mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjölmiðlatorg

Á fjölmiðlatorgi Fjarðabyggðar má nálgast á einum stað fréttir af vef sveitarfélagsins og tilkynningar, merki þess, myndefni og annað sem gagnast kann störfum fjölmiðla. Stefna Fjarðabyggðar í upplýsinga- og kynningarmálum er að veita góðar og gagnsæjar upplýsingar um nærsamfélagsþjónustu sveitarfélagsins og réttindi íbúa. Áhersla er lögð á góð samskipti við fjölmiðla og stuðning við samfélagslegt hlutverk þeirra. Lögum samkvæmt ber sveitarfélagið einnig ríka upplýsingaskyldu gagvart íbúum um málefni þess og ákvarðanir, bæði hvað þjónustu varðar, fjárhag og umhverfi og þau markmið sem að er stefnt.

Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar

Þórður Vilberg Guðmundsson
Netfang: thordur.v.gudmundsson@fjardabyggd.is

Beinn sími: 470 9093
Farsími: 771 9213

Fréttir

Snjómokstur í Fjarðabyggð

26.01.2021 Snjómokstur í Fjarðabyggð

Undanfarið hefur mikið snjóað í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Síðan um helgina hefur verið unnið að snjómokstri í byggðakjörnunum, en mikið magn af snjó hefur gert þá vinnu erfiða og flókna. Að gefnu tilefni er rétt að benda á að vetrarþjónusta Fjarðabyggðar byggir á verklagsreglum sem samþykktar voru í haust og kynntar á heimasíðu.

Lesa meira

Tilkynningar