Fara í efni

Þjónusta Fjarðabyggðar – Allt á einum stað

Íbúum og gestum Fjarðabyggðar stendur til boða fjölbreytt þjónusta sem miðar að því að bæta lífsgæði, efla samfélagið og einfalda samskipti við sveitarfélagið. Hvort sem um er að ræða skólamál, skipulagsmál, félagsþjónustu eða umhverfismál, þá er markmiðið alltaf skýrt: að veita skilvirka, aðgengilega og notendavæna þjónustu.

Á heimasíðu Fjarðabyggðar er að finna allar helstu upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði í sveitarfélaginu. Afgreiðsla bæjarskrifstofunnar er á Hafnargötu 2, Reyðarfirði, sinnir margvíslegri þjónustu og miðlar upplýsingum til íbúa og fyrirtækja. Þar er reynt að leysa úr fyrirspurnum í fyrstu snertingu en  málum komið á réttan farveg ef þess þarf. Tekið er á móti fyrirspurnum á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is, ábendingagátt, í síma 470 9000.

Móttaka Fjarðabyggða

Sími: 470 9000
Netfang: fjardabyggd@fjardabyggd.is
Móttakan er opin: 
Mánudaga til fimmtudaga kl. 10-16 og föstudaga kl. 10-12.  

Móttakan sinnir meðal annars

  • símsvörun
  • öll almenn þjónusta við viðskiptavini bæjarins
  • upplýsingagjöf um starfsemi bæjarins
  • upplýsingar um stöðu mála

SMS-skilaboðakerfi Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð er með í notkun kerfi sem býður upp á að senda sms skilaboð til íbúa í ákveðnum götum og hverfum sveitarfélagsins. Það hefur reynst vel að nota það t.d. þegar viðgerðir hafa staðið yfir hjá Veitum. Þá eru send skilaboð til íbúa í þeim húsum, götum sem við á þegar loka þarf fyrir rennsli kalda vatnsins í stuttan tíma vegna lekaleitar og/eða viðgerðar.

Skráning í skilaboðakerfi Fjarðabyggðar

Skilaboðakerfið er tengt við kortavef Fjarðabyggðar og þar er hægt að velja úr einstaka hús og götur og þá fá símanúmer sem eru skráð á þau heimilisföng í gegnum þjónustuna 1819 sms skilaboð þegar við á.
Ef símanúmer viðkomandi er ekki skráð hjá 1819 er hægt að óska eftir því að skrá það inn í skilaboðakerfið hjá Fjarðabyggð með því að fylla formið hér að neðan. 

Heimili

 

Nýir íbúar geta tilkynnt flutning til Þjóðskrár í gegnumÍsland.is. Þar er að finna góð ráð og hagnýtar upplýsingar þegar fólk flytur innanlands eða til og frá Íslandi.

Fjarðabyggð er kraftmikið sveitarfélag á Austfjörðum. Það býr yfir sterku atvinnulífi í traustu og fjölbreyttu samfélagi, umvafið stórbrotinni náttúru.

Kjörorð Fjarðabyggðar, Þú ert á góðum stað, merkja skuldbindingu þess að bjóða íbúum upp á framúrskarandi þjónustu, öflugt skóla- og frístundastarf þar sem íþrótta- og tómstundastarf er til fyrirmyndar og menningarlíf fær að blómstra.

Um 5500 íbúar í sjö bæjarkjörnum gera sveitarfélagið eitt það víðfeðmasta á landinu. Hver kjarni hefur sína sérstöðu, menningu og sögu en saman mynda þeir sterka heild og samheldið samfélag. 
Í Fjarðabyggð liggur sterkur grunnur atvinnu- og verðmætasköpunar með öflugum höfnum, stóriðju og nýsköpun en þar býr líka yfirgripsmikil þekking og aðlögunarhæfni sem felur í sér ótal tækifæri. Sveitarfélagið ásetur sér að styðja við frumkvæði einstaklinga og áframhaldandi framþróun samfélagsins. Þannig sköpum við umhverfi þar sem allir íbúar fá tækifæri til að dafna.
Hægt er að skoða laus störf hjá sveitarfélaginu hér, einnig er hægt að skoða önnur fjölbreitt störf innan sveitarfélagsins og eða á austurlandi inná vef austurland.is eða á alfred.is

Leikskólar í Fjarðabyggð eru þjónustu- og menntastofnanir fyrir börn sem eru á leikskólaaldri og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.  Samstarf er milli leikskólanna í Fjarðabyggð og við grunnskólann í viðkomandi byggðarlagi. Leikskólarnir eru lokaðir í fjórar vikur yfir sumarið vegna sumarfrís starfsfólks og barna. Lokunartíminn er mismunandi milli skóla og breytilegur milli ára.
Allar frekari upplýsingar um umsóknarferli, gjöld og fleira má finna hér.

