Fara í efni

Byggingarmál

Sækja þarf um leyfi til byggingarframkvæmda eða byggingaráforma til byggingarfulltrúa. Á kortasjá Fjarðabyggðar má nálgast samþykktar teikningar mannvirkja og ýmsar aðrar upplýsingar sem varða lóðir og landnotkun í Fjarðabyggðar sem er gagnlegt að skoða.

Lausar lóðir í Fjarðabyggð er hægt að skoða á kortasjánni með því að velja lausar lóðir í fellivalmyndinni hægra megin. 

Hvenær þarf byggingarleyfi?

Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir eftirfarandi framkvæmdum:

  • Nýbyggingu húss
  • Endurbyggingu eða stækkun húss
  • Viðbyggingar og breytingar á húsum
  • Rif húsa
  • Uppsetningu sólpalla, girðinga og heitra potta
  • Byggingu garðhýsa, skúra, smáhýsa
  • Uppsetningu varmadæla og móttökulofneta yfir 1,2 m
  • Breytta notkun húsnæðis (t.d. úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði)

Athugið: Sumar minni háttar framkvæmdir kunna að vera undanþegnar byggingarleyfi samkvæmt byggingarreglugerð, grein 2.3.5.

Sótt er um byggingarleyfi í gegnum íbúagátt Fjarðabyggðar. 

Stöðuleyfi er tímabundin heimild til að staðsetja tiltekin mannvirki á ákveðnum stað. Þetta á meðal annars við um:

  • Hjólhýsi
  • Gáma
  • Torgsöluhús
  • Önnur sambærileg tímabundin mannvirki

Leyfið getur gilt í allt að eitt ár.

Stöðuleyfi er hluti af byggingarleyfisumsókn og er sótt um það í gegnum íbúagátt.

Öryggisúttekt er framkvæmd áður en nýbygging er tekin í notkun, og tryggir að mannvirkið uppfylli öryggiskröfur samkvæmt byggingarreglugerð.

  • Framkvæmd áður en notkun hefst.
  • Skilyrði fyrir bráðabirgðanotkun mannvirkis.
  • Hluti af ferli byggingarleyfis.

Lokaúttekt er framkvæmd þegar mannvirkjagerð er lokið og á að fara fram innan þriggja ára frá því mannvirkið er tekið í notkun og öryggisúttekt fór fram.

  • Staðfesting á að mannvirki sé fullklárað og í samræmi við samþykktar teikningar og leyfi.
  • Skylda samkvæmt byggingarreglugerð.
  • Eftir lokaúttekt er mannvirki formlega tekið í notkun til frambúðar.

Framkvæmdaleyfi er nauðsynlegt fyrir meiriháttar framkvæmdir sem ekki eru háðar byggingarleyfi, en hafa áhrif á umhverfið eða breyta ásýnd þess. Þetta á m.a. við um:

  • Gerð gatna, vega, brúa (utan göngubrúa í þéttbýli).
  • Holræsi, flutningskerfi rafmagns, hita, vatns og fjarskipta.
  • Hafnir, flugbrautir, virkjunarsvæði.
  • Jarðgöng, efnistöku og sorpförgun.
  • Önnur umfangsmikil mannvirki og framkvæmdasvæði.

Áður en framkvæmdaleyfi er veitt skal liggja fyrir hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum

Sé svo, skal umhverfismati vera lokið áður en leyfi er veitt

Lóðarleigusamningur er formlegur samningur milli Fjarðabyggðar og lóðarleigjanda. Í samningnum koma fram:

  • Skilmálar um leigu lóðar
  • Stærð, staðsetning og notkun lóðarinnar
  • Ársleiga sem reiknuð er út frá fasteignamati lóðarinnar

Lóðarleigusamningur er gerður þegar:

  1. Lóð hefur verið úthlutað
  2. Byggingarleyfi hefur verið gefið út
  3. Undirstöður eru komnar á lóðina

Fyrir lóðir án mannvirkis er samningurinn gerður eftir úthlutun.

