Fara í efni
18.12.2025 Fréttir, Skipulags- og byggingarmál, Umhverfi

Framkvæmdir við ofanflóðamannvirki á undan áætlun

Deildu

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Nes- og Bakkagil í Neskaupstað hafa gengið vel að undanförnu og eru töluvert á undan upprunalegri tímaáætlun. Lokið er við uppsetningu 14 af 20 keilum og vinna við grindarkerfi þvergarðs er vel á veg komin. Búið er að raða grindum upp í um hálfa hæð á um helmingi garðsins. Undanfarið hefur mest vinna farið í styrkingarkerfi þvergarðs, bakfyllingu og undirstöðu, auk klapparlosunar.

Eftir þessa viku (15-19. desember) mun verktaki fara í jólafrí og hefst vinna aftur 5. janúar ef veður og snjóalög leyfa.