Barnavernd
Barnaverndarnefnd Fjarðabyggðar starfar samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002. Markmið laganna er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.
Markmiðum er náð með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.
Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar hefur umsjón með málaflokknum.
Ábendingar og kvartanir má senda forstöðumanni stjórnsýslu í síma 470 9000 fjardabyggd@fjardabyggd.is
Hér að neðan má finna kynningu á verkefninu Sprett - Samþætt þjónusta í þágu barna. Ásamt tengiliðum í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar.