mobile navigation trigger mobile search trigger

Könnun um BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi árið 2024

03.12.2024 Könnun um BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi árið 2024
Haustið 2024 var helgað, BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi.

Að þessu sinni bar hátíðin nafnið Uppspretta.  Einkunnarorð hátíðarinnar voru sem fyrr: Þora! Vera! Gera! Fjölbreytt dagskrá var um allan fjórðunginn og þátttaka í menningarmiðstöðvum, sveitarfélögum og skólum góð.  Sérstök áhersla var á að bjóða austfirsku listafólki að taka þátt í BRASinu.

Lesa meira

Ný rýmingarkort kynnt í Fjarðabyggð

02.12.2024 Ný rýmingarkort kynnt í Fjarðabyggð

Undanfarið ár hafa sérfræðingar Veðurstofu Íslands unnið með Almannavarnarnefnd Austurlands að því að uppfæra rýmingarkort vegna ofanflóðahættu fyrir þéttbýlin í Fjarðabyggð og Múlaþing. Um er að ræða rýmingarkort fyrir Neskaupstað, Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og Seyðisfjörð sem tóku gildi í síðustu viku.

Lesa meira

Gott að eldast

29.11.2024 Gott að eldast

Þann 13. nóvember var haldinn opinn kynningafundur í Fjarðabyggð til að upplýsa um stöðu og hugmyndafræði verkefnisins Gott að Eldast. Gott að eldast er yfirskrift yfir heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk og er samstarfsverkefni Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Heilbrigðisráðuneytisins.

Lesa meira

Jólatónleikar kórs Fjarðabyggðar ásamt Guðrún Árný og barnakór Fjarðabyggðar

04.12.2024 Jólatónleikar kórs Fjarðabyggðar ásamt Guðrún Árný og barnakór Fjarðabyggðar

Kór Fjarðabyggðar heldur glæsilega tónleika laugardaginn 7. desember með stjórnanda sínum Kaido Tani, Guðrúnu Árnýju ásamt strengjasveit og Barnakór Fjarðabyggðar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Tilvalið að njóta ljúfra tóna við upphaf aðventu og komast í jólaskapið. Tvennir tónleikar verða haldnir - kl 17 og kl 20 - miðasala hér: https://tix.is/.../jolatonleikar-kors-fjardabyggdar-asamt...

Viðburðinn má finn hér

Lesa meira

5 mín í jól með Valdimar Guðmyndssyni, LÓN og RAKEL

02.12.2024 5 mín í jól með Valdimar Guðmyndssyni, LÓN og RAKEL

Fimm mínútur í jól eru hátíðartónleikar Menningarstofu Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2024.

Valdimar Guðmundsson með hljómsveitinni sinni LÓN ásamt upprennandi söngkonunni RAKEL munu syngja hugljúf jólalög.

14. desember 20:30 í Tónlistarmiðstöð Austurlands.

Miðabókanir á mido.is.

Lesa meira

Minningarstund í Norðfjarðarkirkju í tilefni að 50 ár eru liðin frá snjóflóðunum í Neskaupstað 1974.

02.12.2024 Minningarstund í Norðfjarðarkirkju í tilefni að 50 ár eru liðin frá snjóflóðunum í Neskaupstað 1974.

Föstudaginn 20. desember næstkomandi klukkan 17:00 verður haldin minningarstund í Norðfjarðarkirkju í tilefni af því að 50 ár er frá því að snjóflóðin féllu í Neskaupstað 20. desember 1974. Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson og séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir leiða stundina.  Kór Norðfjarðarkirkju syngur í athöfninni ásamt tónlistarfólki frá Neskaupstað. 

Lesa meira

Mikil hálka í dag fimmtudaginn 5. desember

05.12.2024 Mikil hálka í dag fimmtudaginn 5. desember

Vakin er athygli á því að mikil hálka er í Fjarðabyggð bæði á vegum og á göngustígum. Aka þarf gætilega á vegum og mælst er til þess að notast við mannbrodda á göngustígum. Unnið er að hálkuvörnum.

Lesa meira