mobile navigation trigger mobile search trigger

Allt nema töskur dagurinn

23.04.2024 Allt nema töskur dagurinn

Nemendaráð Grunnskóla Reyðarfjarðar samanstendur af einstaklega hugmyndaríkum og framtakssömum nemendum. Á mánudaginn síðastliðinn stóðu nemendur fyrir sérstökum viðburði sem fólst í því að hvetja nemendur og starfsmenn til að koma með gögnin sín í einhverju öðru en hefðbundnum skólatöskum.

Lesa meira

Stóri plokkdagurinn sunnudaginn 28. apríl

22.04.2024 Stóri plokkdagurinn sunnudaginn 28. apríl

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. 

Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla. Markmið Rótarýhreyfingarinnar er að dagurinn sé ætlaður öllum sem vilja skipuleggja hreinsunarátak á þeim degi, eða eftir atvikum öðrum degi á svipuðum tíma.

Lesa meira

Öruggara Austurland: Farsæld barna

18.04.2024 Öruggara Austurland: Farsæld barna

Síðastliði haust tók fjöldi aðila saman höndum um að vinna gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir heitinu Öruggara Austurland. Samstarfsyfirlýsing um svæðisbundið samráð um afbrotavarnir, sú fyrsta sinnar tegundar, var undirrituð þann 4. október sl. Markmið samráðsins eru m.a. að vinna enn markvissara að öryggi íbúa, auka skilning á ofbeldi og skaðsemi þess, efla samstarfsaðila í að takast á við áföll og ofbeldi, vinna í takt við önnur verkefni í almannaþágu, s.s. innleiðingar á farsæld barna, lýðheilsuvísa, áætlanir sveitarfélaga o.fl.

Lesa meira

Fjölsóttur Tæknidagur fjölskyldunnar

16.04.2024 Fjölsóttur Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands á Norðfirði í níunda sinn laugardaginn 13. apríl síðastliðinn. Fjöldi manns lagði leið sína í Norðfjörð til að kynna sér það helsta sem Austurland hefur upp á að bjóða á sviði tækni, vísinda, nýsköpunar, verkmennta og þróunar. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg höfðaði til allra aldurshópa.

Lesa meira

Opinn viðtalstími með bæjarstjóra í Eskifjarðarskóla

19.04.2024 Opinn viðtalstími með bæjarstjóra í Eskifjarðarskóla

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri býður uppá opinn viðtalstíma þriðjudaginn 23. apríl frá klukkan 18:00 - 19:30 í Eskifjarðarskóla. 

Íbúum er velkomið að koma við, fá sér kaffi og spjalla við bæjarstjóra um þau málefni sem brenna á þeim. 

Lesa meira

Orkumálin sett á oddinn

22.04.2024 Orkumálin sett á oddinn 22.04.2024

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, mun á næstu vikum halda opna fundi víðs vegar um land þar sem fjallað verður um orkumál og verkefnin framundan. Annar fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum mánudaginn 22. apríl.

Lesa meira

Neysluvatn á Breiðdalsvík örverumengað

22.04.2024

Við reglubundið eftirlit með neysluvatni á Breiðdalsvík kom í ljós að vatnið er örverumengað. Um er að ræða svokallaða kólígerla, sem er stór hópur örvera, ræktaður við 35-37°C. Í þessum hópi eru svokallaðar umhverfisörverur en einnig þær sem tengja má saur frá blóðheitum dýrum.
Fjöldi gerla í þeim sýninu var innan við 20 í 100 ml og því er ekki talið nauðsynlegt að sjóða vatnið fyrir neyslu.
Viðkvæmir neytendur,  eru hins vegar hvattir til að sjóða neysluvatn í varúðarskyni. Til viðkvæmra notenda teljast, börn undir 5 ára aldri, fólk með viðkvæmt ónæmiskerfi, eldra fólk, barnshafandi konur og fólk með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. 

Lesa meira

Oddsskarð opið meðan færi gefst

19.04.2024 Oddsskarð opið meðan færi gefst

Þá fer senn að líða að þessu skíðatímabili ljúki. Stefnt er að því að Oddsskarð verði opið um helgina. Eins og staðan er núna þá eru góðar aðstæður í fjallinu og verður það opið á meðan að aðstæður leyfa.

Lesa meira