Frekari upplýsingar veitir byggingarfulltrúi. Hægt er að bóka viðtalstíma á þriðjudögum á milli 13:00-14:00 og fimmtudögum 10:00-11:00

Gjaldskrá

1.   gr.

Byggingarleyfisgjöld.

1.1 Byggingarleyfi og gjald vegna tilkynningarskyldra bygginga.

Byggingarleyfisgjald  vegna  nýbyggingar  stærri  en  15  m2er  skipt  í  fast  gjald  og  gjald  fyrir hvern rúmmetra byggingar.

Innifalið  í  gjaldinu  er  lögboðin  meðferð  byggingarleyfisskyldra  erinda,  lóðarblað,  yfirferð teikninga, útsetning lóðar og byggingareits húss, öryggis- og lokaúttekt (eitt skipti á hvora) og eftirlit byggingarfulltrúa skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Tegund Verð
Rúmmetragjald fyrir byggingar stærri en 15 m2 234kr./m3
Byggingar 15-60 m2 123.327 kr.
Byggingar stærri en 60 m2 215.819 kr.
Yfirferð teikninga og umsýsla ( undanþegin leyfisgjaldi í lið 1.1) 15.418 kr./klst.
Vinna byggingarfulltrúa (t.d. ef vinna er umfram innheimtu leyfisgjaldi) 22.121 kr./klst.
Gjöld vegna aðkeyptrar yfirferðar séruppdrátta samkvæmt reikningi
Meiri háttar framkvæmdir undanþegnar hefðbundinni gjaldtöku. 64.522 kr.
Niðurrif mannvirkja 30.831 kr.
Breyting á skráningu byggingar 30.831 kr.
Lágmarksgjald vegna móttöku byggingarleyfisumsóknar 15.417 kr.

Greiða   skal   byggingarleyfisgjald   fyrir   hverja   byggingarleyfisumsókn   sem   tekin   er   til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. 

Gjöld skv. 1. gr. eru óendurkræf þótt lóðarúthlutun og byggingarleyfi falli úr gildi.

1.2 Gjöld vegna stöðuleyfa.

Stöðuleyfisgjöld  eru  miðuð  við  hvern  fermetra  lausafjármunar.  Lágmarksviðmunarstærð stöðuleyfisgjalda  er  miðuð  við  15  m2.  Gjald  miðar  við  útgáfu  stöðuleyfis.  Stöðuleyfi  eru  að hámarki veitt til 12 mánaða í senn.

Tegund Verð
Stöðuleyfisgjald lausafjármuna 3.523 kr./m2

1.3 Leigugjöld á skipulögðum gámasvæðum, iðnaðarlóðum og dreifbýli

Tegund Verð - Miðað er við almanaksár
Leigugjald fyrir 0-15m2 eða minna (jafngildir 20 feta gámi), veitt til eins árs í senn 58.724 kr. á ári
Leigugjald fyrir 16-30 m2 (jafngildir 40 feta gám), veitt til eins árs í senn 97.873 kr. á ári

2.   gr.

Afgreiðslu- og þjónustugjöld.

2.1 Leyfisveitingar og úttektir.

Tegund Verð
Aðrar leyfisveitingar, úttektir og vottorð (vínveitingaleyfi, húsaleiguúttektir, umsagnir vegna rekstrarleyfa o.fl.) 30.830 kr.
Úttektir vegna byggingarstjóraskipta 30.830 kr.
Úttektir vegna meistaraskipta 30.830 kr.
Stöðuúttektir (undanþegin leyfisgjaldi í lið 1.1) 30.830 kr.
Lágmarksgjald vegna annarra leyfisveitinga 15.417 kr.

2.2 Afgreiðslur.

Tegund Verð
Afgreiðslur eignaskiptayfirlýsinga 61.664 kr.
Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga, Samkvæmt reikningi Þjóðskrár
Breyting á lóðarleigusamningi að beiðni lóðarhafa 61.664 kr.
Umsýslugjald vegna lóðarúthlutunar 56.420 kr.
Umsýslugjald vegna stofnunar lóða 30.830 kr.
Gjald vegna kostnaðar ÞÍ vegna stofnunar lóðar Samkvæmt reikningi
Umsýslugjald vegna útsetningar lóðarmarka að beiðni lóðarhafa 15.417 kr.
Gjald vegna kostnaðar við lóðarútsetningu Samkvæmt reikningi
Efnistökuleyfi 40.126 kr.
Lágmarksgjald vegna annarra afgreiðslna 15.417 kr.

