mobile navigation trigger mobile search trigger

FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF

Í félagslegri ráðgjöf felst m.a. að veittar eru upplýsingar um félagsleg réttindamál, persónulegur stuðningur veittur, samræming þjónustu og lausnamiðuð stuðningsviðtöl.  Ráðgjöfinni skal ætíð beitt í eðlilegu samhengi við aðra þjónustu og aðstoð sem til boða stendur.

Haft er að leiðarljósi að styðja einstaklinginn eða fjölskylduna til sjálfshjálpar þannig að hver einstaklingur geti sem best notið sín í samfélaginu.

Sérhæfð ráðgjöf í málefnum fólks með fötlun

Með ráðgjöf er markmiðið að efla og styrkja hvern einstakling til að takast á við viðfangsefni sín með áherslu á stuðning til sjálfshjálpar. Virðing, góð tengsl og trúnaður eru lykilatriði í allri ráðgjöf og samskiptum. Ráðgjöf félagsþjónustunnar tekur til barna og fullorðinna og er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um málefni fatlaðs fólks og barnaverndarlögum.

Meðal þjónustuúrræða sem eru í boði er félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, stuðningur og ráðgjöf við barnafjölskyldur og sértæk þjónusta vegna fatlaðs fólks.

Umsóknarferli

Óskað er eftir ráðgjafaviðtali hjá félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9015.

Tekið er við óskum um viðtalstíma virka daga frá 10:00 - 12:00 og 12:30 - 16:00.

ÁBENDINGAR

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar:

https://www.fjardabyggd.is/abending

YFIRSTJÓRN

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs