsstílstengdar forvarnir og fræðslu í Fjarðabyggð.

Lesa meira

Dagskrá íþróttaviku Evrópu 23. - 30. september

18.09.2024 Dagskrá íþróttaviku Evrópu 23. - 30. september

Íþróttavika Evrópu 202 er að hefjast – vertu með! Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september 2024 í yfir 30 Evrópulöndum með það að markmiði að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings

Lesa meira

Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

29.08.2024 Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

Haustdagskrá Tónlistarmiðstöðvarinnar hefst með glæsibrag fimmtudaginn 5. september kl. 20:00 þegar Sunna Gunnlaugs píanisti og Marína Ósk Þórólfsdóttir söngkona koma þar fram og leika nýleg lög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör en einnig verða leikin þekkt lög úr jazzbiblíunni sem og verk eftir Marínu. Tónlistinni er best lýst sem hugljúfum ballöðum og grípandi latínsmellum og sveiflu.

Lesa meira

Íbúafundur vegna framkvæmda á snjóflóðavarnargörðum í Neskaupstað

04.09.2024 Íbúafundur vegna framkvæmda á snjóflóðavarnargörðum í Neskaupstað 04.09.2024

Íbúafundur verður haldinn í sal Nesskóla, miðvikudaginn 4. september, frá klukkan 17:00 – 18:30.

Á fundinum verður farið yfir þær framkvæmdir sem hafnar eru á snjóflóðavörnum undir Nes- og Bakkagiljum í Neskaupstað.

Á fundinum verða fulltrúar frá Ofanflóðasjóði, framkvæmdasýslunni Ríkiseignum, Héraðsverki og Fjarðabyggð.

Lesa meira

Götulýsing í Fjarðabyggð

08.10.2024 Götulýsing í Fjarðabyggð

Að venju hefur ábendingum sem varða götulýsingu í Fjarðabyggð fjölgað að undanförnu í takt við það að dagana er tekið að stytta. Upp á síðkastið hefur verið unnið að lagfæringum á kerfinu og einnig er verið að skipta um þær perur sem vantar.

Lesa meira