Snjómokstur í Fjarðabyggð
26.01.2021
Undanfarið hefur mikið snjóað í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Síðan um helgina hefur verið unnið að snjómokstri í byggðakjörnunum, en mikið magn af snjó hefur gert þá vinnu erfiða og flókna. Að gefnu tilefni er rétt að benda á að vetrarþjónusta Fjarðabyggðar byggir á verklagsreglum sem samþykktar voru í haust og kynntar á heimasíðu.