Bæjarráð lækkar gjald vegna skráningardaga
22.01.2025Bæjarráð Fjarðabyggðar fór yfir helstu atriði sem komu fram á kynningarfundum með foreldrum um fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrárkerfi leikskóla Fjarðabyggðar.
Í ljósi athugasemda varðandi gjaldtöku fyrir skráningardaga telur bæjarráð mikilvægt að bregðast við ábendingum foreldra og forráðamanna.