Íþróttamiðstöðvar
Íþróttahúsið í Neskaupstað

Húsið er alhliða íþróttahús sem þjónar sem skólamannvirki, til æfinga og fyrir almenning. Þá er húsið nýtt fyrir mótahald og keppnir. Líkamsræktaraðstaða er í íþróttahúsinu. Bað- og búningsaðstaða eru nýtt fyrir æfingar og keppnir á knattspyrnuvellinum sem stendur utar í bænum. Íþróttahúsið er nýtt undir kennslu flesta daga frá morgni til kl.16:00 en eftir það taka við æfingar íþróttafélaganna. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Sigurjón Egilsson í síma 477 1181 - itmnes@fjardabyggd.is.
Stefánslaug í Neskaupstað

Stefánslaug í Neskaupstað stendur við Miðstræti. Laugin er 25 metra útilaug með tveim heitum pottum, vaðlaug, sánabaði og tveim stórum rennibrautum auk þess sem rekin er líkamsrækt í kjallara. Aðstaða laugarinnar er nýlega endurbyggð, bæði sundlaugarkerið og búningsklefar. Forstöðumaður íþróttamannvirkja í Neskaupstað er Sigurjón Egilsson. Íþróttahús, 477 1181, sundlaug, 477 1243, itmnes@fjardabyggd.is.