mobile navigation trigger mobile search trigger

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum - Ekki talin vera snjóflóðahætta í byggð

25.01.2021 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum - Ekki talin vera snjóflóðahætta í byggð

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum. Nokkur flóð hafa fallið utan byggðar sl. sólarhring á Eskfirði og í Reyðarfirði eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Oddsskarðsvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu.  Rétt er að árétta að ekki er talin vera snjóflóðahætta í byggð, en vel er fylgst með aðstæðum. Sjá tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Lesa meira

Tilkynning frá aðgerðarstjórn 21. janúar 2020

21.01.2021 Tilkynning frá aðgerðarstjórn 21. janúar 2020

Þrír þeirra fimm sem voru í einangrun vegna COVID smits á Austurlandi eru nú útskrifaðir. Gert er ráð fyrir að hinir tveir útskrifist einhvern næstu daga. Við virðumst því vera að komast yfir þennan smáskafl sem myndaðist fyrir rétt um hálfum mánuði síðan í kjölfar smits á landamærum. Miklu hefur ráðið að leiðbeiningum um hegðun í einangrun hefur verið fylgt í hvívetna. Þannig böslum við þetta enda saman hér eftir sem hingað til og tryggjum eftir bestu getu að enginn hrasi á leiðinni.   

Lesa meira

Heimsókn Umhverfisráðherra til Fjarðabyggðar

19.01.2021 Heimsókn Umhverfisráðherra til Fjarðabyggðar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra heimsótti Fjarðabyggð í síðustu viku og kynnti sér m.a. ofanflóðamannvirki í sveitarfélaginu og þau svæði sem eftir á að verja. Með ráðherra í för voru fulltrúar frá Veðurstofu Íslands, Ofanflóðasjóði og Framkvæmdasýslu ríkisins auk Jóns Björns Hákonarsonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, fulltrúum úr bæjarráði og eigna-skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar.

Lesa meira