Í Fjarðabyggð eru starfræktir fimm grunnskólar allir fyrir börn frá sex til fimmtán ára. Sótt er um skólavist hjá hlutaðeigandi skóla. Samstarf er milli grunnskólanna í Fjarðabyggð, milli hvers grunnskóla og Tónlistarskóla Fjarðabyggðar og við leikskólann í viðkomandi byggðarlagi.

Allar frekari upplýsingar um grunnskóla má finna hér.

Tónlistarskóli Fjarðabyggðar býður fjölbreytt og aðgengilegt tónlistarnám fyrir börn og ungmenni í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagsins. Skólanámskráin fyrir skólaárið 2024–2025 lýsir helstu áherslum skólans, námsframboði, skipulagi kennslu og starfsumhverfi.

Frekari upplýsingar um nám í Tónlistarskóla Fjarðabyggðar má finna á heimasíðu skólans tsf.is/.

Í Fjarðabyggð er að finna alla þá þjónustu sem þarf að vera til staðar í hverju samfélagi. Matvöruverslanir, bakarí, apótek, banki, hárgreiðslu- og snyrtistofur, tannlæknir, efnalaug, umboðaaðili tryggingafélaga, skiltagerð, eldsneytissala, bifreiða- og vélaverkstæði og veitinga- og gististaðir. 

Krónan er með verslun í Molanum Reyðarfirði ásamt Lyfju, Fjarðabásum og Veiðiflugunni. Lyfja rekur einnig verslanir á Norðfirði og Eskifirði. Kjörbúðin rekur svo verslanir á Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Á Breiðdalsvík er gamla búðin Kaupfjelagið rekið.

Í Fjarðabyggð er rekin öflug heilbrigðisþjónusta á vegum Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Tímabókanir hjá heimilislæknum fara fram í gegnum aðalnúmer hverrar starfsstöðvar

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á eftirfarandi hlekk: Heilbrigðisstofnun Austurlands

Strætó heldur uppi áætlunarferðum á milli kjarna í Fjarðabyggð. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um ferðir strætisvagna Fjarðabyggðar með því að smella á eftirfarandi hér

Fyrir ferðir utan Fjarðabyggðar er það leið 91, hægt að skoða tímatöflu inná strætó.is.

Á milli Brekkuþorps í Mjóafirði og Norðfjarðar eru reglubundnar ferjusiglingar frá 1. október til 31. maí. Siglt er með flóabátnum Björgvin (s.849-4797 eða 849-4790). Siglt er tvisvar í viku frá Mjóafirði, á mánudögum og fimmtudögum. Brottfarartími er kl. 10:00 frá Brekkuþorpi og kl. 12:30 frá Norðfirði.

Hægt er að fara aukaferðir eftir nánara samkomulagi við rekstraraðilan - Björgvin EHF (s.849-4797 eða 849-4790) 

Í Fjarðabyggð eru reknar fimm sundlaugar, á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Breiðdal. 

Hægt er að finna allt um sundlaugar hér.

Í Fjarðabyggð eru fimm íþróttamiðstöðvar ásamt Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Íþróttamiðstöðvarnar eru nýttar sem skólamannvirki, til æfinga og fyrir almenning.

Allar upplýsignar vegna íþ´rottamiðstöðva má finna hér.

Oddsskarð á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins. Í fjallinu er toglyfta sem fer upp í 840 metra hæð yfir sjávarmáli, þar se, við blasir ægifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð. Á skíðasvæðinu eru tvær toglyftur og barnalyfta, góð aðstaða fyrir brettafólk og skíðaskáli með veitingaaðstöðu. Þá er skíðamiðstöðin með Stubbaskóla fyrir yngstu börnin.

Opnunartími á veturna er mánudaga til föstudaga kl. 14:00 til 20:00 og kl. 10:00 - 16:00 um helgar. Opið er svo framarlega sem nægur snjór er til staðar. Í boði er að leigja skíði, skó og stafi ásamt snjóbretti og brettaskó. 

Allar upplýsingar um Oddsskarð má finna hér.

Síðast uppfært: 18.08.2025