mobile navigation trigger mobile search trigger

FRÍSTUNDAHEIMILI

Frístundaheimili Fjarðabyggðar bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6 til 9 ára barna lýkur. Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnunum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Frístundaheimilin eru opin eftir að skóladegi lýkur til kl. 16:30 alla daga.

Á foreldradögum eru frístundaheimilin opin frá kl. 7:45 nema annað sé tekið fram. Frístundaheimilin eru lokuð í vetrar-, jóla-, páska- og sumarfríum grunnskólanna sem og á starfsdögum grunnskóla. Öllum 6 - 9 ára börnum býðst dvöl á frístundaheimili, sem eru í grunnskólum Fjarðabyggðar. Börn sem eru að hefja skólagöngu hafa forgang að dvöl á frístundaheimilum. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn frístundaheimilanna.

Umsóknarferli
Forráðamenn innrita börn sín í maímánuði fyrir næsta skólaár. Breytingar frá því að umsókn er skilað skal tilkynna viðkomandi forstöðumanni. Staðfesting á innritun berst til foreldra í byrjun ágúst. Forstöðumaður viðkomandi frístundaheimilis vinnur úr og metur umsóknir.

Þegar umsókn hefur verið samþykkt er gerður dvalarsamningur. Upplýsingar um niðurstöðuna eru sendar til umsækjanda með tölvupósti. Umsóknareyðublöð má nálgast hér á vef Fjarðabyggðar, í þjónustugáttum bókasafna eða á bæjarskrifstofu.

Frístundaheimilin

Frístundaheimili  Heimilsfang  Póstafang Sími Netfang Vefsíða
Nesskóla  Skólavegi 740 Neskaupstaður 477 1124 nes@skolar.fjardabyggd.is  nesskoli.is
Grunnskóla Eskifjarðar  Lambeyrarbraut 14 735 Eskifjörður 476 1355 esk@skolar.fjardabyggd.is  grunnesk.is 
Grunnskóla Reyðarfjarðar  Heiðarvegi 14a 730 Reyðarfirði 474 1247 rey@skolar.fjardabyggd.is  grunnrey.is 
Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar Hlíðargötu 56 750 Fáskrúðsfjörður 475 9020 fas@skolar.fjardabyggd.is  fask.is
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli   Skólabraut 20 755 Stöðvarfjörður 475 9050 sto@skolar.fjardabyggd.is bsskoli.is 
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli Selnes 25 760 Breiðdalsvík sto@skolar.fjardabyggd.is  bsskoli.is

ÁBENDINGAR

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar:

https://www.fjardabyggd.is/abending

YFIRSTJÓRN

Fræðslustjóri Fjarðabyggðar.