3. gr.

Meginreglur vegna breytinga á aðal- og/eða deiliskipulagi

Gjaldskráin  byggir  á  þeirri  meginreglu  að  aðili  sem  óskar  eftir  breytingu  á  aðal-  og/eða deiliskipulagi  skuli  greiða  þann  kostnað  sem  breytingin  hefur  í  för  með  sér.  Í  því  felst  að umsækjandi  greiðir  kostnað  vegna  nýrra  uppdrátta,  breytinga  á  uppdráttum,  auglýsinga  og kynninga  vegna  málsins.  Eigna-,  skipulags-  og  umhverfisnefnd  getur  ákveðið  að  falla  frá gjaldtöku  ef  skipulagsvinna  á  vegum  sveitarfélagsins  er  yfirstandandi  eða  fyrirhuguð  á svæðinu  eða  skipulagsáætlun  þarfnast  breytinga  af  öðrum  ástæðum,  enda  hafi  það  ekki  í  för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélagið. Ef  kostnaður  vegna  vinnu  skipulags-  og  byggingarfulltrúa  eða  aðkeyptrar  vinnu  er,  vegna umfangs,  verulega  umfram  viðmiðunargjald  verksins  er  heimilt  að  leggja  á  til  viðbótar tímagjald  skipulags-  og  byggingarfulltrúa  sem  er 15.417kr./klst.  eða  gjald  skv. reikningi.

Skilgreiningar:

Umsýslu-   og   auglýsingakostnaður: kostnaður   sveitarfélagsins   við   afgreiðslu   umsóknar, birtingar auglýsinga og annarrar umsýslu.Breytingarkostnaður: kostnaður  sem  fellur  til  innan  sveitarfélags  við  gerð  nýs  deiliskipulags eða breytingar á gildandi aðal- eða deiliskipulagsuppdrátta.

3.1 Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga.

Tegund Verð
Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr. Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. 82.479 kr.

3.2 Kostnaður vegna deiliskipulags.

Tegund Verð
Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi.
Veruleg br. á deiliskipulagsuppdr., sbr. 1. mgr. 43. gr. Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi.
Óveruleg br. á deiliskipulagsuppdr., sbr. 2. mgr. 43. gr. Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi.
Umsýslu- og auglýsingakostn., sbr. 2. mgr. 38. gr. og 1. og 2. mgr. 43. gr. 82.479 kr.

3.3 Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis.

Tegund Verð
Framkvæmdaleyfi - framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 111/2021, viðmiðunargjald 178.158 kr.
Framkvæmdaleyfi – aðrar framkvæmdir 74.219 kr.
Framkvæmdaleyfi – aðrar minni framkvæmdir 30.832 kr.
Eftirlit umfram eina ferð, sem er innifalin í framkvæmdaleyfisgjaldi 15.417 kr.
Lágmarksgjald vegna annars kostnaðar við leyfisveitingar 15.417 kr.

4. gr.

Einingarverð og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett fram með heimild í 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 ásamt heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast gildi 1. janúar 2025. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1434/2023.

Álagning fasteignagjalda í Fjarðabyggð er sem hér segir:

Fasteignaskattur A verði 0,400 %1 af húsmati og lóðarhlutamati

Fasteignaskattur B verði 1,32 %2 af húsmati og lóðarhlutamati

Fasteignaskattur C verði 1,65 %3 af húsmati og lóðarhlutamati.

Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,70 % af lóðarhlutamati.

Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 3,00 % af lóðarhlutamati.

Vatnsgjald, fast gjald verði 4.985 kr. á hverja veitu og  408 kr. á hvern fermetra.

Fráveitugjald verði 0,3232 % af húsmati.

Sorphreinsunargjald verði 53.279 kr. á heimili.

Sorpeyðingargjald verði  36.639 kr. á heimili.

