Fara í efni

Menningarstyrkir

Menningarstyrkir Fjarðabyggðar eru veittir til að styðja og efla menningarstarfsemi í sveitarfélaginu. Stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar auglýsir árlega eftir umsóknum um styrki til menningarmála.

Öllum er heimilt að sækja um, að því gefnu að verkefnið hafi skýra tengingu við Fjarðabyggð. Verkefni þurfa að: 

  • Fara fram í Fjarðabyggð.
  • Fela í sér kynningu á menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.
  • Hafa umsjónarmenn eða listamenn sem eru búsettir í Fjarðabyggð. 
  • Náms
  • Reksturs
  • Viðhalds húsnæðis
  • Umsóknarfrestur er auglýstur hverju sinni
  • Sótt er um rafrænt í gegnum Íbúagátt Fjarðabyggðar.
  • Umsóknareyðublað má finna undir: Umsóknir → 07 Menningarmál → Umsókn um styrk til menningarstarfsemi.
  • Úthlutun fer fram einu sinni á ári.

Styrkir eru veittir á bilinu 50.000 – 500.000 kr. Umsækjendur skulu hafa þessa upphæð í huga við gerð umsóknar. 

  • Allar umsóknir eru skráðar hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar.
  • Umsókn sem er ekki samþykkt útilokar ekki framtíðarsamstarf við Menningarstofu. 

 

Síðast uppfært: 04.09.2025