mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjölmiðlatorg

Á fjölmiðlatorgi Fjarðabyggðar má nálgast á einum stað fréttir af vef sveitarfélagsins og tilkynningar, merki þess, myndefni og annað sem gagnast kann störfum fjölmiðla. Stefna Fjarðabyggðar í upplýsinga- og kynningarmálum er að veita góðar og gagnsæjar upplýsingar um nærsamfélagsþjónustu sveitarfélagsins og réttindi íbúa. Áhersla er lögð á góð samskipti við fjölmiðla og stuðning við samfélagslegt hlutverk þeirra. Lögum samkvæmt ber sveitarfélagið einnig ríka upplýsingaskyldu gagvart íbúum um málefni þess og ákvarðanir, bæði hvað þjónustu varðar, fjárhag og umhverfi og þau markmið sem að er stefnt.

Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar

Þórður Vilberg Guðmundsson
Netfang: thordur.v.gudmundsson@fjardabyggd.is

Beinn sími: 470 9093
Farsími: 771 9213

Fréttir

Nýr forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar

18.06.2019 Nýr forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar

Ari Allansson hefur verið ráðinn sem forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar og mun hann hefja störf í lok ágústmánaðar.  Alls sóttust tíu aðilar eftir stöðunni með fjölþættan bakgrunn og reynslu af menningar og listastarfi.  Að afloknu hæfnismati sem byggði á kröfum til starfsins var ákveðið að ráða Ara.

Lesa meira

Tilkynningar

Sundlaugin í Breiðdal enn lokuð

12.06.2019

Vegna bilunar í tækjabúnaði hefur ekki verið hægt að opna sundlaugina í Breiðdal.

Stefnt er að opnun laugarinnar á næstu dögum.

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar í Breiðdal

Lesa meira