mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjölmiðlatorg

Á fjölmiðlatorgi Fjarðabyggðar má nálgast á einum stað fréttir af vef sveitarfélagsins og tilkynningar, merki þess, myndefni og annað sem gagnast kann störfum fjölmiðla. Stefna Fjarðabyggðar í upplýsinga- og kynningarmálum er að veita góðar og gagnsæjar upplýsingar um nærsamfélagsþjónustu sveitarfélagsins og réttindi íbúa. Áhersla er lögð á góð samskipti við fjölmiðla og stuðning við samfélagslegt hlutverk þeirra. Lögum samkvæmt ber sveitarfélagið einnig ríka upplýsingaskyldu gagvart íbúum um málefni þess og ákvarðanir, bæði hvað þjónustu varðar, fjárhag og umhverfi og þau markmið sem að er stefnt.

Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar

Þórður Vilberg Guðmundsson
Netfang: thordur.v.gudmundsson@fjardabyggd.is

Beinn sími: 470 9093
Farsími: 771 9213

Fréttir

Skipulagsbreytingar í stjórnsýslu Fjarðabyggðar

22.02.2019 Skipulagsbreytingar í stjórnsýslu Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn staðfesti tillögur stjórnkerfisnefndar sveitarfélagsins á fundi sínum 21. febrúar 2019 en tillögurnar eru í þremur liðum.  Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu og skilvirkari stjórnsýslu auk þess sem lögð er áhersla á mikilvægi umhverfis- og skipulagsmála. 

Lesa meira

Tilkynningar

Konur taka af skarið - námskeið

22.02.2019

Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitarfélaganna, þeim að kostnaðarlausu. Skráning skal berast í síðasta lagi fimmtudaginn 28. febrúar á netfangið kristinheba@akak.is eða í síma 461 4006.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. 

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 2. mars kl. 11:00-17:00 í sal AFLs Starfsgreinafélags, Miðvangi 2-4 Egilsstöðum.

Dagskrá

  • Að bjóða kynjakerfinu birginn
  • Staða verkalýðsbaráttunnar í dag
  • Uppbygging verkalýðsfélaganna
  • Leiðtogaþjálfun
  • Að hafa áhrif og koma sínu á framfæri
  • Að starfa í verkalýðshreyfingunni

Slóð á viðburðinn á Facebook  

Lesa meira