mobile navigation trigger mobile search trigger

Innviðagreining Fjarðabyggðar

Innviðagreining sem Austurbrú vann fyrir Fjarðabyggð var lögð fyrir bæjarráð Fjarðabyggðar 30. ágúst 2021. Greiningin er nokkurs konar stöðumat sem á að gefa góða heildarmynd af því sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða til uppbyggingar og þróunar.

Austurbrú vann innviðagreininguna fyrir Fjarðabyggð. Markmiðið með þeirri vinnu er að gefa greinargóða mynd af því sem Fjarðabyggð hefur upp á bjóða, í dag og til framtíðar, með því að taka saman upplýsingar sem gagnast geta bæði núverandi og mögulegum íbúum, auk fyrirtækja og stofnanna sem leita staðsetningar til uppbyggingar og þróunar.

„Þessi innviðagreining er einskonar samfélagslýsing sem við vonum að gefi góða mynd af kraftmiklu samfélagi sem hefur alla burði til að vaxa og dafna um ókomna tíð.“

– Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Innvidagreining Fjardabyggd 2023-2024

Infrastructure report Fjardabyggd_2023-2024