Fara í efni

Leikskólar

Leikskólar í Fjarðabyggð eru þjónustu- og menntastofnanir fyrir börn á leikskólaaldri sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu.  Samstarf er milli allra leikskólanna í Fjarðabyggð og milli leikskóla og grunnskóla í hverju byggðarlagi. Leikskólarnir eru lokaðir í fjórar vikur yfir sumarið vegna sumarfrís starfsfólks og barna. Lokunartíminn er mismunandi milli skóla og breytilegur milli ára.

Reiknivél

ⓘ Einstaklingar með árstekjur 0–9.000.000 kr.

Algengar spurninga

Sótt er um leikskóladvöl á vefsíðu hlutaðeigandi leikskóla.  

Eigi síðar en þremur vikum áður en leikskólaganga getur hafist, er tilkynnt að barnið geti fengið inngöngu. Forráðamenn þurfa þá að staðfesta innan sjö daga hvort leikskólapláss verði tekið. Sækja má um vistun um leið og barn hefur fengið kennitölu 

Opnunartími leikskóla er frá kl. 07:45 til 16:15 og börn geta dvalið í leikskólanum í fjórar til átta og hálfa klukkustund að hámarki á dag.  

Viðbótar vistunargjald er greitt fyrir tímann fyrir kl. 7:45 – 7:00 og tímann frá 16:00 - 16:15. 

Leikskólar eru lokaðir sex daga á ári vegna skipulagsdaga. Leikskólar opna seinna eða loka fyrr fjórum sinnum á ári vegna starfsmannafunda (ársfjórðungslega). Við gerð skóladagatals er miðað við að samræmi sé milli leikskóla og grunnskóla, eftir því sem því verður við komið. Leikskólar eru lokaðir 24. og 31.desember.  

Skráningadagar eru 20 á ári og eru þeir merktir í skóladagatali leikskóla. Skráningardagar er þeir dagar sem foreldrar þurfa að skrá börnin sín sérstaklega í vistun, annars er litið svo á að nemandinn sé í fríi.  

Skráningar þessara daga fara fram í upphafi hverrar annar. 

Dagsetningar skráningardaga eru breytilegar á milli ára í tengslum við:  

  • Vetrarfrí grunnskólanna
  • Jólafrí
  • Páskrafrí 
  • Dagar samkvæmt ákvörðun hvers skóla 

Dvalargjöldin skiptast í tvennt: Almennt vistunargjald fyrir allt að 8 tíma vistun frá 08:00-16:00 og viðbótar vistun fyrir kl. 08:00 og eftir kl. 16:00. Einnig er greitt sérstaklega fyrir notaða skráningardaga. Þá er greitt fyrir morgun- og síðdegishressingu en annar fæðiskostnaður er gjaldfrjáls. Dvalargjöld og fæðisgjöld nefnast einu nafni leikskólagjöld.  

Eftirfarandi afslættir eru veittir af  almennu vistunargjaldi: 

a) systkinaafsláttur – 50% afsláttur á annað barn og 100% á börn umfram tvö. 

b) Forráðamenn sem falla undir tekjuviðmið geta fengið afslátt af dvalargjöldum samkvæmt gjaldskrá Fjarðabyggðar. Sótt er um afslátt á leikskólagjöldum í gegn um íbúagátt Fjarðabyggðar. Skila þarf staðgreiðsluskrá  með umsókn.   

Sjá nánar í reglum um leikskólaþjónustu

Gjaldskrá

Skipulag starfs innan leikskóla Fjarðabyggðar

Leikskóladeginum er skipt upp í tvennt:

  • Faglegt starf fer fram frá kl. 09:00–14:00 alla virka daga.

  • Frjáls  tími,  morgunverður  og  leikstundir  eru  frá  07:45–09:00  á  morgnana  og  eftir  kl.  14:00 á daginn.

Innritun nemenda á leikskóla Fjarðabyggðar

Innritun nemenda í leikskóla er rafræn og fer fram ársfjórðungslega.

Sveigjanlegur dvalartími  

Breytilegur  dvalartími  skapar  svigrúm  fyrir  fjölskyldur  til  að  sníða  leikskóladvöl  barna að  þörfum fjölskyldunnar.  Með breytilegum dvalartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem er nýttur og    möguleiki    er    á    að    lækka    dvalargjöld. Breytilegur    dvalartími milli    daga er    í    boði fyrir öll leikskólabörn,  að  lágmarki  20  tíma dvöl á  viku  þar  sem  lágmarksdvöl  er  4  stundir  á  dag  alla virka daga.Foreldrar og forsjáraðilar geta skráð börnin sín í sveigjanlega dvöl í upphafi hverrar annar eða í síðasta lagi 15. ágúst fyrir haustönn og 15. desember fyrir vorönn. Hægt verður að haga skráningum þannig að dvölin sé mismunandi eftir dögum en þó aldrei meira en 42,5 tímar á viku.

Dvalargjöld

Dvalargjöld í leikskólum Fjarðabyggðar eru reiknuð mánaðarlega og reiknast út frá dvöl barns miðað við fjölda klst. á mánuði án skráningardaga, sjá hér fyrir neðan: 

Almennt  vistunargjald fyrir  allt  að  6  tíma  vistun  frá  08:00-14:00  mun  vera  17.000  kr.  á  mánuði. Almennt vistunargjald fyrir allt að 8 tíma vistun frá 08:00-16:00 mun vera 42.000 kr. frá og með 1. mars 2025. 

