Bókasöfn
Bókasöfnin í Fjarðabyggð
Þau eru öll samsteypusöfn og þjóna bæði almenningi og skólum í Fjarðabyggð. Frítt skírteini fá allir með skráð lögheimili í Fjarðabyggð. Aðrir greiða samkvæmt gjaldskrá.
Bókasöfnin í Fjarðabyggð eru sex. Þau eru Bókasafnið á Breiðdalsvík, Bókasafnið á Stöðvarfirði, Bókasafnið á Fáskrúðsfirði, Bókasafnið á Reyðarfirði, Bókasafnið á Eskifirði og Bókasafnið i Neskaupstað. Þau eru öll staðsett í grunnskólunum á hverjum stað. Söfnin búa yfir góðum safnkosti og boðið er upp á fjölbreytta þjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna, fyrirtæki og stofnanir. Helstu þjónustuþættir eru útlán gagna, s.s. skáldsögur, fræðibækur, tímarit, myndasögur, spil og púsl. Einnig gegna söfnin viðamiklu hlutverki þegar kemur að nemendum, bæði til afþreyingar og náms. Veitt er upplýsingaþjónusta í formi heimildaleitar og boðið er upp á lesaðstöðu.
Góð aðstaða er fyrir fjölskyldur.
Þjónustugáttir Fjarðabyggðar
- Þjónustugáttir Fjarðabyggðar eru staðsettar í bókasöfnum sveitarfélagsins.
- Þjónustugáttir veita upplýsingar um þjónustu á vegum sveitarfélagsins á afgreiðslutíma safnanna.
- Starfsmenn safnanna veita aðstoð við að finna eyðublöð á vegum sveitarfélagsins og benda á hvar hægt sé að leita frekari aðstoðar eða upplýsinga vegna umsókna til sveitarfélagsins.
- Veitt er aðstoð og ráðgjöf um hvernig nálgast má upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins á vef þess.
- Aðstoð starfsmanna safnanna einskorðast við þær upplýsingar sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins.