mobile navigation trigger mobile search trigger

FJÖLSKYLDUSVIÐ

Fjölskyldusvið fer með málefni félagsþjónustu, barnaverndar, grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla, æskulýðs- og íþróttamála og frístundamál barna og ungmenna. 

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs hefur yfirumsjón með faglegu starfi sviðsins, ásamt yfirmönnum fjögurra teyma á sviðinu. Þau eru fræðsluteymi, barnaverndar- og félagsþjónustuteymi, stoð- og stuðningsþjónustuteymi og æskulýðs- og íþróttateymi. Þessir aðilar hafa náið samstarf um mótun og framkvæmd á þeirri þjónustu sem fjölskyldusvið veitir. 

Í barnavernd og félagsþjónustuteymi er lögð áhersla á að veita börnum, fjölskyldum og öðrum sem á  þurfa að halda markvissa aðstoð og fræðslu. Áhersla er á að tryggja forvarnir og þjónustu á fyrstu stigum í samvinnu við skóla, heilsugæslu og önnur kerfi sem koma að þjónustunni. Sprettur er þverfaglegt forvarnar- og ráðgjafarteymi sem starfar þvert á kerfi og fundar teymið reglulega í öllum leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar.

Stoð- og stuðningsþjónustuteymið leggur áherslu á stuðning við einstaklinga á öllum aldri sem þurfa stuðning innan og utan heimilis. Stuðningsþjónusta var áður kölluð heimaþjónusta og er þetta aðstoð við verkefni innan og utan heimilis sem fólk þarf aðstoð við til að geta búið sjálfstætt og notið sjálfstæðis sem lengst. Stuðningsþjónusta er veitt þeim einstaklingum sem vegna fötlunar eða annars þurfa umfangsmeiri þjónustu við athafnir daglegs lífs og mögulega sértæk búsetuúrræði.

Fræðslumál heyra undir fræðslustjóra. Í fræðslumálum er leiðarljós fjölskyldusviðs að Fjarðabyggð sé góður staður fyrir börn og ungmenni að njóta fræðslu og frístunda. Sveitarfélagið hefur sett sér það markmið að skólar í Fjarðabyggð séu í fremstu röð fyrir metnaðarfullt og framsækið skólastarf, árangursríkt samstarf við haghafa og hæft og drífandi starfsfólk. 

Leiðarljós fjölskyldusviðs í íþrótta- og æskulýðsmálum er að Fjarðabyggð sé góður staður fyrir fólk á öllum aldri að njóta frístunda. Auk þess að byggja upp góða aðstöðu til íþróttaiðkunar og félagsstarfs ungmenna og stuðla að fjölbreyttu frístundastarfi, sinnir sviðið forvörnum.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs er yfirmaður sviðsins og hefur með höndum stefnumótun í þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, stýrir rekstri þeirra með áherslu á forystu í málefnum fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Hann hefur frumkvæðishlutverk og ábyrgð á stefnumörkun, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, þróunarstarfi og greiningu upplýsinga varðandi viðfangsefni fjölskyldusviðs. Sviðstjóri mótar starfsemi sviðsins og framtíðarsýn þess í samræmi við áherslur bæjaryfirvalda.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs hefur yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir starfið m.a. barnarverndarmála, félagsmála, stoðþjónustu, fræðslumála og íþrótta- og tómstundamála. Hann ber ábyrgð á samræmingu og samhæfingu félagsþjónustu, skóla- og íþróttastarfsemi, þróun öflugs stjórnendateymis innan sviðsins og þróun markmiða, mælikvarða og verkferla sem styðja við sýn og stefnu sveitarfélagsins. Hann ber ábyrgð á að byggja upp heildstæða, samhæfða þjónustu við fjölskyldur og að auka samstarf og samþættingu starfsemi sviðsins þvert á málaflokka. Sviðsstjóri ber ábyrgð á undirbúningi mála fyrir nefndir málaflokka með skriflegum tillögum og greinargóðum gögnum og situr fundi nefnda sveitarfélagsins vegna málaflokka sem falla undir starf hans.

Barnavernd og félagsþjónusta

Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu ber ábyrgð á faglegum stuðningi við barnaverndar- og félagsmálanefnd. Hann annast undirbúning funda og barnaverndar- félagsmálanefndar með formönnum og sér til þess að mál til afgreiðslu séu vel undirbúin. Hann skal jafnframt sjá til þess að ákvörðunum nefndanna sé fylgt eftir og hrundið í framkvæmd.

Undir hann heyrir fjölskylduráðgjöf, barnavernd, félagsþjónusta og forvarnar- og ráðgjafateymið Sprettur.

Íþrótta- og tómstundamál

Stjórnandi  íþróttamannvirkja og skíðasvæðis og stjórnandi forvarna- og frístundamála eru starfsmenn íþrótta- og tómstundanefndar. Undir þá stjórnendur heyrir rekstur íþróttamannvirkja, skíðasvæðis, félagsmiðstöðva, frístundaþjónusta eldra fólks, vinnuskóli og forvarnir. 

