Hreinsunarstarf á Stöðvarfirði gengur vel
08.02.2025
Líkt og fram hefur komið í fréttum gekk mikið ofsaveður yfir Stöðvarfjörð sl. fimmtudag, sem olli margvíslegum og miklum skemmdum víða í bænum. Starfsmenn Fjarðabyggðar ásamt verktökum og íbúum unnu í gær ötulega að hreinsunarstarfi og viðgerðum í bænum, og gekk sú vinna afar vel. Ljóst er þó að einhvern tíma mun taka að koma öllu aftur í samt horf, og mun hreinsunar- og viðgerðarstarf halda áfram næstu daga.