TÓNLISTARSKÓLi FJARÐABYGGÐAR
Í Fjarðabyggð er rekinn Tónlistarskóli Fjarðabyggðar, með starfstöð í öllum grunnskólum Fjarðabyggðar. Skólinn býður upp á nám í tónfræði, hljóðfæraleik og söng. Allir íbúar Fjarðabyggðar geta sótt um í tónlistarskólanum. Skólastjóri ákveður hvernig tekið er inn í skólann. Fjöldi kennara og námsásókn ræður hversu marga unnt er að innrita hverju sinni.
Ferli umsóknar
Sækja má um tónlistarnám allt árið. Innritun fer fram í ágúst og desember. Umsækjendur sem ekki komast að, eru teknir inn um leið og færi gefst. Einstaklingar og foreldrar/forráðamenn sækja um á þar til gerðu eyðublaði, sem má nálgast hér fyrir neðan. Skólastjóri bregst við í tölvupósti eða með símtali innan hálfs mánaðar.