mobile navigation trigger mobile search trigger

Jólamarkaður í Dalahöllinni

12.11.2019 Jólamarkaður í Dalahöllinni

Hin árlegi jólamarkaður Dalahallarinnar á Norðfirði verður haldinn laugardaginn 16. nóvember frá kl. 12 - 17.  Að venju verður margt um að vera og um að gera að skella sér í Dalahöllina og taka þátt í gleðinni.

Lesa meira

Bókun bæjarráðs er varðar vöktun og rannsóknir á loðnustofninum

11.11.2019 Bókun bæjarráðs er varðar vöktun og rannsóknir á loðnustofninum

Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á stjórnvöld að stórefla vöktun og rannsóknir á loðnustofninum því öflugar hafrannsóknir eru forsenda sjálfbærrar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og mikilvægt að stjórnvöld fjárfesti í þekkingu á sviði sjávarútvegs með auknu fjármagni til rannsókna.

Lesa meira

Framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Neskaupstað

06.11.2019 Framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Neskaupstað

Hafnar eru framkvæmdir við ofanflóðavarnir neðan Urðarbotna og Sniðgils. Verktaki er Héraðsverk ehf., sá hinn sami og í Tröllagiljagörðunum. Vinna við verkið hófst í ágúst við hreinsun ofan af klöpp auk þess sem unnið var við afvötnun vinnusvæðis. Verkið gekk vonum framar fram í september og gat verktaki haugsett töluvert af efni, sem verður látið þorna yfir veturinn. Vegna einmuna vætutíðar var lítið um framkvæmdir í október.

Lesa meira

Ormalyfsgjöf katta og hunda

05.11.2019 Ormalyfsgjöf katta og hunda

Hin árlega ormahreinsun fyrir gæludýr fór fram í október sl. og var hún auglýst í Dagskránni, á vef Fjarðabyggðar og á fésbókarsíðu sveitarfélagsins. Í hreinsunina mætti helmingur þeirra dýra sem skráð eru hér í sveitarfélaginu.

Lesa meira