mobile navigation trigger mobile search trigger

BÆJARSTJÓRI

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarins og æðsti yfirmaður starfsliðs stjórnsýslunnar og hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og bæjarmálefna að svo miklu leyti sem bæjarstjórn ákveður ekki annað.

Þá er bæjarstjóri prókúruhafi bæjarsjóðs, undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna bæjarins, lántökur og aðrar skuldbindingar hans. Hann kemur fram fyrir hönd sveitarfélagsins og er ábyrgur fyrir starfsemi þess. Hann undirbýr fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, semur dagskrá og boðar til funda. Þá á bæjarstjóri sæti á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Jafnframt hefur hann rétt til setu á fundum ráða bæjarins með sömu réttindum.

Sendu bæjarstjóra póst

Jónbjorn.jpg

Jón Björn Hákonarson er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í stað fastra viðtalstíma eru einstök viðtöl bókuð í síma 470 9000.

Hafðu samband og bókaðu viðtal eða sendu Jóni Birni tölvupóst með því að fylla út formið hér til hliðar.

PISTLAR BÆJARSTJÓRA

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 – Með fjölskyldur í fyrirrúmi

04.12.2020 Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 –  Með fjölskyldur í fyrirrúmi

Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024, var samþykkt eftir síðari umræðu í bæjarstjórn þann 3.desember. Eins og gefur að skilja liggur alltaf mikil vinna að baki gerðar fjárhagsáætlunar hvers árs og koma þar að bæði starfsmenn og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins og vil ég hér í byrjun þakka þeim góð störf.

Lesa meira

Pistill bæjarstjóra - Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað

06.10.2020 Pistill bæjarstjóra - Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað

Ágætu íbúar,

Neyðarstig Almannavarna vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19 tók gildi hér á landi á miðnætti þann 5. október. Í ljósi þessa vil ég hvetja íbúa Fjarðabyggðar til að gæta vel að eigin sóttvörnum og fara að öllu með gát í daglegu lífi meðan á faraldrinum stendur.

Lesa meira

Gleðilegt sumar - Sumarkveðja bæjarstjóra

22.04.2020 Gleðilegt sumar - Sumarkveðja bæjarstjóra

Fjarðabyggð sendir öllum starfsmönnum sínum og íbúum sínar bestu óskir um gleðilegt sumar með kærri þökk fyrir veturinn. Hér að neðan má síðan lesa stutta sumarkveðju frá bæjarstjóra Fjarðabyggðar Karli Óttari Péturssyni.

Lesa meira