Fjöldi gjalddaga verði tíu – mánaðarlega frá 1. febrúar.  Eindagi fasteignagjalda er síðasti virki 

dagur gjalddagamánaðar. 

1)  Íbúðarhúsnæði og eignir skv. 2.gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005 sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

2)  Sjúkrastofnanir og eignir skv. 3.gr. reglugerðar um fasteignaskatt  nr. 1160/2005 sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.

3)  Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði skv. 4.gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005 sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995

Reglur um afslátt af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega árið 2025

1.    gr.

Tekjulágum ellilífeyrisþegum, 67 ára og eldri sem og örorkulífeyrisþegum með fulla örorku (75%) fyrir 

1. janúar 2025 sem eiga lögheimili í Fjarðabyggð er veittur afsláttur af fasteignaskatti, samkvæmt 

ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4.mgr. 5 gr. laga nr. 

4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.   

Niðurfelling fasteignaskatts skal vera tekjutengd og miðuð við árstekjur 2024 samanber álagningu 

skattstjóra 2025 og er sem hér segir: 

a) Einstaklingar:      Brúttótekjur allt að kr. 6.593.838     100%  afsláttur

                               Brúttótekjur yfir kr.      8.720.199         0% afsláttur

b) Hjón og samskattað sambýlisfólk:      

                               Brúttótekjur allt að kr. 10.015.200    100%  afsláttur

                               Brúttótekjur yfir kr.      11.969.507       0% afsláttur

 

Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 108.077118.755.-.  Afsláttur er hlutfallslegur 

og reiknaður af fasteignaskatti viðkomandi eignar.  Tekið er tillit til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- 

og  fjármagnstekna  síðastliðins  árs  skv.  skattframtali.    Miðað  er  við  sameiginlegar  tekjur  hjóna  og 

samskattaðs sambýlisfólks. 

2.    gr.

Afsláttur  af    fasteignaskatti  miðast  við  að  elli-  og  örorkulífeyrisþegar  eigi  og  búi  í  því  húsnæði  sem 

afslátturinn  er  veittur  af.    Rétt  til  afsláttar  eiga  einnig  þeir  elli-  og  örorkulífeyrisþegar  sem  búa  á 

stofnunum og hafa lögheimili þar þrátt fyrir að þeir séu ekki með lögheimili í húsnæðinu.  

Skilyrði er að húsnæðið sé eingöngu nýtt í eigin þágu, s.s. til tómstundaiðkunar. Réttur þessi er ekki til staðar ef 

atvinnustarfsemi fer fram í húsnæðinu eða húsnæðið er leigt út.  

Hjón og samskattað sambýlisfólk fær fullan afslátt þó einungis annar aðilinn uppfylli skilyrði 2. gr.  Ef 

um  fleiri  en  einn  íbúðareiganda  er  að  ræða  að  eign,  sem  ekki  uppfylla  skilyrði  um  afslátt  er  veittur 

afsláttur skv. 1.gr í samræmi við eignarhlut þeirra.

3.    gr.

Hafi orðið veruleg breyting á högum umsækjanda er fjármálasviði heimilt að víkja frá skilyrðum 2. gr. 

þessara reglna varðandi búsetu í íbúð og viðmiði um tekjumörk.

4.    gr.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar veitir Þjóðskrá leyfi til að sækja upplýsingar með öruggum hætti í gegnum 

vefþjónustu  ríkisskattstjóra  (RSK)  um  tekjuskattsstofn  elli-  og  örorkulífeyrisþega  vegna  útreiknings 

afsláttar þeirra á fasteignaskatti og að gera samning við RSK þar að lútandi. 

5.    gr.

Útreikningur fasteignaskattsafsláttar á álagningarseðli fasteignagjalda sem gefinn er út í byrjun febrúar 

miðast  við  tekjur  ársins  2023  til  bráðabirgða  og  tekjuviðmiðun  ársins  2024.  Afslátturinn  er  síðan 

endurskoðaður þegar álagning skatta ársins 2024 liggur endanlega fyrir vegna eftir álagningu  2025 og 

er þá miðað við tekjuviðmiðunina skv.1.

Síðast uppfært: 20.08.2025