mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 samþykkt í bæjarstjórn.

04.12.2020 Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 samþykkt í bæjarstjórn.

Á bæjarstjórnarfundi þann 3. desember fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024. Var áætlunin samþykkt með 7 atkvæðum Fjarðarlista, Framsóknarflokks og fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn áætluninni.

Lesa meira

Umhverfisátak í dreifbýli Fjarðabyggðar

04.12.2020 Umhverfisátak í dreifbýli Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð í samstarfi við Hringrás hefur síðustu mánuði unnið að umhverfisátaki í dreifbýli Fjarðabyggðar. Átakið gengur út á það að fá fjarlægt brotajárn og bílhræ af jörðum í sveitarfélaginu. 

Lesa meira

Áfram slæm veðurspá í fyrramálið - Snjómokstur gæti tafist.

03.12.2020 Áfram slæm veðurspá í fyrramálið - Snjómokstur gæti tafist.

Slæmt veður hefur verið víða í Fjarðabyggð í dag og talsverður snjór hefur safnast fyrir. Spáð er leiðinlegu veðri áfram í fyrramálið og eitthvað fram eftir morgni. Snjómokstur mun hefjast snemma í fyrramálið og lögð verður áhersla á að opna helstu stofnleiðir áður en farið verður í húsagötur. Þessi vinna mun taka tíma og ljóst er að snjómokstri mun EKKI verða lokið í öllum húsagötum þegar fólk leggur í hann til vinnu og skóla í fyrramálið. Það má því gera ráð fyrir að einhverjar götur gætu verið þung- eða ófærar eitthvað fram eftir morgni. 

Lesa meira

Vetrarþjónusta Fjarðabyggðar - Verklagsreglur

03.12.2020 Vetrarþjónusta Fjarðabyggðar - Verklagsreglur

Nú þegar fyrsta alvöru lægð vetrarins gengur yfir er ekki úr vegi að fara aðeins yfir þá þjónustu sem Fjarðabyggð sinnir varðandi snjómokstur og hálkuvarnir. Vetrarþjónustan byggir á verklagsreglum sem samþykktar voru í haust. Í reglunum er fjallað um forgangsröðun gatna og fleira sem viðkemur snjómokstri og hálkuvörnum í byggðakjörnum Fjarðabyggðar.

Lesa meira