mobile navigation trigger mobile search trigger

Íþróttamiðstöðvar

Boðið upp á rafræna opnun líkamsræktarstöðvanna á Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði utan hefðbundins opnunartíma. 

Handhafar tímabilakorta (3 mánaða-, 6 mánaða-, 12 mánaða- og parakorta) 18 ára og eldri, gefst kostur á að kaupa aukalega rafrænt aðgengi og verður gjaldið 500 kr. á mánuði. Athugið að rafrænt aðgengi virkar eingöngu með harðplastkortum, og þurfa þeir sem hyggjast nýta sér þjónustuna að koma við í íþróttamiðstöðvum til að láta prenta nýtt kort.

Rafræn opnun utan hefðbundins opnunartíma verður á eftirfarandi tímum:

  • Virkir daga frá 05:00 – 00:00
  • Helgar frá 08:00 – 18:00
  • Opið alla daga ársins nema jóladag (25. desember), annan í jólum (26. desember) og nýársdag (1. janúar).
  • Á öðrum frídögum 08:00 - 18:00

Nánari upplýsingar eru veittar í viðkomandi íþróttamiðstöð

Norðfjörður
Tímabil Mán.-fim.  Föstudaga laugardaga Sunnudaga
01.09.-31.05. 06:00-20:00 06:00-18:00 11:00-18:00 13:00-18:00
01.06.-31.08. 06:00-20:00 06:00-20:00 10:00-18:00 10:00-18:00

Er staðsett í sama húsnæði og Stefánslaug

Eskifjörður
Mán.-fim.  Föstudaga Laugardaga Sunnudaga
01.09.-31.05. 06:00-20:00 06:00-18:00 11:00-16:00 11:00-16:00
01.06.-31.08. 06:00-21:00 06;00-21:00 10:00-18:00 10:00-18:00

Er staðsett í sama húsnæði og Sundlaug Eskfjarðar

Reyðarfjörður

Virka daga  Laugardaga Sunnudaga
07:00-21:00 09:00:00-13:00 Lokað

Er staðsett í íþróttahúsinu við hlið grunnskólans.

Opnunartími yfir sumarið er breytilegur. Upplýsingar má nálgast í íþróttahúsi.

Fáskrúðsfjörður

Virka daga  Laugardaga Sunnudaga
08:00-20:30 10:00-13:00 Lokað

Er staðsett í íþóttahúsi Fáskrúðsfjarðar

Opnunartími yfir sumarið er breytilegur. Upplýsingar má nálgast í íþróttahúsi.

Breiðdalsvík

Mánudag til fimmtudags  Föstudag til sunnudags
16:00-20:00 Lokað

Ágætis líkamsræktaraðstaða er staðsett í íþóttahúsi Breiðdals sem er staðsett við sundlaugina.

Opnunartími yfir sumarið er breytilegur. Upplýsingar má nálgast í íþróttahúsi.

Á Stöðvarfirði rekur íþróttafélagið Súlan líkamsrækt í íþróttahúsi staðarins. Korthafar fá aðgangslykil og komast þannig inn kvölds og morgna, alla daga ársins. Nánari upplýsingar í síma 868 3806.

Íþróttahúsið Norðfirði

Íþróttahúsið Neskaupstað

Húsið er alhliða íþróttahús sem  þjónar sem skólamannvirki, til æfinga  og fyrir almenning. Þá er húsið nýtt fyrir mótahald og keppnir. Líkamsræktaraðstaða er í íþróttahúsinu. Bað- og búningsaðstaða eru nýtt fyrir æfingar og keppnir á knattspyrnuvellinum sem stendur utar í bænum. Íþróttahúsið er nýtt undir kennslu flesta daga frá morgni til kl.16:00 en eftir það taka við æfingar íþróttafélaganna. Netfang íþróttamiðstöðvarinnar er itmnes@fjardabyggd.is.

Stefánslaug Norðfirði

Sundlaugin Neskaupstað

Stefánslaug í Neskaupstað stendur við Miðstræti. Laugin er 25 metra útilaug með tveim heitum pottum, vaðlaug, sánabaði og tveim stórum rennibrautum auk þess sem  rekin er líkamsrækt í kjallara.  Aðstaða laugarinnar er  nýlega endurbyggð, bæði sundlaugarkerið og búningsklefar. Íþróttahús, 477 1181, sundlaug, 477 1243, itmnes@fjardabyggd.is.

Íþróttahúsið Reyðarfirði

Íþróttahúsið Reyðarfirði.JPG

Húsið er lítill salur sem þjónar skóla, æfingum íþróttafélagsins Vals og almenningi auk þess sem húsið er nýtt fyrir mótahald og keppnir. Íþróttahúsið stendur við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Sambyggt íþróttahúsinu er ágæt líkamsræktarstöð. Bað- og búningsklefar eru nýttir fyrir  líkamsræktarstöð og æfingar og keppnir í Fjarðabyggðarhöllinni. Tímapantanir og frekari upplýsingar má nálgast á netfang íþróttamiðstöðvarinnar itmrey@fjardabyggd.is

