mobile navigation trigger mobile search trigger

Um bæjarráð

Í bæjarráði sitja þrír bæjarfulltrúar kosnir til eins árs í senn. Varamenn í bæjarráði eru þeir aðal- og varafulltrúar sem kosningu hafa hlotið af sama framboðslista og hinn kjörni bæjarráðsmaður, í þeirri röð sem þeir skipuðu lista við sveitarstjórnarkosningar.

Bæjarstjóri situr fundi í bæjarráði með málfrelsis og tillögurétt, en atkvæðisrétt hefur hann því aðeins að hann sé bæjarfulltrúi og kjörinn í bæjarráð. Bæjarritari situr einnig fundi bæjarráðs og ritar fundargerðir þess. Aðrir starfsmenn bæjarins sitja fundi bæjarráðs eftir því sem málefni gefa tilefni til.

Bæjarráð skal að jafnaði funda einu sinni í viku.  Aukafund skal halda, ef bæjarstjóri, formaður bæjarráðs eða að minnsta kosti tveir bæjarráðsmenn óska þess. Fundartímar bæjarráðs eru á mánudagsmorgnum og hefjast þeir alla jafna kl. 8:30. Fundir eru haldnir á bæjarskrifstofunni Reyðarfirði. Bæjarstjóri undirbýr bæjarráðsfundi í samráði við formann bæjarráðs og sér um að bæjarráð sé boðað til fundar með réttum fyrirvara

AÐALMENN

Ragnar Sigurðsson, formaður (D)
Jón Björn Hákonarson varaformaður  (B)
Stefán Þór Eysteinsson (L)

Varamenn

Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir   (L)
Þuríður Lillý Sigurðardóttir   (B)
Birgir Jónsson   (B)
Kristinn Þór Jónasson   (D)
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir   (D)
Jóhanna Sigfúsdóttir   (D)

Hlutverk bæjarráðs

  • Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins að því leyti sem slík stjórn er ekki öðrum falin.
  • Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu bæjarins, undirbúningi árlegrar fjárhagsáætlunar, semur drög að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs, stofnana hans og fyrirtækja að fengnum tillögum hlutaðeigandi nefnda og stjórna og leggur þau fyrir bæjarstjórn í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga
  • Bæjarráð sér um, að ársreikningar bæjarsjóðs séu samdir og þeir ásamt ársreikningum stofnana og fyrirtækja bæjarins lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu, svo sem sveitarstjórnarlög mæla fyrir um.
  • Bæjarráð gerir tillögur til bæjarstjórnar um afgreiðslu einstakra mála sem það fær til meðferðar. Bæjarráði er þó heimil fullnaðarafgreiðsla mála sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans, enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu.
  • Bæjarráð ákveður skiptingu og ráðstöfun fjár, sem ætlað er til einstakra málaflokka samkvæmt fjárhagsáætlun, svo sem til gatnagerðar, nýbygginga og óvissra útgjalda. Þá getur bæjarstjórn falið bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála nema lög mæli á annan veg.
  • Undir verksvið bæjarráðs falla einnig málefni eignasjóðs, veitna, félagsheimila, vegamála og brunamála sem og önnur mál a-hluta stofnana og b-hluta fyrirtækja sem ekki eru öðrum falin samkvæmt samþykktum eða ályktunum bæjarstjórnar. Bæjarráð ber ábyrgð á forgangsröðun framkvæmda, annast vinabæjarsamskipti og stefnumörkun í markaðs-, atvinnu- og kynningarmálum. Bæjarráð fer með verkefni samstarfsnefndar þjónustusvæðis SSA og tilnefnir fulltrúa í aðrar verkefnabundnar samstarfsnefndir eftir því sem við á.
  • Nánar um hlutverk bæjarráðs má sjá í 46.gr. samþykktar um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar.