Fara í efni

Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Fjarðabyggðar er með aðstöðu í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Í boði er að læra á helstu hljóðfæri eins og píanó, hljómborð, klassískan gítar, hljómgítar , rafgítar, rafbassa, blokkflautu, þverflautu og ukulele svo eitthvað sé nefnt.

Öllum stendur til boða að stunda nám við tónslistarskólann, en grunnskólanemendur hafa forgang. 

Allar frekari upplýsingar um námið, hvernig er hægt að skrá sig, inntökuskilirði og fleira er að finna á heimasíðu skólans hér að neðan. 

Tegund Verð fyrir 20 ára og yngri Verð fyrir 21 árs og eldri
Fullt nám: 60 mín. á viku. Gjald á önn. 39.715 kr. 81.832 kr.
Hálft nám: 30 mín. á viku. Gjald á önn. 26.611 kr. 54.832 kr.
Hóp nám: 60 mín. á viku. Gjald á önn. 23.701 kr. 48.837 kr.
Hljóðfæraleiga: Gjald á önn. 8.313 kr. 8.564 kr.

Ef tveir eða fleiri aðilar úr sömu fjölskyldu eru í fullu tónlistarnámi greiðir sá sem greiðir hæsta gjaldið fullt gjald en aðrir í fjölskyldunni fá 50% afslátt af einstaklingstímum og 25% afslátt af hópnámstímum. 

Reglur um niðurfellingu tónlistarskólagjalda

Ef um veikindi barns er að ræða sem vara 4 vikur eða lengur er hægt að fella niður tónlistarskólagjöld um helming gegn framvísun læknisvottorðs.

Ef um veikindi kennara er að ræða sem vara 4 vikur eða lengur og ekki er hægt að útvega forfallakennslu er hægt að fella niður tónlistarskólagjöld sem því nemur

Forföll langveikra barna og niðurfelling gjalda vegna þeirra verði metin af tónlistarskólastjórum í hvert sinn.

Síðast uppfært: 03.09.2025