mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjölmiðlatorg

Á fjölmiðlatorgi Fjarðabyggðar má nálgast á einum stað fréttir af vef sveitarfélagsins og tilkynningar, merki þess, myndefni og annað sem gagnast kann störfum fjölmiðla. Stefna Fjarðabyggðar í upplýsinga- og kynningarmálum er að veita góðar og gagnsæjar upplýsingar um nærsamfélagsþjónustu sveitarfélagsins og réttindi íbúa. Áhersla er lögð á góð samskipti við fjölmiðla og stuðning við samfélagslegt hlutverk þeirra. Lögum samkvæmt ber sveitarfélagið einnig ríka upplýsingaskyldu gagvart íbúum um málefni þess og ákvarðanir, bæði hvað þjónustu varðar, fjárhag og umhverfi og þau markmið sem að er stefnt.

Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar

Þórður Vilberg Guðmundsson
Netfang: thordur.v.gudmundsson@fjardabyggd.is

Beinn sími: 470 9093
Farsími: 771 9213

Fréttir

Kveðja til íbúa á Flateyri og Suðureyri

21.01.2020 Kveðja til íbúa á Flateyri og Suðureyri

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 20.1.2019 var fjallað um atburðina á Vestfjörðum í síðustu viku þegar nokkur snjóflóð féllu á Flateyri og á Suðureyri. Bæjarráð sendi hlýjar kveðjur vestur vegna atburðanna og undirstrikaði um leið mikilvægi þess að framkvæmdum við ofanflóðavarnir verði framhaldið og fjármagn úr Ofanflóðasjóð verði verði nýtt til þess.

Lesa meira

Tilkynningar

Dagforeldri á Reyðarfirði

27.12.2019

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar að einstaklingi, 20 ára eða eldri, sem hefur áhuga á að sinna daggæslu barna í heimahúsi.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfað er eftir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Allar upplýsingar gefur Bergey Stefánsdóttir í síma 470-9000 eða á netfanginu bergey@fjardabyggd.is

Lesa meira