1. gr.
Árlegt leyfisgjald fyrir að halda hund í Fjarðabyggð, sbr. 18. gr. samþykktar nr. 990/2022 skal vera kr. 18.918.-. Gjald greiðist á gjalddaga 1. október, en eindagi er 30. október ár hvert. Innifalið í leyfisgjaldi er ormahreinsun auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.
Eigandi/umsjónarmaður hunds sem sótt hefur hlýðninámskeið hjá viðurkenndum hundaþjálfara getur sótt um 50% afslátt á hundaleyfisgjaldi. Afslátturinn gildir út skráningatíma hunds í sveitarfélaginu. Undanskildir árlegu leyfisgjaldi eru hundar skilgreindir sem leitar-, björgunarsveitar eða lögregluhundar. Einnig aðstoðar- og þjónustuhundar sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem slíkir og viðurkenndir af þar til bærum aðilum, t.d. leiðsöguhundar.
2. gr.
Árlegt leyfisgjald fyrir að halda kött í Fjarðabyggð, sbr. 18. gr. samþykktar nr. 990/2022 skal vera kr. 11.521.- -. Gjald greiðist á gjalddaga 1. október, en eindagi er 30. október ár hvert. Innifalið í leyfisgjaldi er ormahreinsun auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.
Eigandi/umsjónarmaður kattar getur sótt um 50% afslátt á kattaleyfisgjaldi gegn staðfestingu þess að kötturinn hafi farið í ófrjósemisaðgerð. Afsláttúrinn gildir út skráningartíma kattar í sveitarfélaginu.
3. gr.
Handsömunargjald vegna hunda, samkvæmt 18. gr. samþykktar nr. 990/2022, skal vera kr. 20.781.-. Þurfi að vista hund yfir nótt, skal greiða vörslugjald að fjárhæð kr. 10.402.-. fyrir hvern dag umfram fyrsta sólarhringinn. Að auki skal greiða allan útlagðan kostnað Fjarðabyggðar vegna hundsins.
Eigandi hunds getur fengið hann afhentan, samkvæmt 8. gr. samþykktar nr. 990/2022 að aflokinni skráningu og gegn framvísun á staðfestingu fyrir greiðslu skráningargjalds og handsömunargjalds auk annars áfallins kostnaðar vegna brotsins.
4. gr.
Um vexti af vangreiddum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari gilda almennar reglur. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.
5. gr.
Gjaldskrá þessi er sett með vísun til heimilda í samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Fjarðabyggð og 59. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og kafla XVI þar að lútandi, auk reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti.
Gjaldskráin tekur gildi 1.janúar 2025 og fellur þá úr gildi frá sama tíma gjaldskrá nr. 1438/2023.