Eldra fólk er fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Ráðgjöf fyrir eldra fólk felur í sér leiðsögn fyrir einstaklinga og aðstandendur þeirra. Markmiðið er að aðstoða fólk að þekkja þjónustu sem stendur til boða og styðja fólk við að lifa sjálfstæðu og virku lífi.
Eldra fólk

Sveitarfélagið tekur nú þátt í þróunarverkefni sem miðar að því að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætluninni Gott að eldast, þar em stjórnvökd taka utan um þjónustu við eldra fólk með nýjum hætti. Markmið verkefnisins er að finna góðar lausnir á samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og að flétta vandlega saman þá þætti sem ríkið sér um annars vegar og hins vegar sveitarfélagið. Nánar má lesa um þróunarverkefnið inni á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands Gott að eldast
Skilyrði fyrir þjónustu:
- Lögheimili í Fjarðabyggð.
- Mat á þörf fyrir stuðning samkvæmt reglum Fjarðabyggðar um stuðningsþjónustu.
Hvernig er sótt um?
Fyrsta skrefið er að bóka samtal hjá ráðgjafa fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar.
Alla þjónustu er sótt um í gegnumÍbúagátt Fjarðabyggðar.
Í heimaþjónustu er lögð áhersla á að styðja við fólk til þess að það geti búið heima sem lengst.
Dagvist eldra fólks er stuðningsúrræði fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa sem lengst í heimahúsi. Lögð er áhersla á að styðja notendur til sjálfstæðis.
Dagvist eldra fólks er staðsett á Breiðdalsvík í Breiðdal og er opin alla virka daga frá kl. 9:00 - 17:00.
Þjónustuíbúðir eru íbúðir fyrir eldra fólk þar sem gætt hefur verið að aðgengis- og öryggismálum. Þar er m.a. boðið upp á innlit frá starfsmanni, þrif á sameign, almenn heimaþjónusta, heimahjúkrun og öryggisvöktun í formi öryggishnappa.
Markmið með rekstri þjónustuíbúða er að stuðla að sjálfstæði íbúa sem þar búa s.s. varðandi heimilishald og stuðla að sem mestri sjálfsbjargargetu hvers og eins.
Þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð eru að Mýrargötu 18 í Neskauðstað á Norðfirði (Breiðablik). Þar eru níu hjónaíbúðir og sautján einstaklingsíbúðir. Í húsinu er setustofa og þvottaaðstaða. Íbúum gefst kostur á að kaupa hádegisverð alla virka daga.
Félög eldra fólks í Fjarðabyggð halda utan um félagsstarf fyrir eldra fólk í hverjum kjarna sveitarfélagsins. Stefna sveitarfélagsins er að byggja á og hlúa að frumkvæði eldra fólks varðandi skipulagningu félagsstarfs og styður félögin til þess.
Fjölþætt heilsuefling er samstarfsverkefni á vegum Fjarðabyggðar og Janusar heilsueflingar. Verkefnið er heilsutengt forvarnarverkefni og er fyrir einstaklinga 65 ára eða eldri sem eru með lögheimili í Fjarðabyggð.
Lagt er upp með markvissa þol- og styrktarþjálfun, reglulegar heilsufarsmælingar á 6 mánaða fresti, fræðslu og ráðgjöf um holla næringu eða aðra heilsueflandi þætti. Markmið með þátttöku í verkefninu er að bæta afkastagetu, hreyfifærni og heilsulæsi þátttakenda.
Nánar má lesa um verkefnið inná heimasíðu Janusar
Gjaldskrá
Þjónustugjald í þjónustuíbúðum fyrir eldra fólk í Breiðabliki í Neskaupstað er
9.169 kr. á mánuði.
Þjónustugjald kemur til viðbótar húsaleigu og hússjóði sbr. 20. gr. laga nr. 125/1999 um
málefni aldraðra.
Þjónustuþegar greiða fyrir aðstoð við almenn heimilisstörf, heimsendingu matar og akstur.
Snjómokstur er innheimtur sérstaklega.
Aðstoð við almenna stuðningsþjónustu
Fullt gjald fyrir almenna stuðningsþjónustu er 1.854 krónur fyrir hvern unnin tíma.
Aldrei er þó innheimt fyrir meira en tvo tíma á viku og er almenn þjónusta umfram það gjaldfrjáls.
Niðurfelling gjalds fyrir stuðningsþjónustu
Sótt er um niðurfellingu gjalda í gegnum íbúagátt Fjarðabyggðar. Umsóknir um niðurfellingu gjalda þarf að endurnýja árlega í gegnum íbúagátt. Skili þjónustuþegi ekki inn umsókn og tekjuupplýsingum, greiðir hann fullt gjald. Niðurfelling gjalda gildir ekki fyrir heimsendingu matar eða akstur.
Heimsendur matur
Hver máltíð kostar 1.615 krónur.
Akstur á vegum heimaþjónustu
Aksturþjónusta innan þess byggðarkjarna sem þjónustunotandi á lögheimili er gjaldfrjáls.
Ferðir sem samþykktar eru í þjónustusamningi eða vegna sérfræðiaðstoðar eru greiddar 596 krónur á hvern km.
Fyrir aðrar ferðir utan byggðarkjarnans skal greitt skv. gjaldskrá Ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytis.
Snjómokstur
Snjómokstur er einungis veittur einstaklingum sem:
a) Falla undir lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og
eða
b) Eru eldri einstaklingar og/eða öryrkjar sem hafa nú þegar stuðningsþjónustu inná heimili,
geta ekki mokað sjálfir og búa ekki með einstaklingi sem er fær um að moka.
Snjómokstur er aðeins framkvæmdur samkvæmt beiðni félagsþjónustunnar.
Sækja þarf um þjónustuna hjá félagsþjónustunni, umsóknir fara fram í gegn um íbúagáttina.
Þessari þjónustu verður ekki sinnt fyrr en að forgangsmokstri er lokið eða samkvæmt ákvörðun verkstjóra.
Hver snjómokstur kostar 9.2665 krónur.
Ef að óskað er eftir vélmokstri, kostar 17.820 krónur. að stinga út úr bílastæði.
Snjómokstur lýtur sömu reglum um niðurfellingu gjalda og önnur stuðningsþjónusta.
Innheimta
Gjöld eru innheimt mánaðarlega og berast reikningar í heimabanka. Greiðsluseðlar berast ekki heim með pósti nema sérstaklega sé óskað eftir því.
Tekjumark fyrir árið 2025
Við ákvörðun tekjumarka fyrir árið 2025 er miðað við upphæðir bóta almannatrygginga 1. janúar 2025.
Málskot
Heimilt er að skjóta ákvörðun um synjun um niðurfellingu gjalds fyrir stuðningsþjónustu til
Úrskurðarnefndar velferðarmála, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík eða www.urvel.is
Skal það gert skriflega og innan þriggja mánaða frá því notanda var kunnugt um ákvörðun.