Fara í efni

Deiliskipulag

Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmörkuð svæði eða reiti innan sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess. Ákvæði um deiliskipulag eiga jafnt við um þéttbýli og dreifbýli. Sveitarstjórn ber ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Tillaga að deiliskipulagi getur einnig verið unnin á vegum landeigenda eða framkvæmdaraðila og á kostnað þeirra.

Upplýsingar um samþykktir og gildistöku annarra deiliskipulagsáætlana eru aðgengilegar á kortavef Fjarðabyggðar og skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.
Ákvarðanir bæjarstjórnar um deiliskipulagsáætlanir eru stjórnvaldsákvarðanir sem eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsáætlunar í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulag lögbindur ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðarmynstur, nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á. Slíkar skipulagsforsendur þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að gefa út byggingar- og framkvæmdaleyfi.

Nánari upplýsingar gefur starfsfólk skipulags- og framkvæmdarsviðs á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000.

Einnig er hægt að bóka viðtalstíma við skipulags- og byggingarfulltrúa með því að smella á hnappinn hér að neðan:

 

Gjaldskrá