Viðbótar vistunargjald á mánuði umfram almennt vistunargjald fyrir hverjar 15 mínútur á tímabilinu fyrir kl 07:45 – 08:00  kosta 10.000 kr. Hverjar 15 mínútur á tímabilinu 16:00 – 16:15 kosta 5.000 kr.  frá og með 1. mars 2025. 

Hér að neðan er tafla sem tekur mið af mismunandi vistunartíma barns reiknað út frá vistunargjaldi per klst.:

Dvalarstundir Almennt vistunargjald Tekjutengdur 50% afsláttur Með morgun- og síðdegis- hressingu Með morgun- og síðdegis-hressingu og hádegismat
4 tímar 11.332 5.666 14.035 14.035
5 tímar 14.165 7.083 16.868 16.868
6 tímar 17.000 8.500 19.703 19.703
7 tímar 31.000 15.500 36.406 36.406
8 tímar 42.000 21.000 47.406 47.406

Afslættir 

Afslættir reiknast af dvalargjöldum, það er almennu vistunargjaldi, viðbótar vistunargjaldi og gjaldi vegna skráningardaga.Veittur er 50 % afsláttur fyrir annað barn. Ekkert er greitt fyrir þriðja barn. Greiða ber fullt gjald fyrir það barn sem er í lengstri gjaldskyldri vistun. 

Tekjuviðmið

Einstaklingar sem falla undir tekjuviðmið 0-9.000.000 kr. geta sótt um 50% afslátt af dvalargjöldum, það er almennu vistunargjaldi, viðbótar vistunargjaldi og gjaldi vegna skráningardaga, en fæðisgjald fellur ekki þar undir. Sambúðarfólk sem fellur undir tekjuviðmið 0-13.600.000 kr. geta sótt um 50% afslátt af dvalargjöldum,það er almennu vistunargjaldi, viðbótar vistunargjaldi og gjaldi vegna skráningardaga, en fæðisgjald fellur ekki þar undir. 

Tekjuviðmið miðast við heimili og eru eftirfarandi:

  • Miðað  er  við  meðaltekjur  samkvæmt  staðgreiðsluskrá  fyrir  síðustu  12  mánuði  þegar  umsókn 

    um  leikskólavist  er  send  inn.  Endurnýjaðri  staðgreiðsluskrá  þarf  að  skila  inn  til  viðkomandi  leikskóla fyrir 1. september ár hvert. 

  • Tekjuviðmið eru endurskoðuð af fjölskyldunefnd.

Skráningardagar

Skráningardagar eru samtals 20 á hverju ári. Gjald fyrir hvern skráningardag er 3.000 kr. og kemur til viðbótar  við  dvalargjöld.  Foreldrar og forsjáraðilar þurfa  að  skrá  börnin  sín  á  skráningardaga  í upphafi hverrar annar eða í síðasta lagi 15. ágúst fyrir haustönn og 15. desember fyrir vorönn. 

Skráningardagarnir 2025 eru sem hér segir:

Vetrarfrí að vori

Dagsetningar koma fram í skóladagatölum ár hvert

  • 14. – 16. apríl (3 dagar í dymbilviku)

  • 25. apríl (föstudagur)

  • 2. maí (föstudagur)

  • 30. maí (föstudagur) 

  • 16. júní (mánudagur)

Vetrarfrí að hausti

Dagsetningar koma fram í skóladagatölum í mars ár hvert

  • 22. desember (mánudagur)

  • 23. desember (þriðjudagur)

  • 29. desember (mánudagur)

  • 30. desember (þriðjudagur)

Hver  leikskóli  ákvarðar  fjóra  skráningadaga  í  viðbót  við  ofangreindar  dagsetningar  sem  verða  tilgreindir í skóladagatali hvers skólaárs. Fjórum sinnum á ári (tvisvar á önn) hefst skóladagurinn annað hvort kl 10:10 eða lýkur kl 13:50 vegna starfsmannafunda. Skert opnun vegna starfsmannafunda verður tilgreind í skóladagatali hvers skólaárs.

Fæðisgjald

Tegund Verð
Morgunhressing 2.703 - kr.
Síðdegishressing 2.703 - kr.
Hádegismatur 0 - kr.

Fæðisgjald (morgunhressing og/eða síðdegishressing) fylgir vistunartíma barna.

Leikskólagjaldið greiðist fyrir fram, eindagi er 15. hvers mánaðar. Dragist greiðsla í tvo mánuði er litið svo á, að undangenginni viðvörun, að plássinu hafi verið sagt lausu. Uppsagnarfrestur leikskólaplássa er einn mánuður og miðast uppsögn við 1. hvers mánaðar.

Reglur um niðurfellingu leikskólagjalda

Ef um veikindi barns er að ræða sem vara 4 vikur eða lengur er hægt að fella niður leikskólagjöld um helming gegn framvísun læknisvottorðs. Forföll langveikra barna og niðurfelling gjalda vegna þeirra verði metin af leikskólastjórum í hvert sinn. Leikskólagjöld falla niður í sumarfrí barna. Boðið er upp á 4 til 8 vikur á tímabilinu frá 15.maí til 15. september.

Síðast uppfært: 03.09.2025