Fara í efni

Snjómokstur & hálkueyðing

Vetrarþjónusta í Fjarðabyggð er veitt í þéttbýliskjörnum samkvæmt verklagsreglum Þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar Fjarðabyggðar. Einnig er unnið í samvinnu við Vegagerðina um safnvegi sem falla undir reglur um helmingamokstur.

Markmið þjónustunnar er að tryggja aðgengi eftirfarandi leiða eins og kostur er:

  • Helstu stofn- og tengibrautir
  • Leiðir almenningssamgangna (strætisvagna)
  • Aðgengi að neyðarþjónustu

Snjóhreinsun nær einnig til húsagata ef þær eru orðnar þungfærar fyrir einkabíla. Þá er snjór yfirleitt hreinsaður frá innkeyrslum, þó geta snjóruðningar eða snjókögglar setið eftir. Í slíkum tilvikum bera íbúar sjálfir ábyrgð á hreinsun.

Snjómokstur fer fram á eftirfarandi tímum:

  • Virka daga: kl. 05:00–16:00
  • Laugardaga: kl. 08:00–14:00
  • Sunnudaga: Ekki er gert ráð fyrir snjómokstri á sunnudögum

Vetrarþjónusta er ekki veitt á meðan óveður gengur yfir. Stjórnandi Þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar stýrir allri framkvæmd snjómoksturs.

Götur og gönguleiðir skiptast í þrjá þjónustuflokka eftir forgangi:

1. Fyrsti þjónustuflokkur (rauður)

  • Stofnbrautir og stofnstígar
  • Göngu- og hjólastígar að skólum og leikskólum

2. Annar þjónustuflokkur (gulur)

  • Tengibrautir og safngötur með minni umferð
  • Göngu- og hjólastígar í hverfum

3. Þriðji þjónustuflokkur (grænn)

  • Fáfarnari safngötur
  • Húsagötur og stígar

Hægt er að skoða kort yfir hvaða þjónustuflokkar tilheyra hvaða götum inná kortasjá Fjarðabyggða.

Leiðbeiningar: 

  • Fara inná https://www.map.is/fjardabyggd/
  • Velja vetrarþjónustu (uppi í hægra horni)
  • Haka við snjómokstur
  • Velja þann bæ sem á að skoða uppi vinstra megin 

Nánari upplýsingar:

Frekari upplýsingar um vetrarþjónustu í Fjarðabyggð má fá í síma 470 9000 eða í gegnum netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is. Einnig geta íbúar sent inn ábendingu í gegnum ábendingagátt

 

 

Síðast uppfært: 12.08.2025