mobile navigation trigger mobile search trigger

Mannauðsstefna Fjarðabyggðar

Mannauðsstefnu Fjarðabyggðar er ætlað að mynda einfaldan og skýran ramma utan um hlutverk starfsmanna annars vegar og sveitarfélagsins sem vinnuveitanda hins vegar. Leiðarljós mannauðsstefnunnar er kjörorð Fjarðabyggðar - Þú ert á góðum stað og er markmið hennar að starfsánægja, gagnkvæm virðing og samstaða ríki á vinnustöðum sveitarfélagsins. Starfshópur skipaður bæjarritara, forstöðumanni stjórnsýslu og fulltrúum starfsfólks mótaði stefnuna, sem var samþykkt af bæjarstjórn Fjarðabyggðar þann 15. september 2016.

Í framkvæmd felur mannauðsstefna Fjarðabyggðar í sér eftirfarandi markmið: Að ráða hæft og áhugasamt starfsfólk til starfa hjá sveitarfélaginu, að aðstoða starfsfólk við að vaxa og dafna í starfi, að tryggja góða vinnuaðstöðu þar sem öryggi er í fyrirrúmi, að efla virðingu og traust á milli starfsfólks annars vegar og kjörinna fulltrúa hins vegar, að auka þekkingu starfsfólks í starfi með fræðslu og endurmenntun, að stuðla að því að starfsfólk geti samræmt fjölskyldulíf og vinnu og að þjónusta sveitarfélagsins og samskipti starfsmanna og bæjarbúa séu ávallt til fyrirmyndar.