Sameiginleg opnun Félagsmiðstöðva Fjarðarbyggðar
19.03.2025
Síðastliðinn föstudag (14.mars), fór fram fyrsta sameiginlega opnun Félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð. Kvöldið hófst á rútuferðum, en rútur komu við í öllum byggðarkjörnum Fjarðabyggðar. Klukkan 20:00 voru allir komnir í hús og söfnuðust unglingar og starfsmenn saman í nýja salnum í íþróttahúsi Reyðarfjarðar. Þar bauð Karitas Harpa, deildarstjóri frístunda barna og unglinga í Fjarðabyggð, öll ungmenni velkomin og fór yfir reglur, dagskrá og skipulag.