Fara í efni

Sorphirða

Í Fjarðabyggð er notast við þriggja tunnu sorptunnukerfi. Gráar-, grænar- og brúnar tunnur. Matarleifum, plasti, pappír og blönduðum úrgangi er safnað af sorphirðunni á þriggja vikna fresti. Auk þessara flokka er hægt að skila gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum á grenndarstöðvar eða á móttökustöðvarstöðvar.

Í Fjarðabyggð er notast við þriggja tunnu sorptunnukerfi í Fjarðabyggð. Gráa-, Græna- og Brúna tunnan eru allar losaðar á þriggja vikna fresti.  Tunnur skulu ekki fylltar meira en svo að þeim sé hægt að loka. 

Yfirfullar tunnur eru ekki losaðar og er íbúum bent á móttökustöðvar og grendargáma.

  • Brúna tunnan er fyrir lífrænan úrgang. Í hana fara allir matarafgangar sem og annar lífrænn úrgangur sem til fellur á heimilum. Dæmi um lífrænan úrgang: Afskurður af ávöxtum og grænmeti, kjöt- og fiskafgangar, brauðmeti, kaffikorgur og tepokar.
  • Grænan tunnan er fyrir endurvinnanlegan heimilsúrgang. Í tunnuna má setja allan pappír heimilisins, bylgjupappa og pappa, plast, minni málmhluti (t.d. niðursuðudósir, málmlok af glerkrukkum) og fernur. Mikilvægt er að hreinsa allar umbúðir vel og skola fernur áður en þær fara í tunnuna.
  • Gráa tunnan er fyrir allan úrgang sem ekki flokkast í skilgreind endurvinnsluferil. Dæmi: Gler, bleyjur, frauðplast og stór bein.


Athugið að ef misbrestur er á flokkun, verður tunna ekki tæmd.

Hægt er að sækja um og/eða skila sorptunnu með því að smella á hnappinn hér að neða.

Fyrirvari

Líta skal á sorphirðudagatalið sem viðmiðunardagatal. Veðurfar, veikindi, bilanir og aðrir ófyrirséðir þættir geta haft áhrif en almennt ætti ekki að skeika meiru en ½ til 1 degi á sorphirðu milli hverfa.

Gjaldskrá

1. gr.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar innheimtir gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs eins og fram kemur í gjaldskrá þessari. 

2. gr.

Úrgangsförgunargjald greiðist árlega. Gjald skal innheimt með fasteignagjöldum.

Árið 2025 er gjaldið 36.639kr. vegna hverrar almennar sorptunnu.

Úrgangshreinsunargjald þ.e.  gjald  vegna  meðhöndlunar  úrgangs,  annarrar  en  förgunar, greiðist árlega. Gjaldið skal innheimt með fasteignagjöldum.

Árið 2025 er gjaldið 53.279kr. vegna  fyrir  hverja  almenna  sorptunnu.  Með  hverri almennri sorptunnu fylgja endurvinnslutunnur.

Óski  greiðendur  eftir  auka  tunnum,  fyrir  endurvinnsluúrgang  (græna,  brúna  eða  bláa  tunnu) skal greiða 16.520kr. á ári fyrir. 

3. gr.

Árið  2025  greiða  heimili  og  fyrirtæki  fyrir  gjaldskyldan  úrgang  skilað  á  móttöku-  og söfnunarstaði   Fjarðabyggðar.   Upplýsingar   um   gjaldskyldan   og   gjaldfrjálsan   úrgang   frá heimilum má finna á heimasíðu fjarðabyggðar. Klippikort sem rúmar 2m3 má nálgast á næstu móttökustöð eða skrifstofu fjarðabyggðar. Verð á klippikorti til heimila er kr. 8.000.- 

Allur úrgangur fyrirtækja sem skilað er á móttökustöðvar er gjaldskyldur árið 2025. Greitt er með  klippikorti  fyrirtækja  sem  fæst  á  skrifstofu  Fjarðabyggðar  (klippikort@fjardabyggd.is) fyrir 32.000kr.   Hvert   klippikort   fyrirtækja   rúmar   2m3.   

Klippikort rúma 2m3 efnis og skiptast í 6 x 0,125m3 einingu og 5 x 0,250m3 einingu. 

Gjöld vegna móttöku úrgangs á móttökustöðvunum eru eftirfarandi:.

Gjaldskrá 2025:

Tegund Fjöldi klippa, heimiliskort Fjöldi klippa, fyrirtækjakort
Gjaldfrjáls heimilisúrgangur - flokkað efni **) 0 N/A
Gjaldskyldur úrgangur - flokkað efni *) 1x 1x
Óflokkaður úrgangur 2x 2x

*) Asbest, Einangrun, Blandaður úrgangur, Flísar, Flugeldar, Gifs, Gashylki, Gluggar, Matarolía, Hreinlætistæki, Járnbundin steypa, Olíumálning, Rúðugler, Olíusíur, Malbik, Brunaboðar Málað timbur, Ómálað timbur, Urðunarefni, Steypa, Slökkvitæki, Vörubretti, Spilliefni, Tjörupappír.

**) Gler, Bækur, Hjólbarðar, Flúrperur, Sólarrafhlöður, Plastumbúðir, Kæli- og frystitæki, Úðabrúsar, Frauðplast, Vírar og Kaplar, Raftæki, Glær plastfilma, Dagblöð, Prentylki, Ljósaperur, Möl og sandur, Glært gler, Harðar og mjúkar plastumbúðir, Rafgeymar, Garðaúrgangur, Litað gler, Sléttur pappír, Rafhlöður, Pappír, Sjónvörp og skjáir, Hart plast, Málmar, Smáraftæki, Vatnsmálning, Skjöl, Málmumbúðir, Stór raftæki, Stór plastfilma,  Bylgjupappi, Postulín, Úrgangsolía, Trjábolir og rætur, Lituð plastfilma.

4. gr.

Úrgangur  skal  vera  flokkaður  við  skil  á  urðunarstað  í  samræmi  við  móttökuskilyrði.Viðskiptavinir greiða fyrir úrgang eftir þyngd (kr/kg) samkvæmt gjaldskrá. 

Gjöld   vegna   móttöku   og/eða   meðhöndlunar   úrgangs   á   móttökustöð   í   Þernunesi   eru eftirfarandi:

Tegund kr/kg með VSK
Blandaður/Grófur úrgangur 76 kr.
Timbur 56 kr.
Kjöt og sláturúrgangur 50 kr.
Seyra 44 kr.
Fita 44 kr.

*Ef vinna þarf úrgang sérstaklega fyrir urðun er heimilt að innheimta tímagjald skv. gjaldskrá.

Aðeins fyrirtækjum með starfsleyfi til að flytja úrgang er heimilt að koma með úrgang beint í móttökustöðina í Þernunesi. Öll losun skal fara fram í samráði við rekstraraðila, Fjarðabyggð.

5. gr.

Gjalddagar  gjalda  skv.  2.  gr.  fylgja  reglum  um  gjalddaga  fasteignagjalda  og  er  skipt  jafnt niður á þá.  Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga, séu gjöldin ekki greidd á eindaga. Gjalddagi gjalda skv. 3., 4. og 5. grein er 1. hvers mánaðar og eindagi 15 dögum síðar.

Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.

6. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af bæjarstjórn Fjarðabyggðar með stoð í samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð nr. 247/2011, sbr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum.  Gjaldskráin öðlast gildi 1. janúar 2025. 

Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1436/2023

Síðast uppfært: 20.08.2025