mobile navigation trigger mobile search trigger

Sprettur

Verkefni Spretts hófst árið 2020 og í upphafi árs 2022 tóku í gildi lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er Sprettur eitt af þeim úrræðum Fjarðabyggðar í samþættri þjónustu

Markmið okkar með Spretti er að samhæfa aðgerðir fagstétta, einfalda og flýta fyrir aðstoð til barna og foreldra og ekki síst vera stuðningur fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla.

Sprettur er þverfaglegt samstarf félags-, skólaþjónustu, barnaverndar, heilsugæslu og annarra aðila sem nauðsynlegt þykir að eiga samstarf við hverju sinni.

  • Markmið Spretts er að grípa fljótt inn í vanda barna með viðeigandi stuðningi og úrræðum í nærumhverfinu.
  • Valdefla foreldra og færa þeim ráð og leiðbeiningar.
  • Styðja við skólana.
  • Sprettur er á ábyrgð fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar en starfar þvert á þjónustukerfi heilbrigðis- og velferðarstofnanna.

Hvernig er sótt um í Spretti?

Fjarðabyggð hefur unnið að innleiðingu laganna um samþætta þjónustu og geta foreldrar/forráðamenn í Fjarðabyggð nú sótt um samþætta þjónustu fyrir börn sín. Komi fram áhyggjur af stöðu barns á heimili þess, i skóla eða annarsstaðar geta foreldrar eða barn leitað til tengiliðar, fengið hjá honum upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barna og eftir atvikum óskað eftir samþættingu þjónustu.

Tengiliður á í upphafi samtal við foreldra og eða barn um hvað skuli gert. Þegar fyrir liggur beiðni um samþættingu þjónustu getur tengiliður aflað upplýsinga um aðstæður barns og að því marki sem það er nauðsynlegt fyrir samþættingu þjónustunnar er tengilið og þjónustu-veitendum heimilt að miðla upplýsingum um aðstæður barnsins sín á milli.

Að jafnaði er störfum tengiliðar lokið þegar fjölskyldan hefur verið tengd við réttan þjónustuveitanda miðað við vandann sem verið er að vinna með. Ef þörf þykir getur tengiliður leitað eftir aðstoð málstjóra Spretts. Í Spretti er myndað stuðningsteymi í kringum barn sem setur  markmið, finnur leiðir að markmiðinu og deilir verkefnum á milli þátttakanda stuðningsteymisins.

Áhersla er lögð á að vinna fagaðila fari fram í nærumhverfi barnsins, t.d. á heimili þess eða í skóla.

Virk þátttaka foreldra er ein grunnforsenda þess að árangur náist.