Jensen - Listamannaíbúð
Jensenshús er elsta uppistandandi íbúðarhús á Eskifirði, reist árið 1837. Húsið, sem er staðsett á Tungustíg 3, hefur verið endurgert í upprunalegri mynd og stendur á fallegum og rólegum stað í hjarta bæjarins.

Dvalarstaður lista- og fræðimanna
Jensenshús er opið lista- og fræðimönnum allan ársins hring. Gestir hússins greiða ekki fyrir dvölina, en gert er ráð fyrir að þeir kynni list sína eða rannsóknir fyrir samfélaginu í Fjarðabyggð. Þessi kynning getur verið í formi sýningar, tónleika, fyrirlestra eða annarra viðburða, allt eftir eðli verkefnisins.
Úthlutun og forgangur:
Verkefni sem efla menningu í Fjarðabyggð njóta forgangs í umsóknarferlinu, en fleiri þættir eru einnig hafðir til hliðsjónar við úthlutun.
Frekari upplýsingar:
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Menningarstofu á netfanginu menningarstofa@fjardabyggd.is.
Síðast uppfært: 04.09.2025