mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjölskyldunefnd

Fjölskyldunefnd skal móta stefnu sveitarfélagsins, s.s. í félagsþjónustu, barnaverndarþjónustu, málefnum fatlaðs fólks, eldra fólks og í jafnréttismálum. Þá mótar fjölskyldunefnd stefnu í fræðslu-, forvarnar- og menntamálum ásamt því að móta stefnu sveitarfélagsins í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmálum og styðja við virkt íþrótta- og tómstundastarf.

Fjölskyldunefnd skal taka ákvarðanir og gera tillögur til bæjarráðs um málefni á sínu verksviði. Nefndin hefur eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði hennar sé fylgt.

Fjölskyldunefnd fer með önnur þau verkefni sem bæjarráð ákveður.

Smelltu hér til að skoða fundargerðir fræðslunefndar.

Aðalmenn

Ragnar Sigurðsson, formaður (D)
Birgir Jónsson, varaformaður (B)
Jóhanna Sigfúsdóttir (D)
Pálína Margeirsdóttir (B)
Birta Sæmundsdóttir (L)

Varamenn

Sigurjón Rúnarsson (D)
Eygerður Ósk Tómasdóttir (D)
Þórhallur Árnason (B)
Helga Rakel Arnarsdóttir (B)
Salóme Rut Harðardóttir (L)

Fjölskyldunefnd fer með eftirtalin verkefni:

Félags- og húsnæðismál

 • Verkefni samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum , lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 með síðari breytingum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir r nr. 38/2018.
 • Stjórn og eftirlit með framkvæmd félagsþjónustu í Fjarðabyggð. Vinnur tillögur til bæjarráðs um starfsreglur fjölskyldusviðs.
 • Verkefni samkvæmt. lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál og lögum um húsaleigubætur nr. 75/2016 með síðari breytingum.
 • Hefur umsjón með daggæslu barna í heimahúsum og mótar stefnu á því sviði með hliðsjón af stefnu í leikskólamálum Fjarðabyggðar.

 Öldrunar- og heilbrigðismál

 • Stefnumörkun um öldrunarþjónustu í Fjarðabyggð.
 • Verkefni öldungaráðs 6. – 8. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra með síðari breytingum.
 • Samstarf við önnur sveitarfélög og samstarfsaðila svo sem ráðuneyti og stofnanir ríkisins varðandi málefni eldra fólks og heilbrigðisstofnanir.
 • Ábyrgð á samstarfi við frjáls félagasamtök vegna félagslegs starfs eldra fólks og annarri þjónustustarfsemi bæjarfélagsins í þágu eldra fólks.
 • Umsjón með gerð og framkvæmd samstarfs- og rekstrarsamninga á verksviði nefndarinnar s.s. vegna dvalar- og hjúkrunarheimila og félagsþjónustu eldra fólks.

 Jafnréttismál

 • Stefnumörkun í jafnréttismálum og eftirfylgni markmiða í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
 • Eftirlit með samþættingu jafnréttissjónarmiða hjá sveitarfélaginu.
 • Umsjón með gerð jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins, sem skal endurskoðuð og lögð fyrir sveitarstjórn á fyrsta ári eftir sveitarstjórnarkosningar.

 Forvarnarmál

 • Ábyrgð á forvarnarstarfi í samráði við aðra málaflokka og yfirvöld sem fara með slík mál, s.s. heilbrigðisyfirvöld, íþrótta og-frístundamál, skóla og lögreglu.
 • Ábyrgð á rekstri og skipulagi forvarna- og ráðgjafarteyminu Spretts sem starfrækt er á fjölskyldusviði í nánu samstarfi með fræðslunefnd.

 Málefni fatlaðra

 • Ábyrgð á málefnum fatlaðra og samráð við önnur sveitarfélög og yfirvöld í málaflokknum.

 Barnaverndarþjónusta

 • Nefndin fer með verkefni yfirstjórnar barnaverndarþjónustu skv. 12. gr., sbr. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, með síðari breytingum.

 Íþrótta og æskulýðsmál

 • Fer með hlutverk æskulýðsnefndar samkvæmt æskulýðslögum nr. 70/2007.
 • Ber ábyrgð á hagkvæmri og hámarks nýtingu íþróttamannvirkja, í samræmi við markmið í rekstri þeirra.
 • Fer með rekstur og þjónustu félagsmiðstöðva.
 • Annast tengsl við íþróttafélögin og önnur frjáls félagasamtök sem vinna að æskulýðs- og íþróttamálum.
 • Fer með ábyrgð á þjónustusamningum við íþróttafélög og eftirfylgni þeirra.
 • Auglýsir og úthlutar styrkjum til íþrótta- og æskulýðsmála.
 • Ber ábyrgð á störfum ungmennaráðs í samræmi við ákvæði 11. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Hlutverk þess er m.a. að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu.
 • Leggur fram tillögur og er ráðgefandi aðili, varðandi akstur vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar í sveitarfélaginu.
 • Leggur fram tillögur er varðar skipulag og uppbyggingu Vinnuskóla ungmenna í sveitarfélaginu.

 Fræðslu og menntamál

 • Vinnur að samstarfi menntastofnana í sveitarfélaginu.
 • Stuðlar að samstarfi skólastiga í sveitarfélaginu og samstarfi og samþættingu starfs tónlistarskóla með þeim.
 • Framfylgir fræðslustefnu og endurmetur hana að jafnaði tvisvar á kjörtímabili.

 Leikskólamál

 • Fer með hlutverk leikskólanefndar samkvæmt lögum nr. 90/2008 um leikskóla og hefur umsjón með framkvæmd laganna.
 • Hefur samráð við starfsmenn leikskóla og fulltrúa foreldra.
 • Hefur eftirlit með starfsemi leikskóla og vinnur að samræmingu leikskólastarfs í sveitarfélaginu.

 Grunnskólamál

 • Fer með verkefni grunnskólanefndar samkvæmt grunnskólalögum nr. 91/2008 og hefur umsjón með framkvæmd laganna vegna grunnskóla Fjarðabyggðar.
 • Staðfestir skólanámsskrá og starfsáætlun skóla samkvæmt grunnskólalögum nr. 91/2008.
 • Hefur samráð við skólastjóra grunnskóla, starfsmenn grunnskóla og fulltrúa foreldra um skólastarfið, skólaráð og nemendaráð hvers grunnskóla eftir því sem við á.
 • Hefur umsjón með málefnum skóladagheimila í Fjarðabyggð.

 Málefni framhaldsskóla- og háskóla

 • Hefur samráð við menntamálaráðuneytið og önnur fræðsluyfirvöld um starfsemi á framhalds- og háskólastigi.
 • Hefur umsjón með samstarfssamningum sveitarfélagsins við framhaldsskóla.
 • Vinnur að eflingu og þróun mennta- og rannsóknarstarfsemi á háskólastigi í Fjarðabyggð.
 • Fer með ábyrgð á símenntun og fullorðinsfræðslu af hálfu Fjarðabyggðar.

 Málefni tónlistarskóla

 • Hefur umsjón með starfsemi tónlistarskóla í Fjarðabyggð og með framkvæmd laga nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.