mobile navigation trigger mobile search trigger

Nýtt íþróttahús rís á Reyðarfirði

07.05.2021 Nýtt íþróttahús rís á Reyðarfirði

Í dag var hafist handa við að reisa grindina á nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Vinna við byggingu húsins hefur gengið vel að undanförnu og er verkið á áætlun. Gert er ráð fyrir að byggingu húsins verði lokið í haust.

Lesa meira

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði halda áfram

05.05.2021 Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði halda áfram

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði halda áfram. Eftir að niðurrekstri staura lauk í febrúar síðastliðnum er nú hafinn niðurrekstur á stálþilsplötum í bakþil bryggjunnar og sjá Kranar ehf. um verkið. Það verk mun klárast á þessu ári ásamt því að steyptar verða undirstöður stormpolla. Unnið er að hönnun lagna á svæðinu í samstarfi við Eskju og Skeljung

Lesa meira

Bætt aðgengi að háskólanámi á Austurlandi

04.05.2021 Bætt aðgengi að háskólanámi á Austurlandi

Í dag var greint frá því á vef Mennta- og menningamálaráðuneytisins að frá og með næsta hausti verði boðið upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á Reyðarfirði í samvinnu Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Rannsókn á myglu í Breiðablik

30.04.2021 Rannsókn á myglu í Breiðablik

Undanfarnar vikur hefur verkfræðistofan EFLA unnið að mælingum í húsnæði Breiðabliks í Neskaupstað vegna grunns um myglu. Niðurstöður mælinganna liggja ekki endanlega fyrir en ljóst er að mygla hefur fundist í einhverjum rýmum í húsinu.

Lesa meira