Skíðamiðstöðin Oddsskarði
Oddsskarð eða Austfirsku alparnir, eins og skíðasvæðið milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er oft kallað, er eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins. Í fjallinu er toglyfta í 513 metra hæð og þegar upp á topp er komið, í 840 metra hæð yfir sjávarmáli, blasir við ægifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð. Á skíðasvæðinu eru tvær toglyftur og barnalyfta, góð aðstaða fyrir brettafólk og skíðaskáli með veitingaaðstöðu. Um páskána er haldið Páskafjör en þá er mikið um að vera í skarðinu og viðburðir af ýmsu tagi.