Góður gangur í framkvæmdum á leikskólanum Dalborg, Eskifirði
20.11.2023
Góður gangur er á framkvæmdum á leikskólanum Dalborg á Eskifirði. Búið er að koma upp límtrjám og sperrum. Næst verður farið í að klæða þakið og setja þakdúkinn á.
Góður gangur er á framkvæmdum á leikskólanum Dalborg á Eskifirði. Búið er að koma upp límtrjám og sperrum. Næst verður farið í að klæða þakið og setja þakdúkinn á.
Nóg var um að vera í Fjarðabyggð um helgina. Á föstudagskvöldinu var Rokk fyrir geðheilsuna í Egilsbúð og komu þar fram Hljómsveitin Óvissa ásamt Degi Sig og Stebba Jak. Sérstakir gestir voru CHÖGMA, Nanna Imsland og Sóley Þrastar. Allur ágóði tónleikanna rennur til styrktar geðheilbrigðismála á Austurlandi.
Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ásamt Önnu Marín Þórarinsdóttur, stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu, Valborgu Ösp, verkefnastjóra Sterks Stöðvarfjarðar og Haraldi Líndal, upplýsingafulltrúa heimsóttu hluta af stofnunum og fyrirtækjum á Stöðvarfirði, fimmtudaginn 9. Nóvember s.l.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi Fjarðabyggðar, fimmtudaginn 16. nóvember var Jón Björn Hákonarson (Framsóknarflokkur) kosinn með níu atkvæðum sem nýr forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Skipunin tók gildi frá og með 16. nóvember. s.l. Mun hann taka við því embætti af Birgi Jónssyni (Framsóknarflokkur). Hjördís Helg Seljan Þóroddsdóttir (Fjarðarlistinn) mun áfram gegna embætti sem fyrsti varaforseti og Ragnar Sigurðsson (Sjálfstæðisflokkur) verður áfram annar varaforseti.
Ljósin verða tendruð á jólatrjám í Fjarðabyggð dagana 2., 3. og 6. desember.
Dagskráin verður með hefðbundnu sniði á hverjum stað; ljúfir jólatónar, jólasveinar sem gleðja bæði börn og fullorðna.
Opinn íbúafundur verður haldinn í Grunnskólanum á Reyðarfirði þriðjudaginn 14. nóvember kl. 18:00.
Rauði krossinn, Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefnd Kvenfélagsins Nönnu, Kvennfélag Reyðarfjarðar, Kaþólska kirkjan og Þjóðkirkjan hafa í mörg ár átt samstarf um að styðja fjárhagslega við einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin. Aðstoð sjóðsins felst í úttektarkorti í matvöruverslun á svæðinu.
Sundlaugin á Fáskrúðsfirði er lokuð fram á miðvikudag vegna viðgerða.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmutdaginn 16. nóvember 2023, í fundarsal að Hafnargötu 2, á Reyðarfirði og hefst hann kl. 16:00
Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér.
Fundarboð: Bæjarstjórn - 363