Fjarðabyggð og Píeta samtökin undirbúa samstarfssamning
06.02.2025
Fjarðabyggð og Píeta samtökin undirbúa nú samstarfssamning sem tryggir fasta viðveru og reglubundna þjónustu samtakanna í sveitarfélaginu. Af því tilefni kom Ellen Calmon, framkvæmdastýra Píeta samtakanna, til Fjarðabyggðar og kynnti starfsemi samtakanna.
Píeta samtökin veita sérhæfða aðstoð fyrir einstaklinga í sjálfvígsvanda með sjálfsskaða og aðstandendur þeirra. Með samningnum verður þjónustan aðgengileg íbúum Fjarðabyggðar á stöðugum grundvelli.