mobile navigation trigger mobile search trigger

Bókun bæjarstjórnar um málefni Rafveitu Reyðarfjarðar og tækifæri til uppbyggingar íþróttamannvirkja á Reyðarfirði

12.12.2019 Bókun bæjarstjórnar um málefni Rafveitu Reyðarfjarðar og tækifæri til uppbyggingar íþróttamannvirkja á Reyðarfirði

Á bæjarstjórnarfundi í dag var kynnt tillaga að sölu Rafveitu Reyðarfjarðar til RARIK/Orkusölunnar. Í framhaldið af því samþykkti bæjarstjórn að boða til íbúafundar í Grunnskólanum á Reyðarfirði mánudaginn 16. desember kl. 20 um málefni Rafveitunnar og tækifæri til uppbyggingar íþróttamannvirkja og annara innviða á Reyðarfirði.

Lesa meira

Snjómokstur

12.12.2019 Snjómokstur

Nú er víða unnið að snjómokstri í Fjarðabyggð og fyrirséð að svo verði áfram næstu daga. Af gefnu tilefni er rétt að árétta fyrir fólki að sína þeim sem sinna snjómokstri þolinmæði og tillitsemi.

Lesa meira

Skólar í Fjarðabyggð verða opnir í dag

11.12.2019 Skólar í Fjarðabyggð verða opnir í dag

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri á Austurlandi í dag. Gert er ráð fyrir miklum vindi, milli 20 og 30 metrum á sekúndu og einhverri ofankomu. Ekki er þó talin ástæða til að fella niður skólahald vegna þessa og munu allir skólar Fjarðabyggðar verða opnir. Foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki. 

Lesa meira

Slæm veðurspá á morgun 11. desember

10.12.2019 Slæm veðurspá á morgun 11. desember

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir versnandi veðri á Austurlandi í nótt og í fyrramálið. Gert er ráð fyrir miklum vindi og talsverðri ofankomu.  Fólk er beðið að athuga að líkur eru á því að skólahald leik-, grunn-, og tónskóla  í Fjarðabyggð geti raskast vegna þessa. Munu tilkynningar varðandi skólahald verða sendar út á heimasíðu Fjarðabyggðar og Facebook síðu fyrir klukkan 6:30 fyrramálið. Fyrir liggur að allur skólaakstur mun falla niður.

Lesa meira