Úthlutun úr jólasjóð Fjarðabyggðar
14.01.2025Undanfarin ár hafa Rauði Krossinn, þjóðkirkjan og fjölskyldusvið Fjarðabyggðar tekið höndum saman og styrkt og starfrækt Jólasjóð. Markmið sjóðsins er að styðja við fjölskyldur í Fjarðabyggð sem á þurfa að halda í aðdraganda jóla. Með stuðningi og styrkjum frá fyrirtækjum, félagasamtökum, einstaklingum og öðrum velunnurum í sjóðinn er það gert mögulegt.