mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjölmiðlatorg

Á fjölmiðlatorgi Fjarðabyggðar má nálgast á einum stað fréttir af vef sveitarfélagsins og tilkynningar, merki þess, myndefni og annað sem gagnast kann störfum fjölmiðla. Stefna Fjarðabyggðar í upplýsinga- og kynningarmálum er að veita góðar og gagnsæjar upplýsingar um nærsamfélagsþjónustu sveitarfélagsins og réttindi íbúa. Áhersla er lögð á góð samskipti við fjölmiðla og stuðning við samfélagslegt hlutverk þeirra. Lögum samkvæmt ber sveitarfélagið einnig ríka upplýsingaskyldu gagvart íbúum um málefni þess og ákvarðanir, bæði hvað þjónustu varðar, fjárhag og umhverfi og þau markmið sem að er stefnt.

Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar

Þórður Vilberg Guðmundsson
Netfang: thordur.v.gudmundsson@fjardabyggd.is

Beinn sími: 470 9093
Farsími: 771 9213

Fréttir

Nýr sorphirðubíll

20.05.2020 Nýr sorphirðubíll

Íslenska Gámafélagið hefur tekið í notkun nýjan tveggja hólfa sorphirðubíl og er því hægt að taka tvo flokka án þess að blanda hráefninu saman. Sorphirða í þessari viku er aðeins á eftir áætlun ásamt frídegi sem setur smá strik í reikningin, það er því ljóst að ekki mun nást að tæma grænu tunnuna í öllum bæjarkjörnum í þessari viku heldur mun það eitthvað dragast fram í þá næstu. Þeir munu þó með nýja bílnum getað tæmt saman grænu og brúnu tunnuna

Lesa meira

Tilkynningar

Bæjarstjórnarfundur 28. maí

23.05.2020

Bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 28. maí 2020 kl. 16:00.

Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins má nálgast í síma 470 9000.

Lesa meira