mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjölmiðlatorg

Á fjölmiðlatorgi Fjarðabyggðar má nálgast á einum stað fréttir af vef sveitarfélagsins og tilkynningar, merki þess, myndefni og annað sem gagnast kann störfum fjölmiðla. Stefna Fjarðabyggðar í upplýsinga- og kynningarmálum er að veita góðar og gagnsæjar upplýsingar um nærsamfélagsþjónustu sveitarfélagsins og réttindi íbúa. Áhersla er lögð á góð samskipti við fjölmiðla og stuðning við samfélagslegt hlutverk þeirra. Lögum samkvæmt ber sveitarfélagið einnig ríka upplýsingaskyldu gagvart íbúum um málefni þess og ákvarðanir, bæði hvað þjónustu varðar, fjárhag og umhverfi og þau markmið sem að er stefnt.

Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar

Þórður Vilberg Guðmundsson
Netfang: thordur.v.gudmundsson@fjardabyggd.is

Beinn sími: 470 9093
Farsími: 771 9213

Fréttir

Austfirskir tónsmiðir í Hörpu

15.04.2019 Austfirskir tónsmiðir í Hörpu

Tveir ungir austfirskir tónsmiðir komust inn í Upptaktinn 2019, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna. Það voru þeir Patryk Edel, 15 ára frá Reyðarfirði og Róbert Nökkvi, 12 ára frá Vopnafirði. Þriðjudaginn 9. apríl voru tónverk þeirra flutt af atvinnutónlistarfólki í Silfurbergi í Hörpu á hátíðlegum tónleikum.

Lesa meira

Tilkynningar

Opnunartími Sundlauga í Fjarðabyggð yfir páskana

15.04.2019
Opnunartími Sundlauga í Fjarðabyggð yfir páskana:
Á Eskifirði og í Neskaupstað er opið sem hér segir:
Skírdagur 11-18
Föstudagurinn langi 13-18
Laugardagur 11-18
Páskadagur  13-18
Annar í pásk. 13-18

Íþróttahúsið á Reyðarfirði 

Skírdagur lokað

Föstudagurinn langi lokað

Laugardagurinn 20. apríl opið frá 09:00 til 13:00

Páskadagur lokað

Annar í páskum lokað

Vekjum athygli á breyttum helgaropnunartíma en það er tilvalið að skella sér í sund eftir skíðin.
Lokað í Sundlaug Fáskrúðsfjarðar yfir hátíðirnar opnar aftur þriðjudaginn 23. apríl.
Lesa meira