Stjórnendur undirbúa stefnumótun fyrir skipulagt tómstundastarf í Fjarðabyggð á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Leitað leiða til að virkni frjálsra félagasamtaka verði sem mest í samfélagslegu tilliti og vinnur að því að hámarka nýtingu tómstundamannvirkja sveitarfélagsins, hvort heldur um er að ræða íþróttabyggingar, félagsmiðstöðvar eða aðrar byggingar. Leitast skal við að virkja félagsauðinn í samfélaginu sem best, s.s. með þjónustu- og styrkjasamningum. Stjórnendur bera ábyrgð á fjárhags- og starfsáætlun fyrir fræðslu-, íþrótta- og tómstundamál.

Fræðslumál

Fræðslustjóri ber ábyrgð á þjónustu og faglegum stuðningi við fræðslunefnd og fylgir eftir ákvörðunum nefndarinnar. Hann undirbýr fundi með formanni og sér um að mál til afgreiðslu séu vel undirbúin. Á meðal ábyrgðarstarfa fræðslustjóra er undirbúningur fyrir stefnumótun Fjarðabyggðar í fræðslu- og frístundarmálum og samhæfing skólastarfs og samskipti við önnur skólastig. Hann er yfir skólaþjónustu Fjarðabyggðar og starfar náið með félagsþjónustu og barnavernd að forvörnum og starfsemi forvarna- og ráðgjafateymisins Spretts sem starfar þvert á málaflokka fræðslu- barnaverndar- og félagsþjónustu.  Hann hefur frumkvæði að aðgerðum sem styrkja menntastarf í Fjarðabyggð. Þá ber hann ábyrgð á fjárhags- og starfsáætlun fyrir fræðslu og hefur eftirlit með skólastarfi og árangri þess. Þá ber hann ábyrgð á fjárhags- og starfsáætlun fyrir fræðslumál og hefur eftirlit með skólastarfi og árangri þess.

STOÐ- OG STUÐNINGSÞJÓNUSTA

Stjórnandi stoð- og stuðningsþjónustu ber ábyrgð á faglegum stuðningi við barnaverndar- og félagsmálanefnd ásamt stjórnanda barnaverndar og félagsþjónustu. Undir hann heyrir stoðþjónusta, þ.e. þjónusta við eldra fólk og aðra sem þurfa þjónustu innan og utan heimilis til að búa sjálfstætt sem lengst. Stuðningsþjónusta fyrir fatlað fólk og aðra sem þurfa umfangsmeiri þjónustu þ.á.m búsetuþjónustu er einnig undir hans stjórn. Hann annast undirbúning funda og barnaverndar- félagsmálanefndar með formönnum og sér til þess að mál til afgreiðslu séu vel undirbúin. Hann skal jafnframt sjá til þess að ákvörðunum nefndanna sé fylgt eftir og hrundið í framkvæmd.

STARFSFÓLK FJÖLSKYLDUSVIÐS

Nafn Starfsheiti Símanúmer Netfang
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir Stjórnandi félagsþjónustu 470 9015 Netfang
Alexandra Hearn Deildastjóri búsetuþjónustu 470 9037 Netfang
Alma Sigurbjörnsdóttir Yfirsálfræðingur 470 9015 Netfang
Anna Guðlaug Hjartardóttir Forstöðukona búsetuþjónustu 470 9015 Netfang
Anna Marín Þórarinsdóttir Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu 470 9027 Netfang
Ásta Stefanía Svavarsdóttir Sérfræðingur 470 9014 Netfang
Bergey Stefánsdóttir Sérfræðingur í barnavernd 470 9067 Netfang
Björg Þorvaldsdóttir Kennsluráðgjafi 470 9078 Netfang
Dröfn Freysdóttir Ráðgjafi í barnavernd 470 9065 Netfang
Eva Camillia Robertsdottir Móttökufulltrúi 4709015 Netfang
Helga Sól Birgisdóttir Forstöðumaður heimaþjónustu 470 9015 Netfang
Hólmfríður M. Benediktsdóttir Deildarstjóri frístunda barna og unglinga 470 9021 Netfang
Inga Rún Sigfúsdóttir Stjórnandi barnaverndar og innleiðingar farsældar 470 9015 Netfang
Laufey Þórðardóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs 470 9015 Netfang
Lilja Tekla Jóhannsdóttir Deildarstjóri frístunda barna og unglinga 470 9012 Netfang
Magnús Árni Gunnarsson Verkefnastjóri íþróttamannvirkja 470 9058 Netfang
Ólöf Alda Gunnarsdóttir Félagsráðgjafi (í leyfi) 470 9015 Netfang
Sigríður Stephensen Pálsdóttir Forstöðumaður stuðningsþjónustu 470 9028 Netfang
Sigurður Ólafsson Sérfræðingur á fjölskyldusviði 470 9075 Netfang
Steinunn Ásta Lárusdóttir Sálfræðingur 470 9079 Netfang

TENGD SKJÖL