Fara í efni

Skíðasvæði

Oddsskarð á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins. Í fjallinu er toglyfta sem fer upp í 840 metra hæð yfir sjávarmál, þaðan sem blasir við ægifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð. Á skíðasvæðinu eru tvær toglyftur og barnalyfta, góð aðstaða fyrir brettafólk og skíðaskáli með veitingaaðstöðu. Þá býður skíðamiðstöðin upp á Stubbaskóla fyrir yngstu börnin.

Opnunartími á veturna er mánudaga til föstudaga kl. 16:00 til 19:00 og kl. 10:00 - 16:00 um helgar. Opið er svo framarlega sem nægur snjór er í brekkunum. 

Í boði er að leigja skíði, skó og stafi ásamt snjóbretti og brettaskó. 

Hægt er að kaupa skíðakort með því að smella á hlekkinn hér:

Gjaldkrá

Kort Fullorðnir Börn

3 klst

4.850 kr.

1.740 kr.

Dagskort

5.700 kr.

2.100 kr.

Helgarpassi (föstudag-sunnudag)

10.450 kr.

3.380 kr.

Vetrarkort

29.400 kr.

12.500 kr.

Skólakort Verð

Fyrir framhalds- og háskólanema (gegn framvísun skólaskírteinis)

21.220 kr.

Búnaður Verð

Undir 110cm - skíði, skór og stafir

3.590 kr.

Yfir 110cm - skíði, skór og stafir

4.850 kr.

Bretti og skór

3.700 kr.

Stök skíði/bretti eða klossar/brettaskór barna

2.025 kr.

Stök skíði/bretti eða klossar/brettaskór fullorðins

2.690 kr.

Hjálmar

Gjaldfrjálsir

Veittur er 20% afsláttur af vetrarkortum sem keypt eru fyrir áramót.

Öryrkjar sem framvísa örorkukorti frá TR fá vetrarkort á sama verði og börn.

Frítt fyrir börn 0 – 10 ára. 

Einstaklingar 67 ára og eldri fá 50% afslátt.

Hægt er að kaupa vetrarkort í sundlauginni á Eskifirði og í Neskaupstað og á netinu.