Nýr forstöðumaður Menningarstofu
12.12.2024Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er tekin til starfa sem forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar. Staða forstöðumanns var auglýst laus til umsóknar þann 7. október síðastliðinn og lauk umsóknarfresti þann 25. október. Alls bárust sex umsóknir um stöðuna. Niðurstaða ráðningarferilsins var að bjóða Þórhildi Tinnu starfið.