Mjóifjörður
Á milli Brekkuþorps í Mjóafirði og Norðfjarðar eru reglubundnar ferjusiglingar frá 1. október til 31. maí. Siglt er með flóabátnum Björgvin.

Siglt er tvisvar í viku frá Mjóafirði, á mánudögum og fimmtudögum. Brottfarartími er kl. 10:00 frá Brekkuþorpi og kl. 12:30 frá Norðfirði. Hægt er að fara aukaferðir eftir nánara samkomulagi við rekstraraðilan - Björgvin EHF (s.849-4797 eða 849-4790)
Mjóafjarðarvegur er ekki ruddur á veturna og er vegurinn er jafnan lokaður frá október til maí.
Mjóafjarðarvegur (953) er ómalbikaður, brattur og seinfarinn á köflum.
Síðast uppfært: 20.08.2025