Starfsfólk þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar og Fjarðabyggðarhafna munu koma núna í dag og aðstoða við hreinsun eftir fárviðrið sem gekk yfir. Einnig mun starfsfólk Fjarðabyggðar aðstoða við að fjarlægja trjágróður sem hefur brotnað. Gámum verður komið fyrir á planinu við Brekkuna (Bankastræti).
Þar sem mikil úrkoma hefur verið og mikið yfirborðsvatn fyrir ofan Stöðvarfjörð er mælst til að íbúar sjóði vatn til neyslu í varúðarskyni. Sýni verða tekin í dag af Heilbrigðiseftirlitinu og niðurstöður að vænta um helgina.