Fjarðabyggðarhöllin

DJI_0026.JPG

Fjarðabyggðarhöllin er yfirbyggt fjölnota hús með knattspyrnuvelli í fullri stærð. Auk skipulagðra kappleikja og mótahalds, fara fram íþróttaæfingar og íþróttakennsla í Fjarðabyggðarhöllinni. Þá hefur hún einnig verið notuð fyrir ýmsa aðra viðburði eins og ungmennamót, markaðssýningar og fyrirtækjatengda viðburði. Netfang íþróttamiðstöðvarinnar er itmrey@fjardabyggd.is

Sundlaug Eskifjarðar

Sundlaug Eskifjarðar

Laugin er 25 m. útilaug með tveimur pottum, vaðlaug, sánabaði og þremur rennibrautum auk þess sem líkamsræktaraðstaða er í húsinu.  Knattspyrnuvöllur á Eskifirði stendur við sundlaugina en  búningsaðstaða fyrir völlinn er í sundlauginni. Knattspyrnuvöllurinn er grasvöllur, umsjón og umhirða hans er í höndum Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar.  Sundlaug og knattspyrnuvöllur er í botni fjarðarins. Upplýsingar um opnun sundlaugar eru í síma 476 1238  og 476 1218.

Íþróttahúsið á Eskifirði

Íþróttahús Eskifirði

Húsið er lítill salur sem þjónar grunnskólanum, æfingum íþróttafélagsins Austra og almenningi auk þess sem húsið er  nýtt fyrir mótahald og keppnir.  Íþróttahúsið stendur við Grunnskóla Eskifjarðar við Strandgötu. Hafið samband við forstöðumann til þess að leigja tíma í íþróttahúsinu og til að fá upplýsingar um æfingar á vegum íþróttafélagsins Austra. Tímapantanir og frekari upplýsingar má nálgast á netfangið itmesk@fjardabyggd.is.

Íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði

Íþróttahúsið Fáskrúðsfirði

Húsið stendur við Óseyri 1 og er alhliða íþróttahús í fullri stærð sem þjónar sem skólamannvirki, til æfinga fyrir íþróttafélagið Leikni og fyrir almenning auk þess sem húsið er nýtt fyrir mótahald og keppnir. Knattspyrnuvöllur stendur við hlið íþróttahúsins. Bað- og búningsklefar íþróttahússins eru nýttir fyrir æfingar og keppnir á knattspyrnuvellinum. Líkamsræktarstöð er í íþróttahúsinu. Íþróttahúsið er nýtt undir kennslu flesta daga frá morgni til kl. 16:00 en eftir það taka við æfingar íþróttafélaganna. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk í síma 475 9045.

Sundlaug Fáskrúðsfjarðar

Sundlaugin Fáskrúðsfirði

Sundlaug Fáskrúðfjarðar er lítil innilaug með heitum potti utandyra.

Tengiliðir íþróttamannvirkja á Fáskrúðsfirði:
Íþróttahúsið Óseyri 1
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 475 9045, eða netfangið itmfas@fjardabyggd.is.

Sundlaugin Skólavegi 41, 475 9070, sibba@skolar.fjardabyggd.is.

Íþróttahúsið á Stöðvarfirði

Íþróttahús Stöðvarfirði

Húsið er alhliða íþróttahús sem  þjónar sem skólamannvirki, til æfinga  og fyrir almenning. Þá er húsið nýtt fyrir mótahald og keppnir. Líkamsræktaraðstaða er í íþróttahúsinu.

Bað- og búningsaðstaða eru nýtt fyrir æfingar og keppnir á knattspyrnuvellinum sem stendur utar í bænum. Íþróttahúsið er nýtt undir kennslu flesta daga frá morgni til kl.16:00 en eftir það taka við æfingar íþróttafélaganna.

Upplýsingar um lausa tíma sem og hvaða æfingar eru stundaðar í húsinu má fá í síma 475 9046.

Sundlaug Stöðvarfjarðar

Sundlaugin Stöðvarfirði

Laugin er lítil útilaug með heitum potti. Sundlaugin er opin á sumrin.

Tengiliður íþróttamannavirkja á Stöðvarfirði er Oddur Sigurðsson. 

Íþróttahúsið  og sundlaugin eru við grunnskólann. Hafið samband við forstöðumann til þess að leigja tíma eða fá nánari upplýsingar í síma 475 8930, itmsto@fjardabyggd.is.

Íþróttahúsið í Breiðdal

Sund_bre_18_1_s.JPG

Húsið er lítill salur (27x16,5 metrar) sem þjónar skóla og almenningi auk þess sem húsið er nýtt fyrir móthald og keppnir.

Íþróttahúsið stendur við skólabyggingu Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík að Selnesi 25. Sambyggt íþróttahúsinu er ágæt líkamsrækarstöð.

Tímapantanir og frekari upplýsingar má nálgast hjá Jóhönnu Guðnadóttur, forstöðumanni, í síma 470 5575 eða 849 3369

Sundlaugin í Breiðdal

Sundlaug breiðdal 2.jpg

Sundlaugin í Breiðdal er lítil sporöskjulaga útilaug með heitum potti og er við íþróttahús staðarins. Laugin er opin á sumrin en potturinn árið um kring.

Sundlaugin var byggð árið 2002 og er 8x14 metrar að stærð. Hún er fremur hlý og því kjörin fyrir leik og buslugang eða einfaldlega fyrir slökun.

Frekari upplýsingar má nálgast í síma: 470 5575