1. gr.
Byggingarleyfisgjöld.
1.1 Byggingarleyfi og gjald vegna tilkynningarskyldra bygginga.
Byggingarleyfisgjald vegna nýbyggingar stærri en 15 m2er skipt í fast gjald og gjald fyrir hvern rúmmetra byggingar.
Innifalið í gjaldinu er lögboðin meðferð byggingarleyfisskyldra erinda, lóðarblað, yfirferð teikninga, útsetning lóðar og byggingareits húss, öryggis- og lokaúttekt (eitt skipti á hvora) og eftirlit byggingarfulltrúa skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Tegund | Verð |
---|---|
Rúmmetragjald fyrir byggingar stærri en 15 m2 | 234kr./m3 |
Byggingar 15-60 m2 | 123.327 kr. |
Byggingar stærri en 60 m2 | 215.819 kr. |
Yfirferð teikninga og umsýsla ( undanþegin leyfisgjaldi í lið 1.1) | 15.418 kr./klst. |
Vinna byggingarfulltrúa (t.d. ef vinna er umfram innheimtu leyfisgjaldi) | 22.121 kr./klst. |
Gjöld vegna aðkeyptrar yfirferðar séruppdrátta | samkvæmt reikningi |
Meiri háttar framkvæmdir undanþegnar hefðbundinni gjaldtöku. | 64.522 kr. |
Niðurrif mannvirkja | 30.831 kr. |
Breyting á skráningu byggingar | 30.831 kr. |
Lágmarksgjald vegna móttöku byggingarleyfisumsóknar | 15.417 kr. |
Greiða skal byggingarleyfisgjald fyrir hverja byggingarleyfisumsókn sem tekin er til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Gjöld skv. 1. gr. eru óendurkræf þótt lóðarúthlutun og byggingarleyfi falli úr gildi.
1.2 Gjöld vegna stöðuleyfa.
Stöðuleyfisgjöld eru miðuð við hvern fermetra lausafjármunar. Lágmarksviðmunarstærð stöðuleyfisgjalda er miðuð við 15 m2. Gjald miðar við útgáfu stöðuleyfis. Stöðuleyfi eru að hámarki veitt til 12 mánaða í senn.
Tegund | Verð |
---|---|
Stöðuleyfisgjald lausafjármuna | 3.523 kr./m2 |
1.3 Leigugjöld á skipulögðum gámasvæðum, iðnaðarlóðum og dreifbýli
Tegund | Verð - Miðað er við almanaksár |
---|---|
Leigugjald fyrir 0-15m2 eða minna (jafngildir 20 feta gámi), veitt til eins árs í senn | 58.724 kr. á ári |
Leigugjald fyrir 16-30 m2 (jafngildir 40 feta gám), veitt til eins árs í senn | 97.873 kr. á ári |
2. gr.
Afgreiðslu- og þjónustugjöld.
2.1 Leyfisveitingar og úttektir.
Tegund | Verð |
---|---|
Aðrar leyfisveitingar, úttektir og vottorð (vínveitingaleyfi, húsaleiguúttektir, umsagnir vegna rekstrarleyfa o.fl.) | 30.830 kr. |
Úttektir vegna byggingarstjóraskipta | 30.830 kr. |
Úttektir vegna meistaraskipta | 30.830 kr. |
Stöðuúttektir (undanþegin leyfisgjaldi í lið 1.1) | 30.830 kr. |
Lágmarksgjald vegna annarra leyfisveitinga | 15.417 kr. |
2.2 Afgreiðslur.
Tegund | Verð |
---|---|
Afgreiðslur eignaskiptayfirlýsinga | 61.664 kr. |
Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga, | Samkvæmt reikningi Þjóðskrár |
Breyting á lóðarleigusamningi að beiðni lóðarhafa | 61.664 kr. |
Umsýslugjald vegna lóðarúthlutunar | 56.420 kr. |
Umsýslugjald vegna stofnunar lóða | 30.830 kr. |
Gjald vegna kostnaðar ÞÍ vegna stofnunar lóðar | Samkvæmt reikningi |
Umsýslugjald vegna útsetningar lóðarmarka að beiðni lóðarhafa | 15.417 kr. |
Gjald vegna kostnaðar við lóðarútsetningu | Samkvæmt reikningi |
Efnistökuleyfi | 40.126 kr. |
Lágmarksgjald vegna annarra afgreiðslna | 15.417 kr. |
3. gr.
Meginreglur vegna breytinga á aðal- og/eða deiliskipulagi
Gjaldskráin byggir á þeirri meginreglu að aðili sem óskar eftir breytingu á aðal- og/eða deiliskipulagi skuli greiða þann kostnað sem breytingin hefur í för með sér. Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á uppdráttum, auglýsinga og kynninga vegna málsins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ákveðið að falla frá gjaldtöku ef skipulagsvinna á vegum sveitarfélagsins er yfirstandandi eða fyrirhuguð á svæðinu eða skipulagsáætlun þarfnast breytinga af öðrum ástæðum, enda hafi það ekki í för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélagið. Ef kostnaður vegna vinnu skipulags- og byggingarfulltrúa eða aðkeyptrar vinnu er, vegna umfangs, verulega umfram viðmiðunargjald verksins er heimilt að leggja á til viðbótar tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa sem er 15.417kr./klst. eða gjald skv. reikningi.
Skilgreiningar:
Umsýslu- og auglýsingakostnaður: kostnaður sveitarfélagsins við afgreiðslu umsóknar, birtingar auglýsinga og annarrar umsýslu.Breytingarkostnaður: kostnaður sem fellur til innan sveitarfélags við gerð nýs deiliskipulags eða breytingar á gildandi aðal- eða deiliskipulagsuppdrátta.
3.1 Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga.
Tegund | Verð |
---|---|
Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr. | Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi |
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. | 82.479 kr. |
3.2 Kostnaður vegna deiliskipulags.
Tegund | Verð |
---|---|
Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. | Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi. |
Veruleg br. á deiliskipulagsuppdr., sbr. 1. mgr. 43. gr. | Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi. |
Óveruleg br. á deiliskipulagsuppdr., sbr. 2. mgr. 43. gr. | Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi. |
Umsýslu- og auglýsingakostn., sbr. 2. mgr. 38. gr. og 1. og 2. mgr. 43. gr. | 82.479 kr. |
3.3 Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis.
Tegund | Verð |
---|---|
Framkvæmdaleyfi - framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 111/2021, viðmiðunargjald | 178.158 kr. |
Framkvæmdaleyfi – aðrar framkvæmdir | 74.219 kr. |
Framkvæmdaleyfi – aðrar minni framkvæmdir | 30.832 kr. |
Eftirlit umfram eina ferð, sem er innifalin í framkvæmdaleyfisgjaldi | 15.417 kr. |
Lágmarksgjald vegna annars kostnaðar við leyfisveitingar | 15.417 kr. |
4. gr.
Einingarverð og gildistaka.
Gjaldskrá þessi er sett fram með heimild í 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 ásamt heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast gildi 1. janúar 2025. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1434/2023.