Fara í efni

Fyrir fjölmiðla

Á fjölmiðlatorgi Fjarðabyggðar má nálgast á einum stað fréttir af vef sveitarfélagsins og tilkynningar, merki þess og annað sem gagnast kann störfum fjölmiðla. Stefna Fjarðabyggðar í upplýsinga- og kynningarmálum er að veita góðar og gagnsæjar upplýsingar um nærsamfélagsþjónustu sveitarfélagsins og réttindi íbúa.

Áhersla er lögð á góð samskipti við fjölmiðla og stuðning við samfélagslegt hlutverk þeirra. Lögum samkvæmt ber sveitarfélagið einnig ríka upplýsingaskyldu gagnvart íbúum um málefni þess og ákvarðanir, bæði hvað þjónustu varðar, fjárhag og umhverfi og þau markmið sem að er stefnt.

Markmið samskiptastefnu Fjarðabyggðar er að eiga frumkvæði að skýrri og traustri upplýsingagjöf, og um leið að gera upplýsingar aðgengilegar og tryggi gagnsæi í stjórnsýslu, auk þess jafna aðgengi allra íbúa Fjarðabyggðar og annarra hagsmunaaðila að upplýsingum um starfsemi sveitarfélagsins. 

Samskiptastefna

 

Vörumerkjahandbók Fjarðabyggðar kynnir megindrætti sjónrænnar ásýndar Fjarðabyggðar. Hún inniheldur endurnýjaða útgáfu af merkinu ásamt skýrum
leiðbeiningum um notkun þess, útvíkkað litakerfi með vel skilgreindum litatónum og nákvæmar reglur um leturnotkun. Tilgangurinn er að tryggja samræmi í allri miðlun og móta sterka og faglega heildarmynd.

 

Síðast uppfært: 15.09.2025